Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:27.
Á 267. fundi sveitarstjórnar þann 17. mars 2015 var samþykkt samhljóða sú tillaga að vísa tillögu veitu- og hafnaráðs frá 26. fundi ráðsins þann 10. mars 2015 um að ganga til samninga við Tengir hf. um lagningu ljósleiðara í Dalvíkurbyggð á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga til byggðarráðs.
Með fundarboði byggðarráðs fygldi einnig erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 25. mars 2015, þar sem eftirfarandi kemur fram:
"Gagnaveita Dalvíkurbyggðar, í fjárhagsáætlun yfirstandandi árs er gert ráð fyrir fjárheimildum vegna gagnaveitu á tveimur stöðum, annars vegar undir rekstri á bókhaldslykli 47-42-4320 er gert ráð fyrir kr. 6.500.000,- og hins vegar á fjárfestingalykli 48-19-11504 en þar er gert ráð fyrir kr. 4.000.000,-.
Óskað er eftir því að þessar fjárhæðir verði sameinaðar undir fjárfestingalykli 48-19-11503, en hann er án vsk."
Þorsteinn vék af fundi kl.13:54.