Með bréfi frá Vegagerð ríkisins, sem dagsett er 2. apríl 2019, eru kynntar niðurstöður útboðsins "Dalvíkurhöfn - Austurgarður, þekja og lagnir. Bjóðendur voru:
Tréverk ehf kr. 116.213.990,- 101,2%
Köfunarþjónusta Sigurðar ehf og Bryggjuverk ehf.kr. 123.994.580,- 108,0%
Áætlaður verkkostnaður kr. 114.405.600,- 100,0%
Fram kom að tilboðin hafa yfirfarin og leiðrétt eftir því sem við á. Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og að bindandi samningur verði gerður að liðnum 10 dögum frá dagsetningu ofangreinds bréfs, með þeim fyrirvara að hann standist fjárhagsmat Vegagerðarinnar.