Byggðaráð

915. fundur 22. ágúst 2019 kl. 13:00 - 16:20 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Uppbygging á vallarsvæði UMFS á Dalvík

Málsnúmer 201709001Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.

Gísli gerði grein fyrir fundi sínum og sveitarstjóra með Birni Friðþjófssyni þriðjudaginn 20. ágúst s.l. þar sem gert var grein fyrir framkvæmdum við nýja gervigrasvöllinn en stefnt er að því að vígja völlinn formlega seinna í ágúst.

Til umræðu ofangreint.

Gísli vék af fundi kl. 13:25.
Lagt fram til kynningar.

2.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréf fagráða. Endurskoðun til umræðu.

Málsnúmer 201907016Vakta málsnúmer

Tekið til umræðu drög sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að endurskoðun á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréfum fagráða.

Til umræðu sérstaklega framsal sveitarstjórnar á valdi til fullnaðarafgreiðslu mála til nefnda og starfsmanna í samræmi við 42. gr. sveitastjórnarlaga. Skilyrði fyrir framsali er að það sé gert til að stuðla að hagræðingu, skilvirkni og hraðari málsmeðferð. Einnig þarf að tryggja að:

a) Lög eða eðli máls mæli ekki sérstaklega gegn valdframsali.
b) Málin varði ekki verulega fjárhag sveitarfélagsins (í samræmi við fjárhagsáætlun).
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og sveitarstjóra að vinna áfram að ofangreindum drögum.

3.Ráðningarnefnd- fundagerðir 2019

Málsnúmer 201902093Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir fundum ráðningarnefndar á tímabilinu 3. júlí og til og með 20. ágúst s.l.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við ráðningarnefnd að taka til skoðunar að gera tillögu um breytingu á heiti nefndarinnar, til dæmis í starfs- og kjaramálanefnd.

4.Stöðumat janúar - júní 2019. Skil stjórnenda

Málsnúmer 201907059Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti skil stjórnenda hvað varðar stöðumat janúar-júní 2019, þ.e. staða bókhalds í samanburði við heimildir í fjárhagsáætlun.

Á fundinum var farið yfir samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs yfir fjárfestingar og framkvæmdir samkvæmt stöðu úr bókhaldi.

Lagt fram til kynningar og frekari yfirferð frestað til næsta fundar.

5.Starfs- og fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023. Umræður um fjárhagsramma, verkefni, framkvæmdir og áherslur.

Málsnúmer 201905027Vakta málsnúmer

Á 913. fundi byggðaráðs þann 25. júlí s.l. var vinna við starfs- og fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023 til umfjöllunar. Sveitastjóri kynnti á fundinum hugmyndir að álagningu fasteignagjalda, breytingar á gjaldskrám og álagningu útsvars fyrir árið 2019 vegna vinnu við forsendur fjárhagsáætlunar 2019.

Til umræðu fjárhagsrammi 2020, einstök verkefni, framkvæmdir og áherslur í rekstri sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

6.Frá 325. fundi umhverfisráðs þann 13.08.2019; Breytingar á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis

Málsnúmer 201905162Vakta málsnúmer

Á 325. fundi umhverfisráðs þann 13. ágúst 2019 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu mögulegar breytingar á deiliskipulagstillögu Hóla- og Túnahverfis samkvæmt niðurstöðu íbúafundar sem haldin var í Bergi þriðjudaginn 6. ágúst.
Í ljósi framkominna athugasemda og ábendinga á kynningarfundi með íbúum dags. 6. ágúst s.l. þar sem kynnt var tillaga um breytingar á gildandi deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis, samþykkir umhverfisráð að gerðar verði eftirfarandi breytingar á tillögunni:
1. Að hámarksbyggingarmagni á lóðunum Hringtúni 17 og 19 verði haldið óbreyttu frá gildandi deiliskipulagi, þ.e.a.s. verði áfram 260 m² í stað 300 m².
2. Að lóðirnar Hringtún 42 og 44 verði sameinaðar í eina lóð með fjögurra íbúða raðhúsi á einni hæð sem liggur samsíða götu.

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs mun samkvæmt samþykkt byggðaráðs dags. 11. júlí s.l. auglýsa tillöguna svo breytta skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs samkvæmt samþykkt byggðaráðs dags. 11. júlí s.l. að auglýsa tillöguna svo breytta skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

1. Að hámarksbyggingarmagni á lóðunum Hringtúni 17 og 19 verði haldið óbreyttu frá gildandi deiliskipulagi, þ.e.a.s. verði áfram 260 m² í stað 300 m².
2. Að lóðirnar Hringtún 42 og 44 verði sameinaðar í eina lóð með fjögurra íbúða raðhúsi á einni hæð sem liggur samsíða götu.

7.Lokastígur 2, íbúð 201, kauptilboð

Málsnúmer 201906107Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir 4 tilboðum frá 3 aðilum sem bárust í eign Dalvíkurbyggðar við Lokastíg 2, íbúð 201, og gagntilboði Dalvíkurbyggðar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint gagntilboð að upphæð kr. 16.200.000, dagsett þann 21. ágúst 2019, og sölu á eigninni Lokastíg 2, íbúð 0201, fastanúmer 215-5074.

8.Landbúnaðarráð - 128, frá 08.08.2019

Málsnúmer 1907002FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður.
  • Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 23. apríl 2019, þar sem kynnt er frumkvæðisathugun ráðuneytisins frá því í janúar 2018 á grundvelli XI. kafla sveitarstjórnarlaga á því hvort og þá hvernig staðið hefði verið að breytingum á fjárhagsáætlunum þeirra sveitarfélaga þar sem misræmi á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár nam 5% eða meira. Það voru 26 sveitarfélög og var óskað eftir upplýsingum og skýringum frá hverju þeirra. Athugun ráðuneytisins hefur leitt i ljós að á umræddu ári var töluverður misbrestur á því að leitað væri heimildar sveitarstjórnar fyrir auknum útgjöldum og fjárfestingum áður en til þeirra var stofnað. Þessar niðurstöður leiða í ljós að framkvæmd fjárhagsáætlunar ársins 2016 var ekki í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga hjá a.m.k. þriðjungi sveitarfélaga landsins. Þeim sveitarfélögum sem tekin voru til skoðunar hefur þegar verið tilkynnt um niðurstöður athugarinnar. Ráðuneytið telur á hinn bóginn einnig mikilvægt að kynna öðrum sveitarfélögum þessa niðurstöðu og hvetja þau til að gæta þess að fjármálastjórn sé ávallt í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga og reglugerðar um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015. Að síðustu skal það upplýst að ráðuneytið hyggst haustið 2020 gera að nýju könnun á framkvæmd sveitarfélaga að þessu leyti, nú vegna fjárhagsáætlana og ársreikninga 2019. Til umræðu ofangreint. Landbúnaðarráð - 128 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Zophoníasi Inga Jónmundssyni dags. 28. maí 2019 þar sem óskað er eftir breytingum á auglýstum gangnadögum. Landbúnaðarráð - 128 Eins og áður hefur komið fram hefur Landbúnaðarráð ekki sett sig upp á móti að bændur smali sín heimaupprekstarlönd á sína ábyrgð vegna sumarslátrunar óháð auglýstum gangnadögum, en taka skal fram að ef komi fram ókunnugt fé við þannig smölun þá skal því komið aftur á fjall.
    Landbúnaðarráð hafnar erindi Zophoníasar um að smalanir í heimaupprekstrarlöndum til sumarslátrunar í ágústmánuði teljist til gangnadagsverka að hausti. Hinsvegar skal bent á þann möguleika sem hefur verið notaður í einstaka fjallskiladeildum að ef lítil kindavon er á vissum svæðum og þau svæði mun auðveldari til smölunar en önnur svæði innan sömu deildar, að hafa allt að helmingi fleiri kindur á bakvið hvert gangnaskil á þeim svæðum. Fjallskilanefndir viðkomandi deildar geta tekið ákvarðanir um slíka tilhögun.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum.

    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs.
  • Fyrir liggur fjármagn úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar vegna tilfærslu á vegslóða við Kóngsstaði sem liggur að Skíðadalsafrétt.
    Formaður landbúnaðarráðs hefur með fulltrúum Kóngsstaða afmarkað tiltekið svæði fyrir nýjan vegaslóða.
    Landbúnaðarráð - 128 Sviðsstjóri upplýsti ráðið um að styrkur hafi borist í verkefnið og framkvæmdir á áætlun.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu staða endurnýjunar og viðhalds fjallgirðingar á Árskógsströnd 2019 Landbúnaðarráð - 128 Sviðsstjóri og formaður upplýstu ráðið um framgang verkefnisins miðað við áætlun ársins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleira þarfnast ekki afgreiðslu byggðaráðs í fundargerðinni og eru þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu byggðaráðs lagðir fram til kynningar.

9.Umhverfisráð - 324, frá 06.08.2019

Málsnúmer 1908001FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður.
2. liður.
3. liður.
4. liður.
5. liður.
6. liður.
9. liður.
10. liður.
11. liður.
12. liður.
13. liður.
17. liður.
18. liður.
  • Með innsendu erindi dags. 12. júlí 2019 óskar Ari Már Gunnarsson eftir lóðinni við Skógarhóla 12.
    Undir þessum lið mættu þau Ingunn Magnússdóttir fyrir hönd Ara og Ottó B Jakobsson fyrir hönd Súsönnu Svansdóttur kl.13:09
    Umhverfisráð - 324 Ottó B Jakobsson dró hærra spil fyrir hönd Súsönnu Svansdóttur og felur umhverfisráð sviðsstjóra að ganga frá lóðarleigusamningi við umsækjanda. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Skógarhóla 12.
  • Með innsendu erindi dags. 18. júlí 2019 óska þau Súsanna Svansdóttir og Stefán Grímur Rafnsson eftir lóðinni við Skógarhóla 12, Dalvík.
    Þau Ingunn Magnússdóttir og Ottó B Jakobsson viku af fundi kl.13:15
    Umhverfisráð - 324 Ottó B Jakobsson dró hærra spil fyrir hönd Súsönnu Svansdóttur og felur umhverfisráð sviðsstjóra að ganga frá lóðarleigusamningi við umsækjanda. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Skógarhóla 12.
  • Með innsendu erindi dags. 20. júlí 2019 óskar Guðmundur Valur Stefánsson fyrir hönd Laxós ehf eftir framlengingu á lóðarúthlutun Öldugötu 31, Árskógssandi. Umhverfisráð - 324 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að framlengja lóðarúthlutun um eitt ár þar sem gild rök eru færð fyrir framlengingu.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um framlengingu lóðarúthlutunar um eitt ár vegna Öldugötu 31, Árskógsssandi.
  • Með innsendu erindi óskar Katla ehf. eftir framlengingu á veittu byggingarleyfi fyrir Öldugötu 12, Árskógssandi. Umhverfisráð - 324 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að framlengja byggingarleyfi um eitt ár þar sem gild rök eru færð fyrir framlengingu.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Undir þessum lið tók Jón Ingi Sveinsson til máls og gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:13. Varaformaður, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, tók við fundarstjórn.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að frammlengja byggingarleyfi um eitt ár fyrir Öldugötu 12, Árskógssandi. Jón Ingi Sveinsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • Með innsendu erindi óskar Katla ehf. eftir framlengingu á lóðarúthlutun fyrir Öldugötu 14, Árskógssandi. Umhverfisráð - 324 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að framlengja lóðarúthlutun um eitt ár þar sem gild rök eru færð fyrir framlengingu.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Undir þessum lið tók Jón Ingi Sveinsson til máls og gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:13. Varaformaður, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, tók við fundarstjórn.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að frammlengja byggingarleyfi um eitt ár fyrir Öldugötu 14, Árskógssandi. Jón Ingi Sveinsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • Með innsendu erindi óskar Katla ehf. eftir framlengingu á lóðarúthlutun fyrir Öldugötu 16, Árskógssandi. Umhverfisráð - 324 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að framlengja lóðarúthlutun um eitt ár þar sem gild rök eru færð fyrir framlengingu.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Undir þessum lið tók Jón Ingi Sveinsson til máls og gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:13. Varaformaður, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, tók við fundarstjórn.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að frammlengja byggingarleyfi um eitt ár fyrir Öldugötu 16, Árskógssandi. Jón Ingi Sveinsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • Með innsendu erindi dags. 15. júlí 2019 óska þau Arnheiður Hallgrímsdóttir og Páll Ómar Jóhannesson eftir sumarhúsalóðinni nr. 17 að Hamri samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 324 Umhverfisráð frestar afgreiðslu til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Jón Ingi Sveinsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:16 og tók við fundarstjórn.

    Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 11. júlí 2019 óskar Þórður Steinar Lárusson eftir framlengingu um eitt ár vegna umsóknar um lóðina við Karlsbraut 3, Dalvík. Umhverfisráð - 324 Umhverfisráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra að óska eftir góðum og gildum rökum fyrir framlengingu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi óska þau Árni Sigurður Þórarinsson og Kristín S. Sigtryggsdóttir eftir byggingarleyfi að Ytra-Hvarfi vegna breytinga og endurbóta á fjósi og hlöðu mhl 11 og 12 samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 324 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara um endanlegt samþykki slökkviliðsstjóra.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um byggingarleyfi að Ytra-Hvarfi vegna breytinga og endurbóta á fjósi og hlöðu með fyrirvara um endanlegt samþykki slökkviliðsstjóra.
  • Með innsendu erindi dags. 17. júlí 2019 óskar Helga Íris Ingólfsdóttir eftir byggingarleyfi fyrir hönd Þröster ehf. vegna breytinga á norðurenda neðri hæðar við Hafnarbraut 5, Dalvík.
    Undir þessum lið vék af fundi Helga Íris Ingólfsdóttir kl. 13:43
    Umhverfisráð - 324 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi með fyrirvara um samþykki meðeigenda í Hafnarbraut 5, Dalvík.
    Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að veita byggingarleyfi til Þröster ehf. vegna breytinga á norðurenda neðri hæðar við Hafnarbraut 5, Dalvík, með fyrirvara um samþykki meðeigenda í Hafnarbraut 5.
  • Helga Íris Ingólfsdóttir kom aftur inn á fundinn kl. 13:58
    Með innsendu erindi dags. 02. ágúst 2019 óskar Kristján E. Hjartarsson eftir leyfi fyrir breyttri skiptingu á Böggvisstöðum vegna nýrrar eignaskiptayfirlýsingar samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
    Umhverfisráð - 324 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um leyfi fyrirbreyttri skiptingu á Böggvisstöðum vegna nýrrar eignaskiptayfirlýsingar samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
  • Með innsendu erindi dags. 01. ágúst 2019 óskar Gunnar Kristinn Guðmundsson fyrir hönd Völusteins ehf. eftir byggingarleyfi til að rífa útihús að Göngustaðakoti 2 samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 324 Umhverfisráð samþykkir umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um byggingarleyfi til að rífa útihús að Göngustaðakoti 2.
  • Með innsendu erindi dag. 02. júlí 2019 óskar Ása Dóra Finnbogadóttir eftir leyfi til uppsetningar á skilti samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 324 Umhverfisráð samþykkir umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi til tveggja ára.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfsiráðs um leyfi til uppsetningar á skilti til tveggja ára.
  • 9.14 201402123 Deiliskipulag Fólkvangs
    Til umræðu krafa vegna reglna um um skráningu jarðfastra menningarminja vegna skipulags og framkvæmda nr. 620/2019 Umhverfisráð - 324 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að óska eftir mati minjavarðar á frekari skráningu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Skógræktinni, rafbréf dagsett þann 20. júní 2019, þar sem fram kemur að í nýsamþykktum lögum um skóga og skógrækt segir að Skógræktin skuli í samráði við hlutaðeigandi sveitarfélög, skógarbændur og aðra hagsmunaðila vinna landshlutaáætlanir þar sem útfærð sé stefna um skógrækt úr landsáætlun í skógrækt. Fram kemur að Skógræktin mun á næstu misserum óska eftir fundi með sveitarfélögum til þess að; kynna þessi áform,ræða hvernig gera megi betur grein fyrir skógrækt og skógræktaráformum í aðalskipulagi hvers sveitar­félags, ná megi sem mestum ávinningi af stækkandi skógarauðlind Íslands á sjálfbæran hátt og til góða fyrir byggðir landsins og samþætta megi skógrækt öðrum landnýtingarkostum og atvinnugreinum um land allt. Meðfylgjandi er bréf frá Skógræktinni sem sent er öllum sveitarfélögum landsins til að upplýsa um þá vinnu sem framundan er Umhverfisráð - 324 Umhverfisráð vísar erindinu til endurskoðunar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar sem stefnt er að í haust. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Örnefnanefnd, dagsett þann 26. júní 2019, þar sem Örnefnanefnd mælir með því að reynt verði að finna leiðir til að bregðast við ef ensk nöfn á íslenskum stöðum eru líkleg til að festast í sessi. Nefndin beinir því þeim tilmælum til sveitarfélaga að hafa frumkvæði að því að gefa stöðum nöfn þegar þörf á því kemur upp og sporna þarf gegn óviðunandi nafni sem annars gæti fest í sessi. Vísað er meðal annars til útvarpsþáttar þar sem fram kemur að á kortavefnum Google Maps er ekki örnefnið Breiðamerkursandur en í þess stað er Diamond Beach. Þessi ensku nöfn eru ýmist þýðingar á íslenskum nöfnum, t.d. Wishpering Cliffs í stað nafnsins Hljóðaklettar eða ný nöfn, t.d. Black Sand Beach í stað Reynisfjöru. Umhverfisráð - 324 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 10. júlí 2019 óskar forsætisráðuneytið eftir stofnun fasteignar (þjóðlendu), sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingu.
    Um er að ræða Skíðadalsafrétt.
    Umhverfisráð - 324 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn og felur sviðsstjóra að stofna þjóðlenduna.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að stofna þjóðlendu, Skíðadalsafrétt, skv. framlögðum gögnum.
  • Með innsendu erindi dags. 10. júlí 2019 óskar forsætisráðuneytið eftir stofnun fasteignar (þjóðlendu), sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingu.
    Um er að ræða Hnjótafjall.
    Umhverfisráð - 324 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn og felur sviðsstjóra að stofna þjóðlenduna.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að stofna þjóðlendu, Hnjótafjall, skv. framlögðum gögnum.

    Fleira þarfnast ekki afgreiðslu byggðaráðs í fundargerðinni og þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru lagðir fram til kynningar i byggðaráði.

10.Umhverfisráð - 325, frá 13.08.2019

Málsnúmer 1908002FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður, sér liður á dagskrá.
2. liður.
7. liður.
  • Til umræðu mögulegar breytingar á deiliskipulagstillögu Hóla- og Túnahverfis samkvæmt niðurstöðu íbúafundar sem haldin var í Bergi þriðjudaginn 6. ágúst. Umhverfisráð - 325 Í ljósi framkominna athugasemda og ábendinga á kynningarfundi með íbúum dags. 6. ágúst s.l. þar sem kynnt var tillaga um breytingar á gildandi deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis, samþykkir umhverfisráð að gerðar verði eftirfarandi breytingar á tillögunni:
    1. Að hámarksbyggingarmagni á lóðunum Hringtúni 17 og 19 verði haldið óbreyttu frá gildandi deiliskipulagi, þ.e.a.s. verði áfram 260 m² í stað 300 m².

    2. Að lóðirnar Hringtún 42 og 44 verði sameinaðar í eina lóð með fjögurra íbúða raðhúsi á einni hæð sem liggur samsíða götu.
    Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs mun samkvæmt samþykkt byggðaráðs dags. 11. júlí s.l. auglýsa tillöguna svo breytta skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Með innsendu erindi dags. 07. ágúst 2019 óskar Bjarni V. Rúnarsson eftir byggingarleyfi vegna niðurrifs á hluta Brekkukots í Svarfaðardal. Umhverfisráð - 325 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um byggingaleyfi vegna niðurifs á hluta Brekkukots í Svarfaðardal.
  • Á 909. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað: "Tekinn fyrir rafpóstur dags. 1.júní 2019 frá Slysavarnadeildinni á Dalvík hvar kynntar eru niðurstöður umferðaþings sem deildin hélt í samvinnu við nemendur Dalvíkurskóla föstudaginn 25.apríl 2019. Umferðaþingið er afrakstur heimsráðstefnu í slysavörnum sem var haldin í Tailandi í nóvember 2018 en tveir fulltrúar slysavarnardeildarinnar sóttu ráðstefnuna. Byggðaráð lýsir ánægju sinni með þessa vinnu og vísar niðurstöðum umferðarþingsins til Umhverfisráðs." Umhverfisráð - 325 Umhverfisráð lýsir ánægju sinni með þessa vinnu sem ráðið mun hafa til hliðsjónar við endurskoðun á umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu endurskoðun á umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar 2018-2022. Umhverfisráð - 325 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að uppfæra umferðaröryggisáætlunina samkvæmt þeim tillögum að breytingum sem gerðar voru á fundinum.

    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 09. maí 2019 óskar Pawel Pieczynski eigandi íbúðar 0302 við Lokastíg 1, Dalvík eftir leyfi fyrir gervihnattadisk á svölum íbúðarinnar. Umhverfisráð - 325 Þar sem ekki liggur fyrir samþykki meðeiganda hússins getur umhverfisráð ekki veitt umbeðið leyfi.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu endurskoðun og breytingar á gildandi úthlutunarreglum byggingarlóða í Dalvíkurbyggð. Umhverfisráð - 325 Umhverfisráð hefur farið yfir núgildandi reglur og frestar afgreiðslu vegna upplýsingaöflunar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 12. ágúst 2019 óska þau Arnheiður Hallgrímsdóttir og Páll Ómar Jóhannesson eftir sumarhúsalóðinni nr. 17 að Hamri samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 325 Umhverfisráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.

    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfsiráðs um úthlutun sumarhúsalóðar nr. 17 að Hamri.

    Fleira þarfnast ekki afgreiðslu byggðaráðs og þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í byggðaráði.

Fundi slitið - kl. 16:20.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs