Á 997. fundi byggðaráðs þann 30. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 107. fundi veitu- og hafnaráðs þann 24. september sl. var eftirfarandi bókað: "Farið yfir stöðu á verkefninu Brimnesárvirkjun en rafrænn kynningarfundur var haldinn þann 31. ágúst, til upplýsinga fyrir íbúa. Staðan núna er sú að matskyldufyrirspurn er lokið, fornleifastofnun hefur skoðað fornminjar, rennslismælingar og úrvinnsla rennslisgagna er langt komin og einnig er GPS mælingum lokið að mestu. Næsta skref er að hefja jarðgrunnsathugun og leggja mat á aðstæður. Samhliða þessu er hugmyndin að senda rennslisgögn til Vatnaskila, sem munu stilla upp vatnafarslíkani af Brimnesá en með hliðsjón af því verður endanlegt mat lagt á virkjað rennsli. Það er Mannvit sem heldur utan um framgang verkefnisins skv. samningi við Dalvíkurbyggð. Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi við Mannvit um eftirfarandi verkþætti fyrir árin 2021 og 2022: Lokaáfanga við forathugun vegna Brimnesárvirkjunar Frumhönnun virkjunar Gerð deiliskipulags og aðstoð við leyfismál Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 28.09.2021, er varðar vangaveltur um rekstrarform smávirkjunar / rafveitu Dalvíkurbyggðar til framtíðar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi við Mannvit og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."