Álímingar HNE júní 2019

Málsnúmer 201906088

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 323. fundur - 24.06.2019

Til umræðu verkbeiðni frá HNE dags. 20. júní 2019 vegna númerslausra bíla ofl.
Undir þessum lið komu á fund ráðsins Alfred Schiöth og Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri kl. 17:17
Alfred vék af fundi kl. 18:06.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að óska eftir viðauka á 08210-4396 kr. 1.200.000,- til að standa straum af kostnaði við að fjarlægja þau farartæki sem HNE hefur límt á.
Samþykkt með fimm atkvæðum

Byggðaráð - 912. fundur - 11.07.2019

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs,dagsett þann 1. júlí 2019, þar óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 1.200.000,- á 08210-4396 til að standa straum af kostnaði við að fjarlægja þau farartæki sem HNE hefur límt á í sveitarfélaginu.
En samkvæmt upplýsingum frá HNE má gera ráð fyrir allt að kr. 120.000,- á farartæki og um er að ræða allt að 10
tæki.

Til umræðu ofangreint.

Börkur vék af fundi kl. 09:45.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við deild 82100 á lið 4396 allt að kr. 1.200.000, viðauki 17/2019, og að honum sé mætt með heimild til að nýta auknar tekjur umfram áætlun innan sömu deildar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ferlið verði þó yfirfarið og endurskoðað eins og rætt var um á fundinum, áður en stofnað verður til útgjalda.