Tekið fyrir bréf frá innanríkisráðuneytinu, dagsett þann 1. desember 2014, þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur móttekið endurskoðaðar siðareglur kjörinna fulltrúa í Dalvíkurbyggðar. Fram kemur að ráðuneytið hefur staðfest áðurnefndar siðareglur, sbr. ákvæði 29. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ráðuneytið minnir á ákvæði 2. mgr. áður nefndrar greinar sveitarstjórnarlaganna þar sem kveðið er á um opinbera birtingu siðareglanna á vefsíðu sveitarfélagsins eða á anna sambærilegan hátt. Þá telur ráðuneytið rétt að í þeirri birtingu komi fram staðfesting ráðuneytins.
Reglurnar komi fyrir byggðarráð að nýju.