Veitu- og hafnaráð

24. fundur 11. febrúar 2015 kl. 07:30 - 10:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Ársreikningur hafnasambandsins 2014

Málsnúmer 201502019Vakta málsnúmer

Með rafpósti sem dagsettur er 3. febrúar 2015 barst ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2014. Samkvæmt 5. mgr. 5. gr. laga Hafnasambands Íslands skal stjórn samþykkja ársreikninga eftir að þeir hafa verið kynntir aðildarhöfnunum.
Lagður fram til kynningar.

2.Áætlaður kostnaður við framkvæmdir og viðhald 2015-2020

Málsnúmer 201502026Vakta málsnúmer

Um þessar mundir stendur yfir vinna í Innanríkisráðuneytinu um samgönguáætlun og ljóst er að auka þarf fjármagn til hafnaframkvæmda töluvert á næstu árum. Til að geta fært rök fyrir því er nauðsynlegt að hafa upplýsingar um áætlaðan kostnað hafnasjóða við viðhald og nýframkvæmdir á næstu árum.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

3.Umsögn sambandsins - tillaga að landsskipulagsstefnu

Málsnúmer 201501159Vakta málsnúmer

Meðfylgjandi umsögn um tillögu að landsskipulagsstefnu hefur verið send í dag til Skipulagsstofnunar. Umsögnin verður jafnframt aðgengileg á heimasíðu Sambandsins.

Minnt er á að umsagnarfrestur er til 8. febrúar nk. og eru sveitarfélög og landshlutasamtök hvött til þess að koma ábendingum sínum á framfæri við Skipulagsstofnun.
Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerðir Hafnasambandsins 2015

Málsnúmer 201501125Vakta málsnúmer

Með rafpósti sem dagsettur er 23. janúar 2015 barst fundargerð 371. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.Umræddur fundur var haldinn 16. janúar sl.
Lögð fram til kynningar.

5.Deiliskipulag Dalvíkurhafnar, endurskoðun

Málsnúmer 201401168Vakta málsnúmer

Kynnt var á fundinum ný tillaga frá arkitekt og sveitarstjóri sagði einnig frá fundi með fulltrúum Samherja og Promens.
Frekari umræðum frestað til næsta fundar.

6.Hlutverk og starfsemi ungmennaráðs Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201412078Vakta málsnúmer

Ungmennaráð hefur áhuga á að koma á fund veitu- og hafnaráðs og kynna starfssemi þess.
Frestað til næsta hefðbundins fundar ráðsins.

7.Sameining og samvinna hafna

Málsnúmer 201501097Vakta málsnúmer

Eins og fram hefur komið í fyrri fundargerðum ráðsins hefur staðið að funda með Hafnasamlagi Norðurlands.
Hafnastjóra falið að taka saman punkta um þær umræður sem hafa verið um málið og senda til ráðsmanna.
Ákvörðun um fund frestað til næsta fundar ráðsins.

8.Lög um fráveitur 2015, kynning á breytingum

Málsnúmer 201502014Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélags sendi tilkynningu um að til stæði að breyta lögum um fráveitur. Meginmarkmið frumvarpsins er að skýra og treysta grundvöll álagningar fráveitugjalds sem fráveitur sveitarfélaga innheimta fyrir þá almannaþjónustu sem þær veita. Frumvarpinu er enn fremur ætlað að skýra og styrkja gjaldtökuheimildir, réttindi og skyldur fráveitna gagnvart viðskiptavinum þeirra.
Lagt fram til kynningar.

9.Gagnaveita Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201401123Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samningur um lagningu ljósleiðara um Dalvíkurbyggð frá árinu 2007 og drög að samningi um framhald verkefninsins.
Ákvörðun frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs