Veitu- og hafnaráð

90. fundur 06. nóvember 2019 kl. 08:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Dagur Óskarsson varamaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar. Endurskoðun

Málsnúmer 201910163Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindisbréf veitu- og hafnasviðs.
Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við erindisbréfið að undanskyldu því að lagt er til að 4. málsgrein 5. greinar erindisbréfsins falli út og nokkrar aðrar minniháttar breytingar á orðalagi.

2.Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 201906008Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti starfsáætlun veitu- og hafnasviðs fyrir árið 2020 og drög framkvæmdalista 2020 - 2023 fyrir Hafnasjóð, Vatnsveitu, Hitaveitu og Fráveitu.
Veitu- og hafnaráð samþykkir með fimm samhljóðs atkvæðum starfsáætlun veitu- og hafnasviðs fyrir árið 2020 og framkvæmdalista veitu - og hafnasviðs fyrir árin 2020 - 2023.

3.Gjaldskrá og reglur um útleigu verbúða 2020.

Málsnúmer 201909042Vakta málsnúmer

Á 87. fundi veitu- og hafnaráðs var eftirfarandi samþykkt:

„Fyrirliggja upplýsingar frá byggðarráði er varða forsendur fjárhagsáætlunar 2020, þar er m.a. vísað til kjarasamkomulags Sambands íslenskra Sveitarfélaga þess efnis að almennar gjaldskrárhækkanir fari ekki yfir 2,5% og sjálfvirkar vísitöluhækkanir gjaldskráa verði felldar brott úr þeim.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi bókun að gjaldskrá og reglur um útleigu verbúða hækki um 2,5%.“

Fyrir fundinum liggur framangreind gjaldskrá með áorðnum breytingum.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagða gjaldskrá.

4.Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar 2020

Málsnúmer 201909040Vakta málsnúmer

Á 87. fundi veitu- og hafnaráðs var eftirfarandi samþykkt:

„Fyrirliggja upplýsingar frá byggðarráði er varða forsendur fjárhagsáætlunar 2020, þar er m.a. vísað til kjarasamkomulags Sambands íslenskra sveitarfélaga þess efnis að almennar gjaldskráhækkanir fari ekki yfir 2,5% og sjálfvirkar vísitöluhækkanir gjaldskáa verði feldar brott úr þeim.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi bókun að gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar hækki um 2,5%.“
Launatengdir gjaldskrárliðir taka breytingu launavísitölu.
Fyrir fundinum liggur framangreind gjaldskrá með áorðnum breytingum.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagða gjaldskrá.

5.Fundargerðir Siglingaráðs

Málsnúmer 201905033Vakta málsnúmer

Frá Siglingaráði hafa borist eftirtaldar fundargerðir: 17. fundur Siglingaráðs frá 20. júní 2019 og 18. fundur Siglingaráðs frá 5. september 2019.
Lagðar fram til kynningar.

6.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2019

Málsnúmer 201901088Vakta málsnúmer

Fundargerð 415. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
Fimmtudaginn 26.09.2019, kl.17:00 kom stjórn Hafnasambands Íslands saman til fundar í Allsherjarbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík.


Fundargerð 416. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
Föstudaginn 18.10.2019,kl.13:30 kom stjórn Hafnasambands Íslands saman til fundar í Finnsbúð í Þorlákshöfn

Með fundargerðinni fylgdu til kynningar:
- Samantekt af 2. fundi samstarfsnefndar Fiskistofu og Hafnasambands Íslands.

Lagðar fram til kynningar.

7.Klappir, þjónustusamningur 2019

Málsnúmer 201910052Vakta málsnúmer

Á hafnafundi í Þorlákshöfn var umræddur þjónustusamningur kynntur, en markmið hans er, eins og segir í 2. tl. "að nota stafræna tækni til að auðvelda umsýslu, greiningu og miðlun umhverfisupplýsinga frá skipum á samræmdan hátt hjá höfnum á Íslandi"
Veitu- og hafnaráð samþykkir samljóða með fimm atkvæðum að bíða með að undirrita samninginn að svo stöddu.

8.Austurgarður, þekja og rafmagnsmál.

Málsnúmer 201903011Vakta málsnúmer

Á þessum fundi er tekin fyrir eftirtalin fundargerð:
Verkfundur nr. 8 sem var haldinn 13.09.2019 og var sú fundargerð staðfest 11.10.2019.
Lögð fram til kynningar.

9.Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar 2020

Málsnúmer 201909039Vakta málsnúmer

Á fundinum var kynnt breyting á gjaldská Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar sem eingöngu sneri að því að fella á brott sjálfvirkar hækkanir tekjutengdra gjaldskrárliða samkvæmt vísitölu.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagða gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar.

10.Gjaldskrá Fráveita Dalvíkurbyggðar 2020.

Málsnúmer 201909043Vakta málsnúmer

Á fundinum voru kynntar breytingar á gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar sem eingöngu sneri að því að fella á brott sjálfvirkar hækkanir tekjutengdra gjaldskrárliða samkvæmt vísitölu. Einnig var bætt í gjaldskránna grein þar sem hverning heimlagnagjaldi fráveitu er háttað, en það er hluti gatnagerðagjalda.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagða gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar.

11.Dalvíkurhöfn, Austurgarður vígsluhátíð

Málsnúmer 201911017Vakta málsnúmer

Framkvæmdum við gerð Austurgarðs er að ljúka að því tilefni þykir veitu- og hafnaráði upplagt að gefa íbúum sveitarfélagsins tækifæri til að kynna sér mannvirkið.
Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að undirbúa athöfnina í samvinnu við Samherja hf.

Fundi slitið.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Dagur Óskarsson varamaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs