Málsnúmer 201412063Vakta málsnúmer
Félagsmálastjóri lagði fram frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga, frá því í desember 2014 og var hægt að skila inn ályktunum til 11.desember sl. þar sem fram kemur að við endurmat fasteignamats í vor var ný aðferðarfræði notuð við útreikning fasteignamats á hluta C-eigna. Um er að ræða verslunar-skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði.
Í einhverjum tilfellum breytist matið töluvert. Að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök atvinnurekanda var ákveðið að innleiða þetta mat í áföngum, sem stofn til álagningar fasteignaskatts. Stofninn verður hlutfall af mati fyrra árs og álagningarárs næstu tvö árin.