Dalvíkurhöfn, dýpkun 2015.

Málsnúmer 201504148

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 28. fundur - 29.04.2015

Í mörg ár hefur staðið til að fara í viðhaldsdýpkun í Dalvíkurhöfn. Á árinu 2012 voru útbúin útboðsgögn vegna þeirrar framkvæmdar.
Stefnt hefur verið að viðhaldsdýpkun í nokkur ár, en í tengslun við gerð nýs hafnarkants var gert ráð fyrir að dýpkun yrði einn verkliður þeirrar framkvæmdar. Vegna tafa á framangreindri framkvæmd hefur þessi verkliður tafist og er orðið brýnt að ráðast í hann sem fyrst.

Hafnastjóra og sviðsstjóra falið að ganga frá umsókn um viðhaldsdýpkun til siglingasviðs Vegagerðar ríkisins.

Veitu- og hafnaráð - 30. fundur - 27.05.2015

Sviðsstjóri sendi gögn til tveggja aðila til að fá verðhugmyndir í dýpkunarframkvæmir í Dalvíkurhöfn og gerði ráðsmönnum grein fyrir niðurstöðum.

Rétt þykir einnig að það komi fram að skipstjóri ferjunar Sævars, en hún sér um flutinga til Árskógssands og Hríseyjar, vakti athygli á því að hann hefur orðið var við grynningar í innsiglingunni að Árskógssandi.
Sviðsstjóra falið að ræða við Hagtak hf um framkvæmd verksins og tala við Sigurð Áss Grétarsson hjá siglingarsviði Vegagerðarinnar vegna dýpkun hafna almennt í Dalvíkurbyggð.

Sviðsstjóra falið að sækja um til byggðarráðs kr. 5.000.000,- viðauka vegna dýpkunar í Dalvíkurhöfn og breytingu á framkvæmdaáætlun 2015 þar sem frágangur á göngustígum samkvæmt deiliskipulagi við Dalvíkurhöfn að fjárhæð kr. 2.500.000,- verði fært undir liðinn dýpkun Dalvíkurhafnar.

Byggðaráð - 737. fundur - 11.06.2015

Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, Þorsteinn K. Björnsson, kom inn á fund byggðaráðs undir þessum lið kl. 08:51.



Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 2. júní 2015, þar sem fram kemur að sótt er um kr. 5.000.000 í viðauka við fjárhagsáætlun 2015 vegna dýpkunar í Dalvíkurhöfn og breytingu á framkvæmdaáætlun 2015 þar sem frágangur á göngustígum samkvæmt deiliskipulag við Dalvíkurhöfn að fjárhæð kr. 2.500.000 verði fært undir liðinn dýpkun Dalvíkurhafnar, sbr. 30. fundur veitu- og hafnaráðs frá 27. maí 2015. Alls er því óskað eftir kr. 7.500.000 í þetta verkefni en einnig er upplýst að siglingasvið Vegagerðarinnar hefur veitt kt. 2.000.000 í verkefnið þannig að stefnt er að framkvæmdakostnaður verði kr. 9.500.000.



Til umræðu ofangreint.



Þorsteinn vék af fundi kl.08:59.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2015 að upphæð kr. 5.000.000, vísað á málaflokk 42 og á móti til lækkunar á handbæru fé.

Byggðaráð - 746. fundur - 17.09.2015

Undir þessum lið kom á fundinn Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs kl. 15:03.



Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, bréf dagsett þann 15. september 2015, þar sem fram kemur að unnið er að dýpkun fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar. Umfang þess hefur orðið meira en ráð var fyrir gert og því óskað eftir aukafjárveitingu til verkefnsins. Óskað er eftir kr. 10.000.000 til viðbótar í verkefnið. Við yfirferð veitu- og hafnaráðs á framkvæmdum yfirstandandi árs ákvað það að óska eftir því við byggðaráð að flytja kr. 5.000.000 af lykli 4610 Viðhald fasteigna og leiguhúsnæðis. Einnig að áætlaðar tekjur verði hækkaðar um kr. 20.000.000 þar sem í stefnir að tekjur ársins verði um kr. 106.000.000 og því um 20 m.kr. hærri en áætlað var. Óskað er eftir að kr. 5.000.000 af þeirri tekjuaukningu verði nýttar í dýpkunina.



Til umræðu ofangreint.



Þorsteinn vék af fundi kl. 15:27.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi um beiðni um viðauka vegna dýpkunar í Dalvíkurhöfn. Samkvæmt 63. gr. sveitarstjórnarlaga, 2. mgr., þá er óheimilt að samþykkja viðauka vegna kostnaðar sem þegar er fallinn til en þar segir m.a.:“Óheimilt er að víkja frá fjárhagsáætlun skv. 1. mgr. nema sveitarstjórn hafi áður samþykkt viðauka við áætlunina. Á þetta við um hvers kyns ákvarðanir, samninga eða aðrar fjárhagslegar ráðstafanir sem hafa í för með sér breytingar á tekjum, útgjöldum, skuldbindingum eða tilfærslur milli liða í fjárhagsáætlun í þegar samþykktri áætlun“



Dýpkun hafnarinnar var ekki á samþykktri starfs- og fjárhagsáætlun 2015 en á 737. fundi byggðaráðs þann 11. júní 2015 var samþykkt beiðni frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs um viðauka við fjárhagsáætlun vegna þessa verkefnis að upphæð kr. 7.500.000.

Byggðaráð gerir sér því grein fyrir mikilvægi þessa verkefnis sem og mikilvægi þess að klára nauðsynlega dýpkun hafnarinnar þar sem tækin eru á staðnum og dýrt er að flytja þau.



Í ofangreindu erindi, dagsettu þann 15. september 2015, kemur fram tillaga um að flytja kr. 5.000.000 af lið 4610, þar sem ekki á að mála verbúðir eins og til stóð, og að tekjur Hafnasjóðs verði kr. 20.000.000 hærri í árslok en áætlað var. Byggðaráð óskar eftir að fá nýtt erindi vegna þessa.

Veitu- og hafnaráð - 39. fundur - 23.09.2015

Á 746. fundi byggðarráðs var hafnað erindi þar sem óskað var eftir viðauka vegna dýpkun Dalvíkurhafnar. Í bókun byggðarráðs kemur fram að óheimilt sé að óska eftir viðauka sé kostnaðurinn þegar til fallinn og er vísað til 63. gr. sveitarstjórnarlaga 2. mgr.

Ennfremur óskar byggðaráð eftir að fá nýtt erindi vegna þessa.
Sviðstjóra er falið að svara erindinu í samæmi við umræður á fundinum.