Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Malbik milli Hafnargötu 2 og 4, Hauganesi; beiðni um viðauka

Málsnúmer 201504130

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 733. fundur - 30.04.2015

Undir þessum lið kom Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, á fundinn kl. 14:00.



Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 28. apríl 2015, þar sem vísað er í rafpóst frá Elvari Reykjalín frá 9. apríl 2015 fyrir hönd Ektafisks ehf., Níelsar Jónssonar og Kussungs ehf þar sem óskað er eftir að malbikað verði sund milli fiskhúsa Níelsar Jónssonar ehf. og Kussungs ehf. vegna starfsemi og fyrirhugaðar starfsemi þessara fyrirtækja



Fram kemur að sviðsstjóri fór á staðinn ásamt sveitarstjóra og eftir skoðun á lóðarmörkum kemur fram að sundið milli þessara húsa er utan lóðarmarka þessara fyrirtækja. Um er að ræða 200 m2 malbikun ásamt jöfnun á undirlagi. Áætlaður kostnaður við verkið er kr. 2.000.000 með vsk og sótt er um viðauka sem því nemur.



Til umræðu ofangreint.



Börkur Þór vék af fundi kl. 14:21.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs.

Umhverfisráð - 263. fundur - 08.05.2015

Á 733. fundi byggðarráðs þann 30. apríl 2015 var ósk um viðauka vegna malbikunarframkvæmda á Hauganesi vísa til umfjöllunar í umhverfisráði.
Umhverfisráð bendir á að umrætt svæði er skilgreint sem hafnarsvæði í Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og falla því framkvæmdir á þessu svæði undir veitu- og hafnaráð.

Umsókninni er því vísað til veitu- og hafnaráðs.

Veitu- og hafnaráð - 30. fundur - 27.05.2015

Á 733. fundi byggðarráðs þann 30. apríl 2015 var ósk um viðauka vegna malbikunarframkvæmda á Hauganesi vísa til umfjöllunar í umhverfisráði.

Umhverfisráð bendir á að umrætt svæði er skilgreint sem hafnarsvæði í Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og falla því framkvæmdir á þessu svæði undir veitu- og hafnaráð.

Umsókninni er því vísað til veitu- og hafnaráðs.



Á aðal- og deiliskipulagsuppdráttum eru hafnasvæði skilgreind með sérstökum lit og er það gert samkvæmt skipulagsreglugerð í grein 4.8.1 Skilgreining hafnasvæða segir: "Á hafnarsvæðum tengist landnotkun fyrst og fremst hafnsækinni starfsemi, s.s. útgerð, fiskvinnslu og starfsemi tengdri sjóflutningum og skipasmíði eða viðgerðum." Hér er því um að ræða svipaða skilgreiningu eins og almennt er gert á skipulagsuppdráttum en hefur ekki með framkvæmdir á skipulagssvæðinu að gera.

Veitu- og hafnaráð vísa framangreindu erindi aftur til umhverfisráðs til efnislegrar meðferðar.

Umhverfisráð - 264. fundur - 05.06.2015

Á 733. fundi veitu- og hafnarráðs Dalvíkurbyggðar var ósk um malbik milli Hafnargötu 2 og 4 á Hauganesi vísað aftur til umhverfisráðs.
Umhverfisráð getur ekki fallist á umbeðna framkvæmt þar sem frestur til innsendra ábendinga er liðinn. Framkvæmdaáætlun fyrir árið 2015 liggur fyrir og ekki er svigrúm innan hennar til þessarar framkvæmdar. Umsækjanda er bent á að senda inn erindi fyrir fjárhagsáætlun 2016.