Breytingar á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis

Málsnúmer 201905162

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 322. fundur - 31.05.2019

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík ásamt greinagerð.
Umhverfisráð leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu.
Lóð 18-22 við Hringtún verði breytt úr R1 í P1 (raðhúsalóð í parhúsalóð).
Lóðir við Skógarhóla verði sameinaðar í eina R1 lóð (raðhúsalóð).
Ráðið felur sviðsstjóra að leggja uppfærð gögn fyrir næsta fund ráðsins.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 315. fundur - 18.06.2019

Á 322. fundi umhverfisráðs þann 31. maí 2019 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík ásamt greinagerð.
Umhverfisráð leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu. Lóð 18-22 við Hringtún verði breytt úr R1 í P1 (raðhúsalóð í parhúsalóð). Lóðir við Skógarhóla verði sameinaðar í eina R1 lóð (raðhúsalóð). Ráðið felur sviðsstjóra að leggja uppfærð gögn fyrir næsta fund ráðsins. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs að leggja til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu:Lóð 18-22 við Hringtún verði breytt úr R1 í P1 (raðhúsalóð í parhúsalóð). Lóðir við Skógarhóla verði sameinaðar í eina R1 lóð (raðhúsalóð) og að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að leggja uppfærð gögn fyrir næsta fund ráðsins.

Umhverfisráð - 323. fundur - 24.06.2019

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík ásamt greinagerð.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 912. fundur - 11.07.2019

a) Á 323. fundi umhverfisráðs þann 24.júní 2019 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík ásamt greinagerð.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Á 315. fundi sveitarstjórnar þann 18. júní 2019 var eftirfarandi afgreiðsla sveitarstjórnar á tillögu umhverfisráðs frá 322. fundi:
"Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs að leggja til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu:Lóð 18-22 við Hringtún verði breytt úr R1 í P1 (raðhúsalóð í parhúsalóð). Lóðir við Skógarhóla verði sameinaðar í eina R1 lóð (raðhúsalóð)."

b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi áskorun frá íbúum Túnahverfis dagsett þann 5. júlí 2019 þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að falla frá fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi Túnahverfis og gerð er sú krafa að gildandi skipulag verði látið standa óbreytt. Undir áskorunina undirrita 38 íbúar í Túnahverfi.

Til umræðu ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna að breytingu á deiliskipulagi íbúðabyggðar í Hóla- og Túnahverfi ásamt greinargerð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


b) Byggðaráð bendir íbúum í Túnahverfi á að ferli deiliskipulagsbreytinga í auglýsingu er lýðræðislegt ferli þar sem íbúum gefst kostur á að koma með athugasemdir sínar á auglýsingatíma. Fjallað er um og tekin afstaða til allra athugasemda sem berast á kynningartíma skipulagstillögu.
Sjá nánar leiðbeiningar um aðkomu almennings á heimasíðu Skipulagsstofnunar:
http://www.skipulag.is/skipulagsmal/adkoma-almennings/

Einnig bendir byggðaráð á að tillaga að breytingu á skipulaginu snýr að Túna- og Hólahverfi.

Umhverfisráð - 325. fundur - 13.08.2019

Til umræðu mögulegar breytingar á deiliskipulagstillögu Hóla- og Túnahverfis samkvæmt niðurstöðu íbúafundar sem haldin var í Bergi þriðjudaginn 6. ágúst.
Í ljósi framkominna athugasemda og ábendinga á kynningarfundi með íbúum dags. 6. ágúst s.l. þar sem kynnt var tillaga um breytingar á gildandi deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis, samþykkir umhverfisráð að gerðar verði eftirfarandi breytingar á tillögunni:
1. Að hámarksbyggingarmagni á lóðunum Hringtúni 17 og 19 verði haldið óbreyttu frá gildandi deiliskipulagi, þ.e.a.s. verði áfram 260 m² í stað 300 m².

2. Að lóðirnar Hringtún 42 og 44 verði sameinaðar í eina lóð með fjögurra íbúða raðhúsi á einni hæð sem liggur samsíða götu.
Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs mun samkvæmt samþykkt byggðaráðs dags. 11. júlí s.l. auglýsa tillöguna svo breytta skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 915. fundur - 22.08.2019

Á 325. fundi umhverfisráðs þann 13. ágúst 2019 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu mögulegar breytingar á deiliskipulagstillögu Hóla- og Túnahverfis samkvæmt niðurstöðu íbúafundar sem haldin var í Bergi þriðjudaginn 6. ágúst.
Í ljósi framkominna athugasemda og ábendinga á kynningarfundi með íbúum dags. 6. ágúst s.l. þar sem kynnt var tillaga um breytingar á gildandi deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis, samþykkir umhverfisráð að gerðar verði eftirfarandi breytingar á tillögunni:
1. Að hámarksbyggingarmagni á lóðunum Hringtúni 17 og 19 verði haldið óbreyttu frá gildandi deiliskipulagi, þ.e.a.s. verði áfram 260 m² í stað 300 m².
2. Að lóðirnar Hringtún 42 og 44 verði sameinaðar í eina lóð með fjögurra íbúða raðhúsi á einni hæð sem liggur samsíða götu.

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs mun samkvæmt samþykkt byggðaráðs dags. 11. júlí s.l. auglýsa tillöguna svo breytta skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs samkvæmt samþykkt byggðaráðs dags. 11. júlí s.l. að auglýsa tillöguna svo breytta skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

1. Að hámarksbyggingarmagni á lóðunum Hringtúni 17 og 19 verði haldið óbreyttu frá gildandi deiliskipulagi, þ.e.a.s. verði áfram 260 m² í stað 300 m².
2. Að lóðirnar Hringtún 42 og 44 verði sameinaðar í eina lóð með fjögurra íbúða raðhúsi á einni hæð sem liggur samsíða götu.

Umhverfisráð - 327. fundur - 27.09.2019

Að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar var tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfisins á Dalvík, Dalvíkurbyggð. Skipulagsstofnun benti á nokkur atriði sem taka þyrfti til skoðunar áður en fyrirhuguð deiliskipulagstillaga yrði auglýst og var uppfærð tillaga lögð fram.
Umhverfisráð leggur til að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa uppfærða deiliskipulagstillögu vegna Hóla- og Túnahverfisins skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum

Sveitarstjórn - 317. fundur - 31.10.2019

Á 327. fundi umhverfisráðs þann 27. september 2019 var eftirfarandi bókað:
"Að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar var tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfisins á Dalvík, Dalvíkurbyggð. Skipulagsstofnun benti á nokkur atriði sem taka þyrfti til skoðunar áður en fyrirhuguð deiliskipulagstillaga yrði auglýst og var uppfærð tillaga lögð fram.

Umhverfisráð leggur til að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa uppfærða deiliskipulagstillögu vegna Hóla- og Túnahverfisins skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

Veitu- og hafnaráð - 92. fundur - 22.01.2020

Til umsagnar breytingar á aðal- og deiliskipulagi vegna deiliskipulags Hóla- og Túnahverfis.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar frá gildandi deiliskipulagi:

1.
Parhúsalóðunum nr. 9a og 9b við Hringtún er breytt í lóð fyrir þriggja íbúða raðhús.
2.
Einbýlishúsalóðunum nr. 17 og 19 við Hringtún er breytt í lóðir fyrir parhús.
3.
Nýrri lóð fyrir parhús á einni til tveimur hæðum, Hringtún 20 - 22 er komið fyrir norðan við Hringtún 13 - 15 og skipulagssvæðið stækkað til norðurs sem því nemur.
4.
Afmarkaður er byggingarreitur utanum 20 m² garðhús á efri hluta einbýlishúsalóðarinnar Hringtún 30.
5.
Einbýlishúsalóðirnar Hringtún 42 og 44 eru sameinaðar í eina lóð og breytt í fjögurra íbúða raðhúsalóð.
6.
Einbýlishúsalóð við Skógarhóla 11 er breytt í þriggja íbúða raðhúsalóð.

Óskað er eftir að umsögn hafi borist undirrituðum eigi síðar en 19. desember n.k.
Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagstillögu Hóla- og Túnahverfis á Dalvík.

Umhverfisráð - 333. fundur - 14.02.2020

Þann 31. október 2019 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í auglýstri tillögu var lagt til að eftirtaldar breytingar yrðu gerðar á gildandi deiliskipulagi:
1.
Parhúsalóð nr. 9a og 9b við Hringtún er breytt í lóð fyrir þriggja íbúða raðhús.
2.
Einbýlishúsalóðunum nr. 17 og 19 við Hringtún er breytt í lóðir fyrir parhús með óbreyttu byggingarmagni.
3.
Ný parhúsalóð nr. 20 og 22 við Hringtún.
4.
Afmarkaður er byggingarreitur utanum garðhús við Hringtún 30.
5.
Einbýlishúsalóðirnar við Hringtún 42 og 44 eru sameinaðar og breytt í eina raðhúsalóð. Hús á lóðinni skal vera á einni hæð.
6.
Einbýlishúsalóð við Skógarhóla 11 er breytt í þriggja íbúða raðhúsalóð.

Kynningarfundur var haldinn í menningarhúsinu Bergi á Dalvík 6. ágúst 2019. Áður höfðu áform um þéttingu byggðar m.a. í Hóla- og Túnahverfi verið kynnt á almennum borgarafundi 11. apríl 2019. Nokkrar breytingar voru gerðar á tillögunni eftir kynningarfundinn 6. ágúst með hliðsjón af umræðum á fundinum.

Deiliskipulagstillagan var auglýst samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi í Morgunblaðinu, blaði á landsvísu og Lögbirtingarblaðinu, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 11. desember 2019 með athugasemdafresti til 23. janúar 2020. Vegna þeirra aðstæðna sem upp komu í desember var síðan ákveðið að framlengja frest til athugasemda til 31. janúar. Sextán athugasemdir bárust á auglýsingatíma við deiliskipulagstillöguna. Vísast um þetta nánar til fylgiskjalsins "Samantekt athugasemda við deiliskipulagstillögu" við fundargerð þessa. Umhverfisráð óskaði eftir að fá að birta allar athugasemdir sem bárust. Þrettán athugasemdir og umsagnir eru birtar í heild sinni og útdráttur úr þremur athugasemdum að ósk bréfritara.
Með hliðsjón af athugasemdum leggur umhverfisráð til að umfjöllun um nýtingu svæðis norðan Hringtúns verði vísað til endurskoðunar aðalskipulags og fallið verði frá nýrri lóð við Hringtún 20-22 á þessu stigi. Bætt er við byggingarreitum fyrir sambyggða bílskúra á lóðunum Böggvisbraut 10 og Steintúni 1. Aðrar athugasemdir gefa ekki tilefni til annarra breytinga á deiliskipulagstillögunni. Afgreiðsla athugasemda kemur fram í fylgiskjalinu "Samantekt athugasemda við deiliskipulagstillögu" við fundargerð þessa.
Umhverfisráð samþykkir tillöguna svo breytta og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun gögnin til yfirferðar ásamt athugasemdum og samantekt um málsmeðferð.
Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 321. fundur - 18.02.2020

Á 333. fundi Umhverfisráðs þann 14. febrúar 2020 var eftirfarandi bókað:
"Þann 31. október 2019 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í auglýstri tillögu var lagt til að eftirtaldar breytingar yrðu gerðar á gildandi deiliskipulagi:
1. Parhúsalóð nr. 9a og 9b við Hringtún er breytt í lóð fyrir þriggja íbúða raðhús.
2. Einbýlishúsalóðunum nr. 17 og 19 við Hringtún er breytt í lóðir fyrir parhús með óbreyttu byggingarmagni.
3. Ný parhúsalóð nr. 20 og 22 við Hringtún.
4. Afmarkaður er byggingarreitur utanum garðhús við Hringtún 30.
5. Einbýlishúsalóðirnar við Hringtún 42 og 44 eru sameinaðar og breytt í eina raðhúsalóð. Hús á lóðinni skal vera á einni hæð.
6. Einbýlishúsalóð við Skógarhóla 11 er breytt í þriggja íbúða raðhúsalóð.

Kynningarfundur var haldinn í menningarhúsinu Bergi á Dalvík 6. ágúst 2019. Áður höfðu áform um þéttingu byggðar m.a. í Hóla- og Túnahverfi verið kynnt á almennum borgarafundi 11. apríl 2019. Nokkrar breytingar voru gerðar á tillögunni eftir kynningarfundinn 6. ágúst með hliðsjón af umræðum á fundinum.

Deiliskipulagstillagan var auglýst samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi í Morgunblaðinu, blaði á landsvísu og Lögbirtingarblaðinu, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 11. desember 2019 með athugasemdafresti til 23. janúar 2020. Vegna þeirra aðstæðna sem upp komu í desember var síðan ákveðið að framlengja frest til athugasemda til 31. janúar. Sextán athugasemdir bárust á auglýsingatíma við deiliskipulagstillöguna. Vísast um þetta nánar til fylgiskjalsins "Samantekt athugasemda við deiliskipulagstillögu" við fundargerð þessa. Umhverfisráð óskaði eftir að fá að birta allar athugasemdir sem bárust. Þrettán athugasemdir og umsagnir eru birtar í heild sinni og útdráttur úr þremur athugasemdum að ósk bréfritara.

Með hliðsjón af athugasemdum leggur umhverfisráð til að umfjöllun um nýtingu svæðis norðan Hringtúns verði vísað til endurskoðunar aðalskipulags og fallið verði frá nýrri lóð við Hringtún 20-22 á þessu stigi. Bætt er við byggingarreitum fyrir sambyggða bílskúra á lóðunum Böggvisbraut 10 og Steintúni 1. Aðrar athugasemdir gefa ekki tilefni til annarra breytinga á deiliskipulagstillögunni. Afgreiðsla athugasemda kemur fram í fylgiskjalinu "Samantekt athugasemda við deiliskipulagstillögu" við fundargerð þessa.

Umhverfisráð samþykkir tillöguna svo breytta og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun gögnin til yfirferðar ásamt athugasemdum og samantekt um málsmeðferð.
Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir
Guðmundur St. Jónsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og bókar eftirfarandi:

Í janúar til mars 2019 var unnin húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð 2019-2027. Í áætluninni kemur fram að við fjölgun íbúa um 25 er áætluð íbúðaþörf 10 nýjar íbúðir, 3 fjölbýli, 6 par/raðhús og 1 einbýli. Eins og staðan var þá voru engar lóðir eftir til úthlutunar fyrir parhús, raðhús eða fjölbýli en fyrir lá umsókn, frá byrjun febrúar 2019, um byggingu tveggja parhúsa á einbýlishúsalóðum í Hringtúni. Því fól sveitarstjórn umhverfisráði á fundi þann 6. apríl 2019 að fara vel yfir og kortleggja öll svæði á Dalvík við þegar tilbúnar götur þar sem hægt væri að koma fyrir minni eignum, fjölbýli, par- og raðhúsum með þeim rökstuðningi að það sé stefna sveitarstjórnar að fjölga íbúum í Dalvíkurbyggð. Einnig er það stefna sveitarstjórnar að tryggja nægt magn fjölbreyttra íbúðalóða.

Sú breyting sem hér er til samþykktar snýr að því að þétta byggð, nýta betur þegar tilbúnar götur og þá fjárfestingu sem búið er að leggja í gatna-og veitukerfin og fjölga íbúðakostum. Til kynningar og samráðs voru haldnir tveir íbúa-/kynningarfundir, í apríl og í ágúst 2019. Í vinnu umhverfisráðs var tekið tillit til eða svarað þeim efnislegu athugasemdum sem bárust.

Túnahverfi hefur verið lengi í uppbyggingu og sveitarstjórn metur eðlilegt að skipulag geti tekið breytingum í tímans rás til þess að mæta þörfum íbúanna á hverjum tíma og tíðaranda.

Felix Rafn tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu og bókun vegna vanhæfis

Umhverfisráð - 334. fundur - 06.03.2020

Þann 31. október 2019 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í auglýstri tillögu var lagt til að eftirtaldar breytingar yrðu gerðar á gildandi deiliskipulagi: 1. Parhúsalóð nr. 9a og 9b við Hringtún er breytt í lóð fyrir þriggja íbúða raðhús. 2. Einbýlishúsalóðunum nr. 17 og 19 við Hringtún er breytt í lóðir fyrir parhús með óbreyttu byggingarmagni. 3. Ný parhúsalóð nr. 20 og 22 við Hringtún. 4. Afmarkaður er byggingarreitur utanum garðhús við Hringtún 30. 5. Einbýlishúsalóðirnar við Hringtún 42 og 44 eru sameinaðar og breytt í eina raðhúsalóð. Hús á lóðinni skal vera á einni hæð. 6. Einbýlishúsalóð við Skógarhóla 11 er breytt í þriggja íbúða raðhúsalóð. Kynningarfundur var haldinn í menningarhúsinu Bergi á Dalvík 6. ágúst 2019. Áður höfðu áform um þéttingu byggðar m.a. í Hóla- og Túnahverfi verið kynnt á almennum borgarafundi 11. apríl 2019. Nokkrar breytingar voru gerðar á tillögunni eftir kynningarfundinn 6. ágúst með hliðsjón af umræðum á fundinum. Deiliskipulagstillagan var auglýst samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi í Morgunblaðinu, blaði á landsvísu og Lögbirtingarblaðinu, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 11. desember 2019 með athugasemdafresti til 23. janúar 2020. Vegna þeirra náttúruhamara sem geysuðu í desember var síðan ákveðið að framlengja frest til athugasemda til 31. janúar. Sautján athugasemdir bárust á auglýsingatíma við deiliskipulagstillöguna. Ein athugasemd hefur ekki hlotið afgreiðslu umhverfisráðs og er það því gert hér með. Umhverfisráð óskaði eftir að fá að birta athugasemdina og er hún birt í heild sinni að ósk bréfritara.
A. Í tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna lóða við Hringtún nr. 17 og 19 er leyfilegt hámarksbyggingarmagn og hámarkshæð húsa óbreytt frá gildandi deiliskipulagi og því getur umhverfisráð ekki fallist á að skuggavarp muni aukast.

B. Umhverfisráð getur ekki fallist á að notagildi lóðar við Miðtún 3 rýrni.

C. Í tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna lóða við Hringtún nr. 17 og 19 er leyfilegt hámarksbyggingarmagn og hámarkshæð húsa óbreytt frá gildandi deiliskipulagi og því getur umhverfisráð ekki fallist á að innsýn muni aukast.

D. Í tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna lóða við Hringtún nr. 17 og 19 er leyfilegt hámarksbyggingarmagn og hámarkshæð húsa óbreytt frá gildandi deiliskipulagi og því getur umhverfisráð ekki fallist á að útsýni muni minnka.

E. Umhverfisráð telur að aukin fjölbreytni íbúðagerða í hverfinu verði ekki til þess að yfirbragð hverfisins breytist á neikvæðan hátt né hafi áhrif á lækkun á fasteignaverði húseigna í hverfinu. Í greinargerð með gildandi aðalskipulagi vegna íbúðabyggðar á Dalvík segir m.a. að stefnt skuli að blandaðri byggð með fjölbreyttum íbúðagerðum.

Athugasemdirnar gefa ekki tilefni til breytinga á deiliskipulagstillögunni. Umhverfisráð samþykkir tillöguna svo breytta og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun gögnin til yfirferðar ásamt athugasemdum og samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 322. fundur - 17.03.2020

Á 334. fundi umhverfisráðs þann 6. mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Þann 31. október 2019 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í auglýstri tillögu var lagt til að eftirtaldar breytingar yrðu gerðar á gildandi deiliskipulagi: 1. Parhúsalóð nr. 9a og 9b við Hringtún er breytt í lóð fyrir þriggja íbúða raðhús. 2. Einbýlishúsalóðunum nr. 17 og 19 við Hringtún er breytt í lóðir fyrir parhús með óbreyttu byggingarmagni. 3. Ný parhúsalóð nr. 20 og 22 við Hringtún. 4. Afmarkaður er byggingarreitur utanum garðhús við Hringtún 30. 5. Einbýlishúsalóðirnar við Hringtún 42 og 44 eru sameinaðar og breytt í eina raðhúsalóð. Hús á lóðinni skal vera á einni hæð. 6. Einbýlishúsalóð við Skógarhóla 11 er breytt í þriggja íbúða raðhúsalóð. Kynningarfundur var haldinn í menningarhúsinu Bergi á Dalvík 6. ágúst 2019. Áður höfðu áform um þéttingu byggðar m.a. í Hóla- og Túnahverfi verið kynnt á almennum borgarafundi 11. apríl 2019. Nokkrar breytingar voru gerðar á tillögunni eftir kynningarfundinn 6. ágúst með hliðsjón af umræðum á fundinum. Deiliskipulagstillagan var auglýst samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi í Morgunblaðinu, blaði á landsvísu og Lögbirtingarblaðinu, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 11. desember 2019 með athugasemdafresti til 23. janúar 2020. Vegna þeirra náttúruhamara sem geysuðu í desember var síðan ákveðið að framlengja frest til athugasemda til 31. janúar. Sautján athugasemdir bárust á auglýsingatíma við deiliskipulagstillöguna. Ein athugasemd hefur ekki hlotið afgreiðslu umhverfisráðs og er það því gert hér með. Umhverfisráð óskaði eftir að fá að birta athugasemdina og er hún birt í heild sinni að ósk bréfritara.
A. Í tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna lóða við Hringtún nr. 17 og 19 er leyfilegt hámarksbyggingarmagn og hámarkshæð húsa óbreytt frá gildandi deiliskipulagi og því getur umhverfisráð ekki fallist á að skuggavarp muni aukast.

B. Umhverfisráð getur ekki fallist á að notagildi lóðar við Miðtún 3 rýrni.

C. Í tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna lóða við Hringtún nr. 17 og 19 er leyfilegt hámarksbyggingarmagn og hámarkshæð húsa óbreytt frá gildandi deiliskipulagi og því getur umhverfisráð ekki fallist á að innsýn muni aukast.

D. Í tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna lóða við Hringtún nr. 17 og 19 er leyfilegt hámarksbyggingarmagn og hámarkshæð húsa óbreytt frá gildandi deiliskipulagi og því getur umhverfisráð ekki fallist á að útsýni muni minnka.

E. Umhverfisráð telur að aukin fjölbreytni íbúðagerða í hverfinu verði ekki til þess að yfirbragð hverfisins breytist á neikvæðan hátt né hafi áhrif á lækkun á fasteignaverði húseigna í hverfinu. Í greinargerð með gildandi aðalskipulagi vegna íbúðabyggðar á Dalvík segir m.a. að stefnt skuli að blandaðri byggð með fjölbreyttum íbúðagerðum.

Athugasemdirnar gefa ekki tilefni til breytinga á deiliskipulagstillögunni. Umhverfisráð samþykkir tillöguna svo breytta og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun gögnin til yfirferðar ásamt athugasemdum og samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og bókar eftirfarandi:

Í janúar til mars 2019 var unnin húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð 2019-2027. Í áætluninni kemur fram að við fjölgun íbúa um 25 er áætluð íbúðaþörf 10 nýjar íbúðir, 3 fjölbýli, 6 par/raðhús og 1 einbýli. Eins og staðan var þá voru engar lóðir eftir til úthlutunar fyrir parhús, raðhús eða fjölbýli en fyrir lá umsókn, frá byrjun febrúar 2019, um byggingu tveggja parhúsa á einbýlishúsalóðum í Hringtúni. Því fól sveitarstjórn umhverfisráði á fundi þann 6. apríl 2019 að fara vel yfir og kortleggja öll svæði á Dalvík við þegar tilbúnar götur þar sem hægt væri að koma fyrir minni eignum, fjölbýli, par- og raðhúsum með þeim rökstuðningi að það sé stefna sveitarstjórnar að fjölga íbúum í Dalvíkurbyggð. Einnig er það stefna sveitarstjórnar að tryggja nægt magn fjölbreyttra íbúðalóða.

Sú breyting sem hér er til samþykktar snýr að því að þétta byggð, nýta betur þegar tilbúnar götur og þá fjárfestingu sem búið er að leggja í gatna-og veitukerfin og fjölga íbúðakostum. Til kynningar og samráðs voru haldnir tveir íbúa-/kynningarfundir, í apríl og í ágúst 2019. Í vinnu umhverfisráðs var tekið tillit til eða svarað þeim efnislegu athugasemdum sem bárust.

Túnahverfi hefur verið lengi í uppbyggingu og sveitarstjórn metur eðlilegt að skipulag geti tekið breytingum í tímans rás til þess að mæta þörfum íbúanna á hverjum tíma og tíðaranda.