Veitu- og hafnaráð

23. fundur 28. janúar 2015 kl. 07:30 - 10:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir Varamaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Óskar Óskarsson boðaði forföll inn kom í hans stað Silja Pálsdóttir. Anna Guðný Karlsdóttir boðaði ekki forföll.
Kl. 8:00 mætti Ágúst Hafsteinsson, arkitekt. Ágúst yfirgaf fund kl. 9:00.
Gunnþór yfirgaf fundinn kl. 9:00.
Kl. 9:00 mætti Gunnar Björn þórhallsson til fundar ráðsins. Hann yfirgaf fund k

1.Hótelskip, Hanza

Málsnúmer 201404067Vakta málsnúmer

Með bréfi,sem dagsett er 18. janúar 2015,sækir Úlfar Eysteinsson um fast viðlegupláss fyrir hótelskipið Hanza í Dalvíkurhöfn. Þessi umsókn er send inn f.h. óstofnaðs hlutafélags.
Samhliða umsókninni er óskað eftirfarandi upplýsinga um verkefnið:
1. Hvað myndi kosta viðlegukostnaður á ársgrundvelli? Mætti hugsa sem fasteignagjaldaviðmiðun.
2. Er tryggt að skipið fengi allar tengingar um borð frá hafnarkanti, þ.e. rafmagn, vatn og fjarskiptasamband, 4 til 5 bílastæði við skipið, en síðan venjulegan aðgang að opinberum bílastæðum við höfnina?
3. Skólp. Hvernig yrði farið með það? Yrði það rotþró sem Dalvíkurbyggð sæi um að tæma reglulega?
4. Hver yrði stofnkostnaður félagsins vegna þessarar viðlegu í höfninni?
Þetta bréf undirritaði Steinberg Finnbogason.
Sviðsstjóra falið að svara ofangreindum fyrirspurnum samkvæmt umræðum á fundinum.

2.Deiliskipulag Dalvíkurhafnar, endurskoðun

Málsnúmer 201401168Vakta málsnúmer

Undir þessum lið var mættur Ágúst Hafsteinsson, arkitekt. Hann kynnti nokkar hugmyndir að breytingu að deiliskipulaginu.
Lagðar fram til kynningar og skoðunar.

3.Gagnaveita Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201401123Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom Gunnar Björn Þórhallsson frá Tengi ehf. Hann kynnti frumhönnun gagnaveitu fyrir dreifbýli í Dalvíkurbyggð.
Upplýsinga eru aðgengilegar undir málinu. Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir Varamaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs