Málsnúmer 201502071Vakta málsnúmer
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um stjórn vatnamála (gjaldtaka fyrir vatnsþjónustu, EES-reglur), 511. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis:
http://www.althingi.is/altext/144/s/0888.htmlSamband íslenskar sveitafélaga skilaði umsögn um frumvarpið og eru hér lokaorð þess.
"Eins og hér hefur verið rakið allítarlega er það eindregin afstaða Sambands íslenskra sveitarfélaga að ekki verði unað við þá skattlagningu á almannaþjónustu sem hér er lögð til heldur beri að fjármagna stjórnsýsluverkefni vegna innleiðingar vatnatilskipunarinnar með framlögum á
fjárlögum. Allt frá því að fyrst var byrjað að huga að innleiðingu vatnatilskipunarinnar hefur sambandið lagst gegn auknum álögum á sveitarfélög vegna þeirrar auknu stjórnsýslu sem af henni hlýst.
Sambandið væntir þess að við umfjöllun um málið á Alþingi verði sérstaklega kallað eftir afstöðu ríkisins til þess hvort ekki sé skynsamlegra að auka stuðning við sveitarfélög sem ekki hafa lokið nauðsynlegum
fráveituframkvæmdum og þau áform um skattlagningu á almenningsveitur sem hér eru til umsagnar verði jafnframt lögð á hilluna til frambúðar.
Sambandið leggst eindregið gegn samþykkt frumvarpsins."
Veitu- og hafnaráð samþykkir að viðverutími hafnastarfsmanna verði lengdur á meðan strandveiðatími er þ.e. frá 17:00 til 19:00.