Deiliskipulag Dalvíkurhafnar, endurskoðun

Málsnúmer 201401168

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 9. fundur - 05.02.2014

Við gerð nýs hafnarkants er nauðsyn á að taka deiliskipulag hafnarsvæðisins á Dalvík til endurskoðunar. Einnig hefur verið mikil umræða í ráðinu um þær breytingar sem fyrirsjánalegar eru í nýtingu hafnarinnar og umferð um hana. Þar nægir að nefna þá miklu umferð sem hvalaskoðun kallar á.
Veitu- og hafnaráð leggur til við sveitarstjórn að Ágúst Hafsteinsson, arkitekt, verði fenginn til þess að vinna að þessari endurskoðun í samráði við ráðið og aðra hagsmunaaðlia sem kallaðir verða að þessu verkefni.

Veitu- og hafnaráð - 11. fundur - 25.03.2014

Farið var yfir þær athugasemdir og ábendingar sem fram hafa komuð vegna undirbúningsfunda vegna endurskoðunar á deiliskipulagi hafnarsvæðisins.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að fela arkitekt að vinna tillögur og hugmyndir að:

* Hvernig best verði fyrirkomið eftirfarandi þáttum í rekstri hafnarinnar þó þannig að skörun á umfangi þessarar þátta verði í lámarki.
1.
Löndum stærri skipa
2.
Útgerð og löndun smábáta
3.
Útgerð ferðaþjónustubáta
4.
Ferjusiglingar og þjónusta við ferðamenn

* Stækkun á athafnasvæði hafnarinnar norður fyrir núverandi ytri mannvirki hafnarinnar.

* Fella út gatnatenginu Naustabrautar við Ránarbraut.

* Yfirfara lóðastærðir og lóðamörk á skipulagssvæðinu.

* Yfirfara bílastæðisþörf að teknu tilliti til breytinga á þeirri starfssemi sem nú fram fer innan hafnarinnar og fyrirséða aukningu á henni. Ráð bendir á landrými sem er austur með Sandskeið.

* Yfirfara hvernig bæta má öryggi á horni Martraðar og Karlsrauðatorgs. Þar skarast löndun og akstur lyftara með fisk til fyrirtækja við umferð almennings, akandi og gangandi, ásamt aðgengi að aflgreiðslu Landflutninga.

Veitu- og hafnaráð - 13. fundur - 14.05.2014

Kynntar voru fyrstu tillögur arkitekts um breytingu á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar. Að mati ráðsins voru þær ekki fullnægjandi.
Ráðið samþykkir að farið verði í ítarlegri skoðun á þróun hafnarsvæðisins í samráði við hagsmunaaðila. Nauðsynlegt er að suðurhlutinn verði skoðaður í stærra samhengi.

Veitu- og hafnaráð - 19. fundur - 22.10.2014

Vinna við endurskoðun deiliskipulags Dalvíkurhafnar hefur verið í gangi, til upprifjunar fyrir nýtt veitu- og hafnaráð er staða skipulagsins reifað.
Ráðið samþykkir að Ágúst Hafsteinsson, arkitekt, mæti á næsta fund ráðsins.

Veitu- og hafnaráð - 20. fundur - 12.11.2014

Á fundinn var mættur Ágúst Hafsteinsson, arkitekt.
Ágúst kynnti þá vinnu sem fram hafði farið.

Veitu- og hafnaráð - 23. fundur - 28.01.2015

Undir þessum lið var mættur Ágúst Hafsteinsson, arkitekt. Hann kynnti nokkar hugmyndir að breytingu að deiliskipulaginu.
Lagðar fram til kynningar og skoðunar.

Veitu- og hafnaráð - 24. fundur - 11.02.2015

Kynnt var á fundinum ný tillaga frá arkitekt og sveitarstjóri sagði einnig frá fundi með fulltrúum Samherja og Promens.
Frekari umræðum frestað til næsta fundar.

Veitu- og hafnaráð - 26. fundur - 10.03.2015

Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kemur inn á fundinn kl. 08:05
Kynnt var á fundinum ný tillaga að fyrirkomulagi innan hafnar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að senda umrædd drög að deiliskipulagi til umsagnar umhverfisráðs.
Börkur vék af fundi kl. 09:05

Umhverfisráð - 261. fundur - 13.03.2015

Á 26. fundi veitu- og hafnarráðs voru til umræðu drög að deiliskipulagi Dalvíkurhafnar og var ákveðið að leita umsagnar umhverfiráðs.
Umhverfisráð saknar þess að ekki fylgi greinagerð með tillögu veitu- og hafnarráðs af deiliskipulagi Dalvíkurhafnar. Ráðið vill einnig benda á að skipulagsmál sveitarfélagsins heyra undir umhverfisráð og óskar ráðið eftir frekari samstarfi við veitu- og hafnarráð bæði vegna skipulagsvinnu og kostnaðar vegna hennar.



















Veitu- og hafnaráð - 29. fundur - 13.05.2015

Til umföllunar hefur verið vinna við deiliskipulag Dalvíkurhafnar og svæðinu umhverfis. Nú liggur fyrir tillaga sem byggist á þeirri umræðu sem verið hefur á fundum ráðsins um fjölgun viðlegukanta og flotbryggja. Í þessari tillögu er aðalbreytingin fólgin í eftirfarandi atriðum:

a. löndunarkanti við Martröð

b. aðstöðu fyrir hvalaskoðun við "Olíubryggju" og Ferjubryggju

c. frekari aðstöðu fyrir smábáta í krikanum fyrir smábáta

d. braut fyrir niðursetningu smábáta í krikanum

e. landfyllingu norðan við Norðurgarð.

f. flutning á annari verðbúðinni að Sandskeið

g. frekari bílastæðum við Sandskeið

h. einnig hefur byggingafulltrúi lagt til flutning á sjóvörn við Sandskeið um 70 -80m utar en hún er í dag

i. er ekki gert ráð fyrir aðstöðu fyrir hótelskipið Hanza
Ákeðið er að halda kynningarfund með hagsmunaaðilum miðvikudaginn 27. maí kl. 10:00 þar sem þessi drög að deiliskipulagi verða lögð fram.Sviðsstjóra falið að boða til fundarins.

Sviðsstjóra falið að gera aðilum sem sóttu um aðstöðu fyrir hótelskipið Hanza grein fyrir umræðum á fundinum og áformum þeim sem fram koma í framlögðum drögum að deiliskipulagi.

Veitu- og hafnaráð - 31. fundur - 27.05.2015

Boðaðir voru á fund ráðsins hagsmunaaðilar við Ránarbraut, Martröð, Hafnarbraut og Gunnarsbraut.

Formaður kynnti fyrir gestum þau drög að deiliskipulagi sem ráðið hefur verið að vinna með. Almennt vöru gestir ánægðir með deiliskipulagsdrögin, þó urðu töluverðar umræður um þann bílastæðisvanda sem er á svæðinu.
Veitu- og hafnaráð vísar drögum að deiliskipulagi Dalvíkurhafnar til umhverfisráðs.
Gestir yfirgáfu fund 11:30

Umhverfisráð - 264. fundur - 05.06.2015

Til kynningar nýtt deiliskipulag Dalvíkurhafnar
Erindinu frestað þar sem ekki liggur fyrir greinagerð með deiliskipulaginu.

Veitu- og hafnaráð - 33. fundur - 01.07.2015

Ágúst Hafsteinsson, arkitekt, kynnti fyrir ráðsmönnum fyrirliggjandi drög að greinargerð og deiliskipulagsuppdrætti. Nokkrar breytingar voru gerðar á fyrirliggjandi gögnum og mun arkitekt senda inn nýjar tillögur í samræmi við þær.
Afgreiðslu frestað.
Ágúst vék af fundi kl. 9:50.

Umhverfisráð - 265. fundur - 01.07.2015

Drög að deiliskipulagi Dalvíkurhafnar og greinagerð kynnt á sameiginlegum fundu umhverfisráðs og veitu-og hafnarráðs.

Á fundinn mætti Ágúst Hafsteinsson hönnuður.
Umhverfisráð fór á sameiginlegan fund með veitu-og hafnarráði 10:15 þar sem kynnt voru drög að deiliskipulagi Dalvíkurhafnar ásamt greinagerð.

Veitu- og hafnaráð - 34. fundur - 01.07.2015

Sameiginlegur fundur með Umhverfisráði og Veitu- og hafnarráði vegna deiliskipulagstillögu Dalvíkurhafnar. Farið var yfir deiliskipulagstillögu Ágústar Hafsteinssonar arkitekts dags. 01.07.2015 ásamt tilheyrandi greinargerð. Í yfirferð sinni tíundaði Ágúst m.a. eftirfarandi atriði sem breyst höfðu frá fyrri tillögu:

1. Ný landfylling norðan við ferjubryggju L1.

2. Ný landfylling L2 um 70 - 80 m austan við Sandskeið með nýjum sjóvarnargarði.

3. Götustæði Sandskeiðs hliðrað til austurs og aðliggjandi lóðir stækka sem því nemur.

4. Ný landfylling norðan við Norðurgarð, L3.

5. Ný landfylling austan við Sæbraut og Promens, L4.

6. Ný flotbryggja við "Olíubryggju" og ferjubryggju.

7. Ný viðlega fyrir smábáta í krikanum.

8. Götustæði syðst á Suðurgarði er hliðrað vegna nýrrar viðlegu.

9. Ný bílastæði á milli Sunnutúns og krikans.

10. Spennistöðvarlóð við Hafnarbraut 19B verði ekki færð að skólpdælustöð.

11. Ný lóð stofnuð við Sandskeið fyrir nyrðri verbúðina og fleiri byggingar.

12. Heimilt verði að flytja nyrðri verðbúðina á nýja lóð við Sandskeið.

13. Hugsanlegar breytingar á lóðum austan við Ránarbraut nr. 2 og 4.
1. Daginn fyrir fundinn hafði Freyr Antonsson hjá Arctic sea tours sem rekur hvalaskoðunar-fyrirtæki og hefur verið með aðstöðu á jarðhæð Hafnarbrautar 7 sent á fundarmenn tölvupóst. Í tölvupóstinum sagðist Freyr vera búinn að flytja aðstöðu sína yfir í Hafnarbraut 24 þar sem áður var N1 bensínstöðin. Freyr sagðist vera að láta hanna fyrir sig nýja aðstöðu fyrir hvalaskoðunarbáta hans í höfninni. Freyr óskaði jafnframt eftir að fá að fylgjast með gangi mála hvað varðar deiliskipulagsmál hafnarinnar og tengdra svæða. Freyr sagði að flestir gesta hans leggi nú bílum sínum við Hafnarbraut 24 og gangi svo niður að bátunum.



2. Varðandi tillögu um nýja flotbryggja við "Olíubryggju" og ferjubryggju þá gætu þær breytingar sem fram komu í tölvupósti Freys Antonssonar haft áhrif á þær fyrirætlanir um fyrrgreinda flotbryggju.



3. Í fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu er lagt til að á landfyllingu L4 sem er austan við Sæbraut og Prómenslóðina verði svæðið neðan við Prómenslóðina skilgreint undir iðnað, en á svæðinu suður úr verði hafnsækin starfsemi.



4. Lagt er til að lóð undir spennistöð við Hafnarbraut 19b verði óbreytt og ný lóð skv. tillögu frá árinu 2010 fyrir spennistöð við hlið skólpdælustöðvar verði felld út.



5. Lagt er til að færa rútustæði frá krikanum og yfir á lóð nr. 19 við Hafnarbraut við hliðina á spennistöðinni.



6. Rætt var um að mikilvægt sé að nýtt skipulag loki ekki á göngutengsl á milli hafnarsvæðis og miðbæjarins, auk þess þarf að sjá farþegum Grímseyjarferjunnar fyrir svæði nærri ferjubryggunni fyrir bílastæði. Af fyrrgreindum ástæðum var ákveðið að leggja til að notkunarskilgreiningu á lóð nr. 3 við Hafnarbraut verði breytt úr miðbæjar- og hafnsækinni starfsemi yfir í opið svæði með göngustíg uppá miðbæjarsvæðið.



7. Mikil umræða var um tillögu að flutningi á nyrðri verbúðinni á nýja lóð sunnan við Sunnutún. Færð vou í meginatriðum tvenn rök fyrir flutningi á nyrðri verbúðinni. Annars vegar þau að núverandi staðsetning verbúðarinnar þrengir mjög að aðliggjandi gatnamótunum, en um þessi gatnamót eru að fara mjög fyrirferðarmikil farartæki. Hins vegar má segja að með flutningi á nyrðri verbúðinni á nýja lóð sunnan við Sunnutún sé verið að endurvekja upphaflega starfsemi hússins þ.e.a.s. smábátaútgerð ásamt starfsemi henni tengdri s.s. ferðaþjónustu. Smábátabryggjur voru áður staðsettar austan við verbúðirnar og höfðu sjómenn þar aðstöðu. En nú er öll aðstaða fyrir smábáta og þjónusta við ferðamenn staðsett á svæði frá olíubryggjunni og suður í krika. Það má einnig færa fyrir því ákveðin rök að með flutningi á verbúðinni séu meiri líkur á að húsið verði tekið í gegn og fært í sem upprunalegastan búning. Loks lögðu fundarmenn ríka áherslu á að einungis sé verið að gefa leyfi fyrir flutningi á þessa einu lóð, en ekki heimild á niðurrif verbúðarinnar.



8. Sviðstjóra var falið að láta framkvæma úttekt á ástandi verbúðarinnar og hugsanlegum kostnaði við flutning hennar.



Varðandi næstu skref í deiliskipulagsvinnunni þá lagði Pétur Sigurðsson formaður veitu- og hafnarráðs til að Umhverfisráð muni í samstarfi við skipulagshönnuð leggjast yfir framkomnar tillögur frá þessum fundi ásamt tillögum að breytingum á lóðum, lóðarstærðum og ýmsu því tengdu á skipulagsuppdrætti. Pétur lagði til að þeirri vinnu yrði lokið seinni part septembermánaðar, þannig að hægt sé að taka tillöguna fyrir í byrjun október n.k.

Umhverfisráð - 270. fundur - 02.10.2015

Þorsteinn K Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafna kom á fundinn kl. 10:50
Til kynningar deiliskipulag ásamt greinargerð vegna deiliskipulags Dalvíkurhafnar.
Umhverfisráð hefur kynnt sér drögin og bendir á að lóðarmörk Ránarbrautar 4b að austan verði samsíða byggingarreit Ránarbrautar 2b. Ráðið óskar eftir að settur verði inn byggingarreitur á lóð fyrir bílastæði og þjónustu fyrir ferju. Ráðið gerir athugasemdir við mörk skipulagssvæðisins til austurs og leggur til að reitir 1.18, 1.19 og 1.20 verði felldir út ásamt lóð nr. 18 á reit 1.21.

Ráðið bendir einnig á að mörk hafnarsvæðisins vantar á uppdráttinn.



Þorsteinn K Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafna vék af fundi kl. 11:05

Veitu- og hafnaráð - 41. fundur - 04.11.2015

Veitu- og hafnarráð leggur áherslu á eftirfarandi atriði í deiliskipulagstillögu sem snúa að hafnasvæði Dalvíkurhafnar:

1.
Ný landfylling norðan við ferjubryggju L1.

2.
Ný landfylling L2 um 70 - 80 m austan við Sandskeið með nýjum sjóvarnargarði.

3.
Ný landfylling norðan við Norðurgarð, L3.

4.
Ný landfylling austan við Sæbraut og Gunnarsbrautar 12 , L4.

5.
Götustæði syðst á Suðurgarði hliðrað vegna nýrrar viðlegu.

6.
Ný viðlega fyrir smábáta í krikanum.

7.
Ný flotbryggja við "Olíubryggju" og ferjubryggju.

8.
Hafnarbraut 3 hugsuð sem göngutenging við miðbæ ásamt bílastæðum fyrir ferju og minni háttar þjónustuaðstöðu.

9.
Heimila flutning nyrðri verðbúðarinnar á nýja lóð við Sandskeið.

10.
Ný lóð stofnuð við Sandskeið fyrir nyrðri verbúðina og fleiri byggingar

11.
Drög að markmiðum í skipulagslýsingu deiliskipulagstillögu. Sjá viðhengi.

Veitu- og hafnarráð samþykkir drög að skipulagslýsingu umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar um skipulag hafnarsvæðis Dalvíkurhafnar.

Veitu- og hafnaráð - 43. fundur - 09.02.2016

Formaður kynnti fyrir gestum tilurð skipulagstillögunnar og útskýrði ýmsar þær tillögur sem skipulagið hefur uppá að bjóða fyrir hafnsækna starfsemi. Töluverðar umræður urðu um skipulagstillöguna.

Atvinnumála- og kynningarráð - 18. fundur - 06.04.2016

Bókað í trúnaðarmálabók.



Þorsteinn og Börkur Þór viku af fundi kl. 13:55.

Umhverfisráð - 275. fundur - 15.04.2016

Lögð fram drög að deiliskipulagi Dalvíkurhafnar og aðliggjandi svæða, uppdráttur og greinagerð ásamt umhverfisskýrslu.
Umhverfiráð leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á deiliskipulagstillögunni og greinagerðinni.



1. Fyrirhuguð lóð við Sæbraut og norðurgarð verði stækkuð.

2. Ákvæði um flutning á nyrðri verbúð verði felldur út.

3. Aksturleið norðan fyrirhugaðrar lóðar Samherja verði sett inn.

4. Lóð fyrir verbúð við suðurgarð verði felld út og sameinuð svæði (skipulagi frestað).

Veitu- og hafnaráð - 47. fundur - 27.04.2016

Nú um tíma hefur verið unnið að gerð deiliskipulags fyrir innri starfssemi Dalvíkurhafnar. Unnið hefur verið með ýmsar tillögur og er verkinu að ljúka með þessari tillögu sem tekur til flestra þeirra þátta sem veitu- og hafnaráð hefur unnið að.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða tillögu fyrir sitt leyti og vill þakka umhverfisráði samstarfið við gerð þess.

Umhverfisráð - 276. fundur - 29.04.2016

Lögð fram drög að deiliskipulagi Dalvíkurhafnar og aðliggjandi svæða ásamt umhverfisskýrslu.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að kynna íbúum sveitarfélagsins og hagsmunaaðilum drögin skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ráðið óskar eftir að á bls. 9 kafla 3.6.2 skipulagslýsing verði felld út heimild til að flytja verbúð.

Samþykkt með 4 atkvæðum, Helga Íris Ingólfsdóttir situr hjá.



Helga Íris óskar eftir að eftirfarandi verði bókað:



1. Skipulagsuppdráttur er í mkv. 1:10.000. Æskilegt væri að helstu framkvæmdarsvæði væru sýnd á nákvæmari uppdráttum svo allir skilmálar skili sér með skýrum hætti.



2. Mörkun skipulagssvæðisins tel ég að nái of langt til suðurs. Skipuleggja ætti byggð við Sandskeið með þeirri byggð sem þar er.



3. Ekki eru færð nægilega sterk rök fyrir landfyllingu norðan við ferjubryggju ( 1.3). Æskilegt væri að strandlínan fengi að halda sér, en að gert yrði ráð fyrir aðgengi almennings.



4. Gaman hefði verið að sjá hverfisvernd setta á verbúðirnar tvær sem eru eitt af helstu kennileitum Dalvíkur, bæði frá sjó og landi.

Sveitarstjórn - 280. fundur - 04.05.2016

Á 276. fundi umhverfisráðs þann 29. apríl 2016 var eftirfarandi bókað:

"Lögð fram drög að deiliskipulagi Dalvíkurhafnar og aðliggjandi svæða ásamt umhverfisskýrslu.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að kynna íbúum sveitarfélagsins og hagsmunaaðilum drögin skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ráðið óskar eftir að á bls. 9 kafla 3.6.2 skipulagslýsing verði felld út heimild til að flytja verbúð. Samþykkt með 4 atkvæðum, Helga Íris Ingólfsdóttir situr hjá. Helga Íris óskar eftir að eftirfarandi verði bókað: 1. Skipulagsuppdráttur er í mkv. 1:10.000. Æskilegt væri að helstu framkvæmdarsvæði væru sýnd á nákvæmari uppdráttum svo allir skilmálar skili sér með skýrum hætti. 2. Mörkun skipulagssvæðisins tel ég að nái of langt til suðurs. Skipuleggja ætti byggð við Sandskeið með þeirri byggð sem þar er. 3. Ekki eru færð nægilega sterk rök fyrir landfyllingu norðan við ferjubryggju ( 1.3). Æskilegt væri að strandlínan fengi að halda sér, en að gert yrði ráð fyrir aðgengi almennings. 4. Gaman hefði verið að sjá hverfisvernd setta á verbúðirnar tvær sem eru eitt af helstu kennileitum Dalvíkur, bæði frá sjó og landi."



Enginn tók til máls.



Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum eftirfarandi tillögu umhverfisráðs: Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að kynna íbúum sveitarfélagsins og hagsmunaaðilum drögin skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Umhverfisráð - 277. fundur - 13.05.2016

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Dalvíkurhafnar og aðliggjandi svæða ásamt umhverfisskýrslu og minnispunktum frá opnum íbúafundi sem haldin var 10.05.2016.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt með 4 atkvæðum,Helga Íris Ingólfsdóttir situr hjá.



Helga Íris óskar eftir að eftirfarandi verði bókað:



1. Skipulagsuppdráttur er í mkv. 1:10.000. Æskilegt væri að helstu framkvæmdarsvæði væru sýnd á nákvæmari uppdráttum svo allir skilmálar skili sér með skýrum hætti.



2. Mörkun skipulagssvæðisins tel ég að nái of langt til suðurs. Skipuleggja ætti byggð við Sandskeið með þeirri byggð sem þar er sunnan við.



3. Ekki eru færð nægilega sterk rök fyrir landfyllingu norðan við ferjubryggju ( 1.3). Æskilegt væri að strandlínan fengi að halda sér, en að gert yrði ráð fyrir aðgengi almennings.





Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 281. fundur - 17.05.2016

Á 277. fundi umhverfisráðs þann 13. maí 2016 var eftirfarandi bókað:

"Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Dalvíkurhafnar og aðliggjandi svæða ásamt umhverfisskýrslu og minnispunktum frá opnum íbúafundi sem haldin var 10.05.2016.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með 4 atkvæðum,Helga Íris Ingólfsdóttir situr hjá.



Helga Íris óskar eftir að eftirfarandi verði bókað: 1. Skipulagsuppdráttur er í mkv. 1:10.000. Æskilegt væri að helstu framkvæmdarsvæði væru sýnd á nákvæmari uppdráttum svo allir skilmálar skili sér með skýrum hætti. 2. Mörkun skipulagssvæðisins tel ég að nái of langt til suðurs. Skipuleggja ætti byggð við Sandskeið með þeirri byggð sem þar er sunnan við. 3. Ekki eru færð nægilega sterk rök fyrir landfyllingu norðan við ferjubryggju ( 1.3). Æskilegt væri að strandlínan fengi að halda sér, en að gert yrði ráð fyrir aðgengi almennings. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."



Enginn tók til máls.



Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að ofangreind tillaga að deiliskipulagi Dalvíkurhafnar og aðliggjandi svæða verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Veitu- og hafnaráð - 48. fundur - 18.05.2016

Deiliskipulag Dalvíkurhafnar og aðliggjandi svæða er komið í auglýsinga- og kynningaferil. Ráðsmenn kynntu sér fyrirliggjandi gögn og þá vinnu sem framundan er til þess að deiliskipulagstillagan verði staðfest. Einnig fór ráðið yfir þær fyrirspurnir sem fram komu á kynningarfundi um fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu.
Veitu- og hafnaráð lýsir yfir ánægju með að deiliskipulagstillagan sé komin í auglýsingu.

Umhverfisráð - 279. fundur - 15.07.2016

Tillaga að deiliskipulagi Dalvíkurhafnar og aðliggjandi svæða var auglýst í skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 2. júní 2016 með athugasemdafresti til 14. júlí 2016.

Ein athugasemd barst á auglýsingatíma.

1)
Skipulagsstofnun dags. 20. júní 2016.

a)
Óskað er eftir tímasetningu á byggingu á hreinsivirkis.

b)
Óskað er eftir að tilgreindir séu þeir aðilar sem vakta áhrif áætlunarinnar.

c)
Óskað er eftir að gerð sé grein fyrir áherslum í gæðamarkmiðum vegna neikvæðra áhrifa stórra bygginga.

d)
Óskað er eftir nýrri umsögn Minjastofnunar Íslands og að gerð verði grein fyrir hverfisvernd eða sérstakri varðveislu húsa.

e)
Mælt er með að skipulagssvæðið nái út fyrir höfnina.

f)
Bent er á að á skipulagsuppdrætti hafi skástrikun í landfyllingum fallið út.
Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda þegar breyting á aðalskipulagi vegna Dalvíkurhafnar hefur verið staðfest.

Svör við athugasemdum:

a)
Til stendur að árið 2017 verði hreinsibúnaði komið fyrir í núverandi mannvirki og mun fráveita Dalvíkur þá uppfylla 1. stigs hreinsun. Fært inn í umhverfisskýrslu.

b)
Lögbundnir aðilar s.s. Heilbrigðiseftirlit, Umhverfisstofnun og byggingaryfirvöld viðkomandi sveitarfélags munu vakta áhrif áætlunarinnar.

c)
Ítarlega er gerð grein fyrir gæðamarkmiðum í kafla 3.15 Almennar gæðakröfur í greinargerð með tillögunni.

d)
Umsögn Minjastofnunar Íslands barst Dalvíkurbyggð dags. 23. júní 2016. Húsakönnun hefur verið í vinnslu og er henni ekki lokið. Í deiliskipulagstillögunni er ekki hreyft við þeim húsum sem eru viðfangsefni húsakönnunar.

e)
Ekki er talin ástæða til þess að stækka deiliskipulagssvæðið þó svo að aðalskipulagsbreytingin nái út yfir stærra svæði.

f)
Skástrikun landfyllinga á uppdrætti hefur verið leiðrétt.



Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum

Helga Íris Ingólfsdóttir situr hjá.