Málsnúmer 201404067Vakta málsnúmer
Á 19. fundi veitu og hafnarráðs þann 22. október síðastliðinn var eftirfarandi bókaði."Með vísan til 12. fundar veitu- og hafnaráðs,4. tl., en þar var lagður fram kynningarbæklingur um framangreint mál. Úlfar Eysteinsson,Magnús Garðarsson og Guðjón Steindórsson óskaðu eftir því að koma á fund ráðsins til þess að kynna verkefnið frekar.Veitu- og hafnaráð vísar erindinu til atvinnumála- og kynningarráðs og umhverfisráðs til skoðunar. Ráðið felur hafnastjóra að vinna málið áfram fram að næsta fundi."
Á 257. fundi umhverfisráðs var eftirfarandi fært til bókar. "Umhverfisráð hefur kynnt sér verkefnið."
"Atvinnumála- og kynningarráð hefur kynnt sér málið og leggur til að óskað verði eftir ítarlegi stofn- og viðskiptaáætlun þar sem fram kemur hvernig standa eigi að kostnaði við framkvæmdir á hafnarsvæðinu, fjármögnun og framtíðar rekstri verkefnisins.
Einnig leggur atvinnumála- og kynningarráð til að tekið verið saman hver áhrifin verði á hafnarsvæðið varðandi framkvæmdir og kostnað við uppbyggingu vegna starfseminnar."
Á 721. fundi byggðarráðs var eftirfarandi fært til bókar "Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir ofangreinda afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs."
Á 6. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi fært til bókar "Atvinnumála- og kynningaráð leggur til að haldinn verði fundur innanhúss með þeim starfmönnum sem þurfa að koma að málum. Þar verði gerð verkáætlun til að meta verkþætti og tímaramma verkefnisins."
12.01.2015 barst rafpóstur með fyrirspurnir um ýmis málefni varðandi hótelskipið frá Guðjóni Steindórssyni.
Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson yfirgaf fundinn kl. 10:00.