Undir þessum lið kom Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, á fundinn kl. 14:00.
Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 28. apríl 2015, þar sem vísað er í rafpóst frá Elvari Reykjalín frá 9. apríl 2015 fyrir hönd Ektafisks ehf., Níelsar Jónssonar og Kussungs ehf þar sem óskað er eftir að malbikað verði sund milli fiskhúsa Níelsar Jónssonar ehf. og Kussungs ehf. vegna starfsemi og fyrirhugaðar starfsemi þessara fyrirtækja
Fram kemur að sviðsstjóri fór á staðinn ásamt sveitarstjóra og eftir skoðun á lóðarmörkum kemur fram að sundið milli þessara húsa er utan lóðarmarka þessara fyrirtækja. Um er að ræða 200 m2 malbikun ásamt jöfnun á undirlagi. Áætlaður kostnaður við verkið er kr. 2.000.000 með vsk og sótt er um viðauka sem því nemur.
Til umræðu ofangreint.
Börkur Þór vék af fundi kl. 14:21.