Málsnúmer 201905162Vakta málsnúmer
Þann 31. október 2019 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í auglýstri tillögu var lagt til að eftirtaldar breytingar yrðu gerðar á gildandi deiliskipulagi: 1. Parhúsalóð nr. 9a og 9b við Hringtún er breytt í lóð fyrir þriggja íbúða raðhús. 2. Einbýlishúsalóðunum nr. 17 og 19 við Hringtún er breytt í lóðir fyrir parhús með óbreyttu byggingarmagni. 3. Ný parhúsalóð nr. 20 og 22 við Hringtún. 4. Afmarkaður er byggingarreitur utanum garðhús við Hringtún 30. 5. Einbýlishúsalóðirnar við Hringtún 42 og 44 eru sameinaðar og breytt í eina raðhúsalóð. Hús á lóðinni skal vera á einni hæð. 6. Einbýlishúsalóð við Skógarhóla 11 er breytt í þriggja íbúða raðhúsalóð. Kynningarfundur var haldinn í menningarhúsinu Bergi á Dalvík 6. ágúst 2019. Áður höfðu áform um þéttingu byggðar m.a. í Hóla- og Túnahverfi verið kynnt á almennum borgarafundi 11. apríl 2019. Nokkrar breytingar voru gerðar á tillögunni eftir kynningarfundinn 6. ágúst með hliðsjón af umræðum á fundinum. Deiliskipulagstillagan var auglýst samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi í Morgunblaðinu, blaði á landsvísu og Lögbirtingarblaðinu, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 11. desember 2019 með athugasemdafresti til 23. janúar 2020. Vegna þeirra náttúruhamara sem geysuðu í desember var síðan ákveðið að framlengja frest til athugasemda til 31. janúar. Sautján athugasemdir bárust á auglýsingatíma við deiliskipulagstillöguna. Ein athugasemd hefur ekki hlotið afgreiðslu umhverfisráðs og er það því gert hér með. Umhverfisráð óskaði eftir að fá að birta athugasemdina og er hún birt í heild sinni að ósk bréfritara.