Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer
Í minnisblaði um áform um virkjun Brimnesá kemur eftirfarandi fram:
„Á þessu ári verður lokið við matsskyldufyrirspurn og er vænst niðurstöðu Skipulagsstofnunar um mánaðarmótin nóvember/desember. Þegar að það liggur fyrir er ljóst hvort að ráðast þurfi í mat á umhverfisáhrifum virkjunar eður ei. Gert er ráð fyrir að ekki þurfi að fara í fullt mat á umhverfisáhrifum og miðast eftirfarandi áætlanir við það.
Einnig verður frumhönnun virkjunar lokið á þessu ári og mun hún leiða í ljós hagkvæmni virkjunar en þegar að þetta er skrifað er ekki kominn tengikostnaður við dreifikerfi Rariks. Þó lítur út fyrir að um sé að ræða hagkvæman virkjunarkost og gæti virkjunin borgað sig upp á 17-20 árum (án tengikostnaðar).„
Í niðurstöðum minnisblaðsins kemur eftirfarandi fram:
„Hér er um að ræða hagkvæman virkjunarkost sem borgar sig upp á 17-20 árum sé einungis miðað við að orkan yrði seld á dreifikerfið og meðalorkugeta um 5.070 MWst/ári. Orkuþörf vegna reksturs Dalvíkurbyggðar er um 3.000 MWst/ári þannig að með virkjun í Brimnesá yrði Dalvíkurbyggð sjálfbær varðandi orkuöflun.
Ef leið A verður valin varðandi rennslismælingar má gera ráð fyrir að undirbúningskostnaður verði um 13,5 Mkr og 1,2 Mkr á árinu 2020 og að virkjun verði komin í rekstur í lok árs 2025.
Ef leið B verður valin varðandi rennslismælingar má gera ráð fyrir að undirbúningskostnaður verði um 14,4 Mkr og 5,1 Mkr á árinu 2020 og að virkjun verði komin í rekstur í lok árs 2023. Tíma- og kostnaðaráætlun eru gróflega áætlaðar og er kostnaðaráætlunin án VSK.“
Fram kemur í minnisblaðinu að framkvæmdakostnaður er um 232 milljónir án vsk.