Veitu- og hafnaráð

30. fundur 27. maí 2015 kl. 07:30 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Malbik milli Hafnargötu 2 og 4, Hauganesi.

Málsnúmer 201504130Vakta málsnúmer

Á 733. fundi byggðarráðs þann 30. apríl 2015 var ósk um viðauka vegna malbikunarframkvæmda á Hauganesi vísa til umfjöllunar í umhverfisráði.

Umhverfisráð bendir á að umrætt svæði er skilgreint sem hafnarsvæði í Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og falla því framkvæmdir á þessu svæði undir veitu- og hafnaráð.

Umsókninni er því vísað til veitu- og hafnaráðs.



Á aðal- og deiliskipulagsuppdráttum eru hafnasvæði skilgreind með sérstökum lit og er það gert samkvæmt skipulagsreglugerð í grein 4.8.1 Skilgreining hafnasvæða segir: "Á hafnarsvæðum tengist landnotkun fyrst og fremst hafnsækinni starfsemi, s.s. útgerð, fiskvinnslu og starfsemi tengdri sjóflutningum og skipasmíði eða viðgerðum." Hér er því um að ræða svipaða skilgreiningu eins og almennt er gert á skipulagsuppdráttum en hefur ekki með framkvæmdir á skipulagssvæðinu að gera.

Veitu- og hafnaráð vísa framangreindu erindi aftur til umhverfisráðs til efnislegrar meðferðar.

2.Tímarammi vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2016-2019

Málsnúmer 201505076Vakta málsnúmer

Meðfylgjandi tímarammi samþykktur í byggðaráði 21. maí sl. vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2016-2019 og var sviðsstjórum falið að kynna hann fyrir fagráðum.
Lagður fram til kynningar.

3.Lækkun gjalds fyrir móttöku á úrgangi frá skipum samkvæmt 2. gr. reglugerðar nr. 1201/2014

Málsnúmer 201504124Vakta málsnúmer

Eftirfarandi póstur er áframsendur á allar aðildarhafnir Hafnasambands Íslands að beiðni Umhverfisstofnunar.



Í honum koma fram neðangreindar upplýsingar. Hvenær er réttmætt að lækka gjald fyrir móttöku á úrgangi frá skipum samkvæmt 2. gr. reglugerðar nr. 1201/2014 um gjaldtöku í höfnum vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar og förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum?



Samkvæmt 2. gr. reglugerðar nr. 1201/2014 um gjaldtöku í höfnum vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar og förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum má lækka gjald samkvæmt 1. gr. reglugerðarinnar ef umhverfisstjórnun, hönnun, búnaður og starfræksla skips er með þeim hætti að skipstjóri geti sýnt fram á að minni úrgangur verði til um borð.

Lagt fram til kynningar.

4.Hótelskipið Hanza, umsókn um fast viðlegupláss í Dalvíkurhöfn.

Málsnúmer 201404067Vakta málsnúmer

Eins og fylgiskjöl með málinu sýna þá hefur umsækjandi ekki orðið við þeim óskum veitu- og hafnaráðs að afhenda nauðsynleg gögn þannig að hægt væri að taka umsóknina til efnislegrar afgreiðslu.
Veitu- og hafnaráð frestar afgreiðslu á erindinu þangað til að frekari umbeðin gögn hafa borist.

5.Dalvíkurhöfn, dýpkun 2015.

Málsnúmer 201504148Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri sendi gögn til tveggja aðila til að fá verðhugmyndir í dýpkunarframkvæmir í Dalvíkurhöfn og gerði ráðsmönnum grein fyrir niðurstöðum.

Rétt þykir einnig að það komi fram að skipstjóri ferjunar Sævars, en hún sér um flutinga til Árskógssands og Hríseyjar, vakti athygli á því að hann hefur orðið var við grynningar í innsiglingunni að Árskógssandi.
Sviðsstjóra falið að ræða við Hagtak hf um framkvæmd verksins og tala við Sigurð Áss Grétarsson hjá siglingarsviði Vegagerðarinnar vegna dýpkun hafna almennt í Dalvíkurbyggð.

Sviðsstjóra falið að sækja um til byggðarráðs kr. 5.000.000,- viðauka vegna dýpkunar í Dalvíkurhöfn og breytingu á framkvæmdaáætlun 2015 þar sem frágangur á göngustígum samkvæmt deiliskipulagi við Dalvíkurhöfn að fjárhæð kr. 2.500.000,- verði fært undir liðinn dýpkun Dalvíkurhafnar.

6.Hafnasamlag Norðurlands, samráðsfundur.

Málsnúmer 201403115Vakta málsnúmer

Formaður ráðsins gerði grein fyrir starfi nefndar um samráð/sameiningu hafna í Eyjafirði.
Formaður gerði grein fyrir fundinum.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs