Umhverfisráð

334. fundur 06. mars 2020 kl. 08:15 - 10:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Monika Margrét Stefánsdóttir boðaði forföll en enginn kom í hennar stað.

1.Bráðabirgðayfirlit fyrstu vatnaáætlunar fyrir Ísland

Málsnúmer 202002062Vakta málsnúmer

Með rafpósti frá Umhverfisstofnun dags. 18. febrúar 2020 er vakin athygli á því að bráðabirgðaryfirlit fyrstu vatnaáætlunar fyrir Ísland hefur nú verið auglýst til kynningar.
Lagt fram til kynningar

2.Til upplýsinga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru

Málsnúmer 202002084Vakta málsnúmer

Til kynningar innsent erindi frá Umhverfisstofnun dags. 27. mars 2020 vegna nýrrar kórónuveiru (2019-nCoV). Ríkislögreglustjóri í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis hefur lýst yfir óvissustigi.
Samkvæmt landsáætlun vegna heimsfaraldurs ber Umhverfisstofnun þegar kemur til óvissustigs m.a. að gera áætlun vegna meðhöndlunar úrgangs og smithættu af úrgangi í heimsfaraldri, gera verklagsreglur vegna smithættu af sorpi og meðhöndlun úrgangs ásamt því að samræma hlutverk heilbrigðisfulltrúa og sinna ráðgjöf til samstarfsaðila.
Hjálagt er áætlun og verklagsreglur vegna meðhöndlunar á úrgangi.
Lagt fram til kynningar

3.Umsókn um byggingarleyfi vegna kúluhúsa við Árbakka, Árskógssandi

Málsnúmer 201806028Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 18. febrúar 2020 óskar Lola Kahn eftir byggingarleyfi fyrir kúluhús við Árbakka á Árskógssandi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

4.Ósk um aðkomu Dalvíkurbyggðar að snjómokstri að Vallholti á Árksógsströnd

Málsnúmer 202002073Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 20. febrúar 2020 óskar Birkir Árnason eftir aðkomu sveitarfélagsins að snjómokstri að Vallholti á Árskógsströnd.
Umhverfisráð frestar afgreiðslu til næsta fundar ráðsins.

5.Breytingar á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis

Málsnúmer 201905162Vakta málsnúmer

Þann 31. október 2019 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í auglýstri tillögu var lagt til að eftirtaldar breytingar yrðu gerðar á gildandi deiliskipulagi: 1. Parhúsalóð nr. 9a og 9b við Hringtún er breytt í lóð fyrir þriggja íbúða raðhús. 2. Einbýlishúsalóðunum nr. 17 og 19 við Hringtún er breytt í lóðir fyrir parhús með óbreyttu byggingarmagni. 3. Ný parhúsalóð nr. 20 og 22 við Hringtún. 4. Afmarkaður er byggingarreitur utanum garðhús við Hringtún 30. 5. Einbýlishúsalóðirnar við Hringtún 42 og 44 eru sameinaðar og breytt í eina raðhúsalóð. Hús á lóðinni skal vera á einni hæð. 6. Einbýlishúsalóð við Skógarhóla 11 er breytt í þriggja íbúða raðhúsalóð. Kynningarfundur var haldinn í menningarhúsinu Bergi á Dalvík 6. ágúst 2019. Áður höfðu áform um þéttingu byggðar m.a. í Hóla- og Túnahverfi verið kynnt á almennum borgarafundi 11. apríl 2019. Nokkrar breytingar voru gerðar á tillögunni eftir kynningarfundinn 6. ágúst með hliðsjón af umræðum á fundinum. Deiliskipulagstillagan var auglýst samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi í Morgunblaðinu, blaði á landsvísu og Lögbirtingarblaðinu, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 11. desember 2019 með athugasemdafresti til 23. janúar 2020. Vegna þeirra náttúruhamara sem geysuðu í desember var síðan ákveðið að framlengja frest til athugasemda til 31. janúar. Sautján athugasemdir bárust á auglýsingatíma við deiliskipulagstillöguna. Ein athugasemd hefur ekki hlotið afgreiðslu umhverfisráðs og er það því gert hér með. Umhverfisráð óskaði eftir að fá að birta athugasemdina og er hún birt í heild sinni að ósk bréfritara.
A. Í tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna lóða við Hringtún nr. 17 og 19 er leyfilegt hámarksbyggingarmagn og hámarkshæð húsa óbreytt frá gildandi deiliskipulagi og því getur umhverfisráð ekki fallist á að skuggavarp muni aukast.

B. Umhverfisráð getur ekki fallist á að notagildi lóðar við Miðtún 3 rýrni.

C. Í tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna lóða við Hringtún nr. 17 og 19 er leyfilegt hámarksbyggingarmagn og hámarkshæð húsa óbreytt frá gildandi deiliskipulagi og því getur umhverfisráð ekki fallist á að innsýn muni aukast.

D. Í tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna lóða við Hringtún nr. 17 og 19 er leyfilegt hámarksbyggingarmagn og hámarkshæð húsa óbreytt frá gildandi deiliskipulagi og því getur umhverfisráð ekki fallist á að útsýni muni minnka.

E. Umhverfisráð telur að aukin fjölbreytni íbúðagerða í hverfinu verði ekki til þess að yfirbragð hverfisins breytist á neikvæðan hátt né hafi áhrif á lækkun á fasteignaverði húseigna í hverfinu. Í greinargerð með gildandi aðalskipulagi vegna íbúðabyggðar á Dalvík segir m.a. að stefnt skuli að blandaðri byggð með fjölbreyttum íbúðagerðum.

Athugasemdirnar gefa ekki tilefni til breytinga á deiliskipulagstillögunni. Umhverfisráð samþykkir tillöguna svo breytta og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun gögnin til yfirferðar ásamt athugasemdum og samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

6.Strengjalögn í Svarfaðardal að austan

Málsnúmer 202002087Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 24. febrúar 2020 óskar Rögnvaldur Guðmundsson fyrir hönd RARIK eftir heimild landeiganda fyrir lagningu jarðstrengs í landi Hrísa og Hamars samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð fagnar því að strengjalögn í Svarfaðardal að austan verði lögð í jörðu og leggur til að samkomulagið verði undirritað.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

7.Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 20. febrúar 2020 óskar Skipulagsstofnun eftir umsögn Dalvíkurbyggðar á fyrirhugaðri virkjun í Brimnesá.
Í samræmi við 6. gr. laga 106/2000 og 12. gr. reglugerðar 660/2015 um mat á umhverfisráhrifum er hér með óskað eftir umsögn um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í framangreindum lögum.
Ekki er gert ráð fyrir framkvæmdinni í gildandi aðalskipulagi Dalvíkurbyggðarsvæðisins en hún er eitt af viðfangsefnum í endurskoðun á aðalskipulagi sem nú er í vinnslu.

Umhverfisráð tekur undir niðurstöður skýrslu Mannvits f.h. Dalvíkurbyggðar um að framkvæmdin muni hafa óveruleg umhverfisáhrif.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum

8.Endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs í sveitarfélaginu

Málsnúmer 202001079Vakta málsnúmer

Til kynningar samantekt á sorpmagni rekstraraðila 2018
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að óska eftir aðila frá Terra á næsta fund ráðsins.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs