Umhverfisráð

323. fundur 24. júní 2019 kl. 16:15 - 19:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Deiliskipulag Fólkvangs

Málsnúmer 201402123Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund umhverfisráðs Lilja Filippusdóttir skipulagsráðgjafi kl 16:17
Lögð fram drög að deiliskipulagi fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli ásamt umhverfisskýrslu.
Lilja vék af fundi kl: 17:15

Umhverfisráð þakkar Lilju fyrir kynninguna og óskar eftir uppfærðum gögnum fyrir næsta fund ráðsins.

2.Álímingar HNE júní 2019

Málsnúmer 201906088Vakta málsnúmer

Til umræðu verkbeiðni frá HNE dags. 20. júní 2019 vegna númerslausra bíla ofl.
Undir þessum lið komu á fund ráðsins Alfred Schiöth og Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri kl. 17:17
Alfred vék af fundi kl. 18:06.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að óska eftir viðauka á 08210-4396 kr. 1.200.000,- til að standa straum af kostnaði við að fjarlægja þau farartæki sem HNE hefur límt á.
Samþykkt með fimm atkvæðum

3.Ábending frá íbúum vegna friðlands

Málsnúmer 201906050Vakta málsnúmer

Til umræðu innsent erindi frá íbúum vegna umgegni í Friðlandi Svafdæla.


Katrín sveitarstjóri vék af fundi kl. 18:30
Umhverfisráð leggur til að afnot af lóð norðan og austan við Sandskeið 31 sem lóðarhafa var veitt 24.10.2017 verði fellt úr gildi vegna slæmrar umgengni lóðarhafa.
Samþykkt með fimm atkvæðum

4.Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna Hóla- og Túnhverfis

Málsnúmer 201905163Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, vegna Hóla- og Túnahverfis. Breytingin felur í sér stækkun á reit 312-Íb til norðurs yfir óbyggt svæði. Stækkunin nemur einni parhúsalóð. Drög að breytingunni voru kynnt á opnum íbúafundi þann 11.apríl 2019.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að ganga frá tillögunni skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

5.Breytingar á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis

Málsnúmer 201905162Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík ásamt greinagerð.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Fundargerðir HNE 2019

Málsnúmer 201906006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundargerðir 205,206,207 og 208 frá HNE ásamt ársreikningi.
Lagt fram til kynningar

7.Niðurstöður umferðaþings

Málsnúmer 201906005Vakta málsnúmer

Á 909 fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur dags. 1.júní 2019 frá Slysavarnadeildinni á Dalvík hvar kynntar eru niðurstöður umferðaþings sem deildin hélt í samvinnu við nemendur Dalvíkurskóla föstudaginn 25.apríl 2019. Umferðaþingið er afrakstur heimsráðstefnu í slysavörnum sem var haldin í Tailandi í nóvember 2018 en tveir fulltrúar slysavarnardeildarinnar sóttu ráðstefnuna.
Byggðaráð lýsir ánægju sinni með þessa vinnu og vísar niðurstöðum umferðarþingsins til Umhverfisráðs."
Afgreiðslu frestað til næsta fundar

8.Erindi frá íbúasamtökunum á Árskógssandi 28. maí 2019

Málsnúmer 201905168Vakta málsnúmer

Tekið fyrir innsent erindi frá íbúasamtökunum á Árskógssandi frá 28. maí 2019.
Umhverfisráð þakkar íbúaráðinu á Árskógssandi fyrir erindið og felur sviðsstjóra að boða fulltrúa ráðsins á fund umhverfisráðs í tengslum við fjárhagsáætlunargerð 2020.

9.Umferðarhraði á þjóðvegum í þéttbýli Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201809040Vakta málsnúmer

Framkvæmdir Vegagerðarinnar í Dalvíkurbyggð 2019, en á 311. fundi umhverfisráðs þann 19. október 2018 var eftirfarandi bókað undir lið 4.
"4. Ráðið óskar eftir staðfestingu frá Vegagerðinni um að farið verði í yfirlögn á Skíðabraut og Hafnarbraut samhliða framkvæmdinni við gatnamót Skíðabrautar/Hafnarbrautar/Grundargötu."
Umhverfisráð vill ítreka fyrri bókun sem var eftirfarandi:
"Ráðið óskar eftir staðfestingu frá Vegagerðinni um að farið verði í yfirlögn á Skíðabraut og Hafnarbraut samhliða framkvæmdinni við gatnamót Skíðabrautar/Hafnarbrautar/Grundargötu."

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

10.Framkvæmdir við áningarstað 2018

Málsnúmer 201809001Vakta málsnúmer

Tekin fyrir ábending umhverfisráðs frá 311. fundi ráðsins vegna aðgengis og umferðaröryggis við nýjan áningarstað við Hrísatjörn.
Umhverfisráð vill íteka fyrri bókun vegna aðkomu að áningarstaðnum við Hrísatjörn, sem var eftirfarandi
"Ráðið lýsir áhyggjum sínum á aðkomu að svæðinu og leggur til að gatnamótin verði útfærð betur með umferðaöryggi í huga."
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

11.Úthlutun byggingalóða - endurskoðun á reglum

Málsnúmer 201807084Vakta málsnúmer

Til umræðu endurskoðun á úthlutunarreglum byggingarlóða í Dalvíkurbyggð
Umræðu frestað til næsta fundar.

12.Framkvæmdir 2019

Málsnúmer 201809045Vakta málsnúmer

Til umræðu óskir íbúa um aðkomu að umhverfismálum í Dalvíkurbyggð.

Fundi slitið - kl. 19:45.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs