Byggðaráð

733. fundur 30. apríl 2015 kl. 13:00 - 14:31 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson Varamaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson boðaði forföll og varamaður hans, Valdemar Þór Viðarsson, mætti á fundinn í hans stað.
Kristján Guðmundsson boðaði forföll og varamaður hans, Heiða Hilmarsdóttir, mætti á fundinn í hans stað.
Guðmundur St. Jónsson boðaði forföll og varamaður hans, Valdís Guðbrandsóttir, mætti á fundinn í hans stað.

1.Frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs; Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð - beiðni um viðauka.

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00.



Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 27. apríl 2015, þar sem fram kemur að í fjárhagsáætlun yfirstandandi árs er undir rekstri á bókhaldslykli 47-41-4320 gert ráð fyrir kr. 3.000.000 vegna smávirkjana í Dalvíkurbyggð. Frumskýrsla um smávirkanir í Dalvíkurbyggð hefur verið afhent og í framhaldi greiddur reikningur að upphæð kr. 1.000.000 en gert var ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2014. Í fjárhagsáætlun 2015 var því ekki gert ráð fyrir þessum kostnaði og því er óskað eftir því að fá viðauka sem nemur kr. 1.000.000.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum beiðni um ofangreindan viðauka að upphæð kr. 1.000.000 þannig að kr. 1.000.000 verði færðar af lið 43-21-4975 og á lið 47-41-4320, Valdís Guðbrandsdóttir situr hjá vegna skorts á upplýsingum.

2.Frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs; Félagslegar íbúðir, ljósleiðaratenging.

Málsnúmer 201504109Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Þorsteini K. Björnssyni, sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, bréf dagsett þann 27. apríl 2015, þar sem fram kemur að eins og byggðaráði er kunnugt um er verið að leggja ljósleiðara um Árskógsströnd. Þar eru 11 íbúðir sem eru í eigu Dalvíkurbyggðar og því eðlilegt að Félagslegar íbúðir kosti tengingu þeirra við umræddan ljósleiðra.



Kostnaðurinn við hverja tengingu er kr. 100.000 á íbúð og því er heildarkostnaðurinn vegna þessa verkefnis kr. 1.100.000. Við gerð viðhaldsáætlunar vegna viðhalds íbúða Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2015 var ekki gert ráð fyrir kostnaði sem þessum, en ljóst má vera að framkvæmd sem þessi mun bæði auka verðmæti eignanna og sölumöguleika þeirra, eins og segir í bréfinu.



Þorsteinn vék af fundi kl. 13:40.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2015 að upphæð kr. 1.100.000 á deild 57-40 og á móti er liður 43-21-4975 lækkaður um kr. 1.100.000.



3.Málefni er varðar sölu og leigu á Félagslegum íbúðum: drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp.

Málsnúmer 201504045Vakta málsnúmer

Á 268. fundi sveitarstjórnar þann 21. apríl 2015 var samþykkt tillaga byggðaráðs um vinnuhóp sem á að fjalla um málefni er tengjast sölu og leigu á íbúðum í eigu sveitarfélagsins.



Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að erindisbréfi fyrir ofangreindan vinnuhóp.



Gert er ráð fyrir að vinnuhópurinn skili af sér í haust í tengslum við vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2016-2019.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum erindisbréfið eins og það liggur fyrir.

4.Frá Tækifæri hf; Aðalfundur Tækifæris hf. 2015.

Málsnúmer 201504084Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Tækifæri hf, dagsett þann 15. apríl 2015, þar sem boðað er til aðalfundar Tækifæris hf. þriðjudaginn 5. maí n.k. á Akureyri kl. 14:00.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri sæki fundinn og fari með umboð Dalvíkurbyggðar á fundinum.

5.Frá Símey; Ársfundur Símeyjar 2015.

Málsnúmer 201504100Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Símey, dagsett þann 9. apríl 2015, þar sem boðað er til ársfundar Símenntunarstöðvar Eyjafjarðar árið 2015 miðvikudaginn 13. maí n.k. kl. 15:00 á Akureyri.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri mæti á fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fari með umboð Dalvíkurbyggðar á fundinum.

6.Frá 51. fundi menningarráðs þann 22.4.2015; Framtíðarnýting á Ungó og Sigtúni - vinnuhópur.

Málsnúmer 201212038Vakta málsnúmer

Á 51. fundi menningarráðs þann 22. apríl 2015 var eftirfarandi bókað:

"3. 201212038 - Framtíðarnýting á Ungó og Sigtúni

Á síðasta fundi ráðsins fór menningarráð og skoðaði húsakynni í Ungó og Sigtúni.



Með fundaboði fylgdi bréf frá Kristínu Aðalheiði Símonardóttur, forsvarsmanni Bakkabræðrasetursins, þar sem hún óskar eftir heimild til framkvæmda m.a. til að auðvelda aðgengi að fyrirhugaðri sýningu um Bakkabræður.



Menningarráð leggur til að settur verði á stofn vinnuhópur með eftirfarandi verkefni:



1. Skoða hver nýtingin á húsnæðinu er, hvort önnur eða meiri starfsemi verði í húsinu/húsunum. Skoðaður verði möguleikinn á að ná í meiri sértekjur og að rekstrarkostnaður sveitarfélagsins vegna hússins verði því minni.



2. Hvaða framkvæmdir eru nauðsynlegar til skamms tíma. Jafnframt verði gerð áætlun um hvaða viðhald er talið æskilegt til lengri tíma litið.



3. Nefndin taki afstöðu til annarra mála, s.s. slétt eða hallandi gólf í salnum, hvort sýningarvélarnar frá dögum bíósins eiga heima þarna, geri tillögu um nýtingu skúrs á baklóð og fleira því sem upp kann að koma þessu tengt.



4. Óskað verði eftir frekari hugmyndum frá almenningi og haft verði samráð við helstu hagsmunaðila.



Menningarráð óskar eftir að vinnuhópurinn skili skýrslu til sín eigi síðar en 1. september 2015 og hefji störf hið fyrsta.



Menningarráð leggur til að vinnuhópurinn verði skipaður eftirfarandi aðilum:



Fulltrúa úr menningarráði

Fulltrúa skipaðan af byggðaráði

Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs

Atvinnu- og kynningarmálafulltrúa

Fulltrúa völdum af sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.



Menningarráð samþykkir að Valdemar Viðarsson, verði fulltrúi menningarráðs í hópnum og boði hann til fyrsta fundar vinnuhópsins og í framhaldinu skipti hópurinn með sér verkum. Menningarráð gerir ráð fyrir að 4-6 fundi þurfi til verkefsins en ekki var gert ráð fyrir kostnaði vegna hópinn við fjárhagsáætlanagerð. Reynt verður að láta kostnað vegna hans rúmast innan ramma sviðsins.



Menningarráð vísar erindi Kristínar til vinnuhópsins og mun menningarráð taka afstöðu til þess er niðurstaðan liggur fyrir. "



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fulltrúi byggðaráðs í hópnum verði Kristján E. Hjartarson.

7.19. júní 2015 - frí ?

Málsnúmer 201504125Vakta málsnúmer

Samkvæmt frétt af vef Morgunblaðsins þá hvetur ríkisstjórnin vinnuveitendur, jafnt á almennum markaði sem og hjá ríki og sveitarfélögum, til þess að veita starfsmönnum sínum frí 19. júní n.k. eins og kostur er svo þeir geti tekið þátt í skipulögðum hátíðarhöldum þann dag sem áformuð eru í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna.
Byggðaráð samþykkir að fresta ákvörðun um ofangreint og afla upplýsinga um hvað önnur fyrirtæki í sveitarfélaginu hyggjast gera.

8.Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Malbik milli Hafnargötu 2 og 4, Hauganesi; beiðni um viðauka

Málsnúmer 201504130Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, á fundinn kl. 14:00.



Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 28. apríl 2015, þar sem vísað er í rafpóst frá Elvari Reykjalín frá 9. apríl 2015 fyrir hönd Ektafisks ehf., Níelsar Jónssonar og Kussungs ehf þar sem óskað er eftir að malbikað verði sund milli fiskhúsa Níelsar Jónssonar ehf. og Kussungs ehf. vegna starfsemi og fyrirhugaðar starfsemi þessara fyrirtækja



Fram kemur að sviðsstjóri fór á staðinn ásamt sveitarstjóra og eftir skoðun á lóðarmörkum kemur fram að sundið milli þessara húsa er utan lóðarmarka þessara fyrirtækja. Um er að ræða 200 m2 malbikun ásamt jöfnun á undirlagi. Áætlaður kostnaður við verkið er kr. 2.000.000 með vsk og sótt er um viðauka sem því nemur.



Til umræðu ofangreint.



Börkur Þór vék af fundi kl. 14:21.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs.

Fundi slitið - kl. 14:31.

Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson Varamaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs