Byggðaráð

704. fundur 21. ágúst 2014 kl. 08:15 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Guðmundur St. Jónsson, boðaði forföll, sem og varamaður hans, Valdís Guðbrandsdóttir.

1.Frá Alþingi;100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, erindi frá afmælisnefnd.Til afgreiðslu.

Málsnúmer 201408020Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá framkvæmdastjóra afmælisnefndar vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna, dagsettur þann 12. ágúst 2014, þar sem fram kemur að sveitarfélög, stofnanir, skólar og söfn eru hvött til að minnast 100 ára kosningaréttar kvenna á næsta ári með sýningum, málþingum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum það ár. Afmælisnefndinni þætti vænt um að heyra af því hvað Dalvíkurbyggð áformar að gera og verður það kynnt á heimasíðu afmælisnefndarinnar sem verður opnuð í haust.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til fræðslu- og menningarsviðs til umfjöllunar í fræðsluráði og menningarráði og til félagsmálasviðs; félagsmálaráðs.
Byggðarráð hvetur stofnanir og fyrirtæki sveitarfélagsins til þátttöku.

2.Frá Jafnréttisstofu; Bréf um skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum.

Málsnúmer 201408024Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Jafnréttisstofu, dagsett þann 14. ágúst 2014, þar sem minnt er á skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er varðar sveitarstjórnir.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til félagsmálaráðs sem fer með jafnréttismál sveitarfélagsins samkvæmt erindisbréfi.

3.Frá Lögheimtunni / PACTA; Lögfræðiþjónusta fyrir Dalvíkurbyggð.Til afgreiðslu.

Málsnúmer 201408018Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Lögheimtunni ehf. / PACTA lögmönnum, bréf dagsett þann 11. ágúst 2014, þar sem fram kemur að PACTA lögmenn hafa áhuga á því að bjóða Dalvíkurbyggð lögmannsþjónustu.

Á 701. fundi byggðarráðs þann 26. júní 2014 var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að kanna mögulega samstarfsaðila um lögfræðiþjónustu fyrir Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar.

Málefni mögulegra samstarfsaðila um lögfræðiþjónustu fyrir Dalvíkurbyggð er enn til skoðunar hjá sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.

4.Frá Jóhanni Antonssyni; Ritun útgerðarsögu Dalvíkurbyggðar.Til afgreiðslu.

Málsnúmer 201408016Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Jóhanni Antonssyni, rafbréf dagsett þann 11. ágúst 2014, þar sem vísað er til áforma meirahluta sveitarstjórnar að rita útgerðasögu Dalvíkurbyggðar samkvæmt málefnasamningi meirihlutans.

Bréfritari lýsir yfir áhuga á því að taka ritun útgerðarsögu Dalvíkurbyggðar að sér og er tilbúinn til viðræðna við byggðarráð og/eða menningarráð um verkefnið, en samhljóða erindi hefur verið send menningarráði.
Byggðarráð þakkar Jóhanni Antonssyni fyrir erindið og að haft verði samband við bréfritara þegar verkefnið verður hafið.

5.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa; endurskoðun í upphafi kjörtímabils.Til afgreiðslu til sveitarstjórnar.

Málsnúmer 201408022Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu gildandi siðareglur kjörinna fulltrúa í Dalvíkurbyggðar. Samkvæmt 9. lið reglnanna skulu siðareglur þessar teknar til umræðu í bæjarstjórn í upphafi hvers kjörtímabils og endurskoðaðar ef þörf þykir.
Byggðarráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að uppfæra reglurnar þannig að bæjarfulltrúi verði sveitarstjórnarfulltrúi.
Reglurnar komi fyrir byggðarráð að nýju.

6.Frá fjármála-og stjórnsýslusviði, Skjalastefna Dalvíkurbyggðar og skjalaferlar. Drög að nýrri skjalastefnu.Til afgreiðslu.

Málsnúmer 201402053Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu drög að nýrri skjalastefnu fyrir Dalvíkurbyggð sem sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og ritari / skjalastjóri hafa unnið að. Drögin hafa verið send til umsagnar forstöðumanns Héraðsskjalasafns Svarfdæla í Dalvíkurbyggð og búið er að taka tillit til ábendingar forstöðumannsins. Einnig voru drögin send til umsagnar framkvæmdarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum stefnuna eins og hún liggur fyrir.

7.Frá fjármála- og stjórnsýslusvið; Fjárhagsáætlun 2015-2018; forsendur - drög.Til afgreiðslu.

Málsnúmer 201406137Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu drög að forsendum Dalvíkurbyggðar vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum forsendur með fjárhagsáætlun eins og þær liggja fyrir með þeirri breytingu að framlag á hvern félagsmann í Starfsmannafélagi Dalvíkurbyggðar verði kr. 3.500 í stað kr. 3.000.

8.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Stöðumat starfs- og fjárhagsáætlunar janúar - júní 2014.

Málsnúmer 201407037Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs lagði fram og kynnti stöðumat stjórnenda Dalvíkurbyggðar fyrir janúar - júní 2014 hvað varðar starfs- og fjárhagsáætlun.

Almennt er staðan metin í lagi. Heilt yfir þarf að taka laun og launatengd gjöld til endurskoðunar með gerð viðauka vegna nýrra kjarasamninga.

Lagt fram til kynningar.

9.Frá Eyþingi; Fundagerðir Eyþings 2014; 256. fundur.

Málsnúmer 201408019Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 256. fundi stjórnar Eyþings frá 17. júlí 2014.
Lagt fram til kynningar.

10.Umhverfisráð - 253

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs