Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, Þorsteinn K. Björnsson, kom inn á fund byggðaráðs undir þessum lið kl. 08:51.
Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 2. júní 2015, þar sem fram kemur að sótt er um kr. 5.000.000 í viðauka við fjárhagsáætlun 2015 vegna dýpkunar í Dalvíkurhöfn og breytingu á framkvæmdaáætlun 2015 þar sem frágangur á göngustígum samkvæmt deiliskipulag við Dalvíkurhöfn að fjárhæð kr. 2.500.000 verði fært undir liðinn dýpkun Dalvíkurhafnar, sbr. 30. fundur veitu- og hafnaráðs frá 27. maí 2015. Alls er því óskað eftir kr. 7.500.000 í þetta verkefni en einnig er upplýst að siglingasvið Vegagerðarinnar hefur veitt kt. 2.000.000 í verkefnið þannig að stefnt er að framkvæmdakostnaður verði kr. 9.500.000.
Til umræðu ofangreint.
Þorsteinn vék af fundi kl.08:59.
Hafnastjóra og sviðsstjóra falið að ganga frá umsókn um viðhaldsdýpkun til siglingasviðs Vegagerðar ríkisins.