Fjárhagsáætlun 2018; Frá Ungmennafélagi Svarfdæla; Uppbygging á vallarsvæði UMFS á Dalvík

Málsnúmer 201709001

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 833. fundur - 07.09.2017

Tekið fyrir erindi frá stjórn UMFS, dagsett þann 30. ágúst 2017, er varðar uppbyggingu á vallarsvæði UMFS á Dalvík, en stjórnin hefur samþykkt að hefja undirbúning og framkvæmdir á endurbyggingu á íþróttasvæði félagsins á næsta ári.
Samþykkt stjórnar UMFS byggir á aðkomu Dalvíkurbygðar um fjármögnun á framkvæmdakostnaði og árlegs rekstrarstyrks til að reka svæðið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs og til umhverfisráðs hvað varðar skipulagsmál og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu.

Umhverfisráð - 295. fundur - 15.09.2017

Tekið fyrir erindi frá stjórn UMFS, dagsett þann 30. ágúst 2017, er varðar uppbyggingu á vallarsvæði UMFS á Dalvík, en stjórnin hefur samþykkt að hefja undirbúning og framkvæmdir á endurbyggingu á íþróttasvæði félagsins á næsta ári.
Samþykkt stjórnar UMFS byggir á aðkomu Dalvíkurbygðar um fjármögnun á framkvæmdakostnaði og árlegs rekstrarstyrks til að reka svæðið.
Skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi og nýs deiliskipulags hefur þegar verið unnin og tillaga að aðalskipulagsbreytingu ásamt deiliskipulagstillögu er í vinnslu.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 93. fundur - 18.09.2017

Afgreiðslu frestað. Auka fundur ákveðinn þriðjudaginn 19. september kl. 8:15.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 94. fundur - 19.09.2017

Tekið fyrir erindi frá stjórn UMFS, dagsett þann 30. ágúst 2017, er varðar uppbyggingu á vallarsvæði UMFS á Dalvík, en stjórnin hefur samþykkt að hefja undirbúning og framkvæmdir á endurbyggingu á íþróttasvæði félagsins á næsta ári.
Samþykkt stjórnar UMFS byggir á aðkomu Dalvíkurbygðar um fjármögnun á framkvæmdakostnaði og árlegs rekstrarstyrks til að reka svæðið.
Ráðið styður uppbyggingu á íþróttamannvirkjum í Dalvíkurbyggð. Ráðið bendir á að núverandi fjárhagsrammi íþrótta- og æskulýðsmála mun að öllu óbreyttu ekki ráða við aukin rekstrarkostnað vegna umbeðinnar uppbyggingar á íþróttavelli. Mikilvægt er að ekki verði skorið af öðrum rekstarliðum málaflokksins til að bregðast við auknum rekstarkostnaði í framtíðinni.

Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að gert verði ráð fyrir uppbyggingu á gervigrasvelli á íþróttasvæði UMFS í fjárhagsáætlun næstu tveggja ára.
Samþykkt með 4 atkvæðum af 5.
Kristinn Ingi Valsson var á móti.

Kristinn Ingi Valsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég vil að aðstaða til íþróttaiðkunar í Dalvíkurbyggð sé eins góð og fjölbreytt eins og kostur er. Varðandi beiðni UMFS þá hef ég ákveðnar áhyggjur af því að kostnaður, rekstur og viðhald er tengist byggingu gervisgrasvallar sé of stór fjárfesting miðað við fjárhag sveitarfélagsins í dag. Ég tel að ávinningur af gervigrasvelli umfram þeirrar aðstöðu sem nú er í boði sé ekki á pari við kostnaðinn við byggingu gervigrasvallar, rekstur hans og viðhalds. Telji byggðaráð og sveitastjórn að svo sé ekki og að sveitarfélagið geti ráðist í þessa framkvæmd og geti áfram stutt önnur íþróttafélög, viðhald og uppbyggingu, þá fagna ég því og ítreka að ég vil að aðstaða til íþróttaiðkunar sé eins góð og kostur er og gervigrasvöllur myndi bæta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar mikið.

Jón Ingi Sveinsson og Þórunn Andrésdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
Við greiðum atkvæði með tillögunni en tökum heilshugar undir bókun Kristins Inga.

Byggðaráð - 836. fundur - 28.09.2017

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Guðni Bergsson, formaður KSÍ, Björn Friðþjófsson, landshlutafulltrúi NL hjá KSÍ, og Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Til umræðu uppbygging á vallarsvæði UMFS á Dalvík.

Guðni, Björn og Hlynur viku af fundi kl. 15:12.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 854. fundur - 01.02.2018

Á 94. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs var samþykkt tillaga með 4 atkvæðum af 5 að gert verði ráð fyrir uppbyggingu á gervigrasvelli á íþróttasvæði UMFS í fjárhagsáætlun næstu tveggja ára.

Í samþykktri fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 er gert ráð fyrir á málaflokki 32 framlagi Dalvíkurbyggðar í uppbyggingu á heilum gervigrasvelli, alls 170 m.kr. - 40 m.kr. árið 2018 og 130 m.kr. árið 2019.

Þann 24. janúar s.l. var fundur með forsvarmönnum UMFS, Kristjáni Ólafssyni og Birni Friðþjófssyni, en fundinn sátu sveitarstjóri og sviðsstjórar umhverfis- og tæknisviðs, veitu- og hafnasviðs, fjármála- og stjórnsýslusviðs og fræðslu- og menningarsviðs. Ákveðið var að leggja til myndun stýrihóps um verkefnið.

Eftirfarandi tillaga er um fulltrúa Dalvíkurbyggðar í hópnum:
Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.
Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs.

Eftirfarandi tillaga hefur borist frá stjórn UMFS um fulltrúa félagsins í hópnum:
Kristján Ólafsson
Björn Friðþjófsson
Jónína Guðrún Jónsdótir

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að fulltrúum í stýrishópinn.

Byggðaráð - 873. fundur - 09.08.2018

Sveitarstjóri lagði fram minnisblað frá fundi sem hann átti með forsvarsmönnum UMFS, Kristjáni Ólafssyni og Birni Friðþjófssyni þann 26.júlí 2018. Á þeim fundi var rætt um stöðu á undirbúningi fyrir uppbyggingu gervigrasvallar á íþróttasvæði UMFS en áætlað er að hefja framkvæmdir eftir síðasta heimaleik í haust. Á fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 eru 30 miljónir til UMFS vegna framkvæmda.
Nú liggur fyrir 149.löggjafarþingi 2018-2019 frumvarp til laga um endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda. Markmiðið með lögunum er að styðja við mannvirkjagerð og aðrar framkvæmdir félagasamtaka til almannaheilla og hvetja til þess að þau efli starfsemi sína eða bæti aðstöðu sína.
Í frumvarpinu er lagt til að endurgreiddur verði sá kostnaður sem nemur virðisaukaskatti vegna mannvirkjagerðar eða annarra framkvæmda á vegum félagasamtaka til almannaheilla.
Beiðni um endurgreiðslu verður að berast áður en framkvæmdir hefjast og verður metið hvort framkvæmd uppfylli skilyrði fyrir endurgreiðslu. Forsvarsmenn UMFS meta það svo að mikil fjárhagsleg áhætta sé að hefja þetta verk áður en það sé ljóst hvort frumvarpið verði að lögum. Því sé best að fresta framkvæmdarbyrjun fram á árið 2019.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gerður verði viðauki nr.18 til lækkunar á heildarframlagi til framkvæmda UMFS vegna gervigrasvallar á árinu 2018 upp á 30 miljónir króna. Til hækkunar á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa heildarfjárfestingu vegna framkvæmda gervigrasvallar UMFS til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 102. fundur - 04.09.2018

Frá 873. fundi Byggðaráðs:
Sveitarstjóri lagði fram minnisblað frá fundi sem hann átti með forsvarsmönnum UMFS, Kristjáni Ólafssyni og Birni Friðþjófssyni þann 26.júlí 2018. Á þeim fundi var rætt um stöðu á undirbúningi fyrir uppbyggingu gervigrasvallar á íþróttasvæði UMFS en áætlað er að hefja framkvæmdir eftir síðasta heimaleik í haust. Á fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 eru 30 miljónir til UMFS vegna framkvæmda.
Nú liggur fyrir 149.löggjafarþingi 2018-2019 frumvarp til laga um endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda. Markmiðið með lögunum er að styðja við mannvirkjagerð og aðrar framkvæmdir félagasamtaka til almannaheilla og hvetja til þess að þau efli starfsemi sína eða bæti aðstöðu sína.
Í frumvarpinu er lagt til að endurgreiddur verði sá kostnaður sem nemur virðisaukaskatti vegna mannvirkjagerðar eða annarra framkvæmda á vegum félagasamtaka til almannaheilla.
Beiðni um endurgreiðslu verður að berast áður en framkvæmdir hefjast og verður metið hvort framkvæmd uppfylli skilyrði fyrir endurgreiðslu. Forsvarsmenn UMFS meta það svo að mikil fjárhagsleg áhætta sé að hefja þetta verk áður en það sé ljóst hvort frumvarpið verði að lögum. Því sé best að fresta framkvæmdarbyrjun fram á árið 2019.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gerður verði viðauki nr.18 til lækkunar á heildarframlagi til framkvæmda UMFS vegna gervigrasvallar á árinu 2018 upp á 30 miljónir króna. Til hækkunar á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa heildarfjárfestingu vegna framkvæmda gervigrasvallar UMFS til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 876. fundur - 06.09.2018

Á 873. fundi byggðaráðs þann 9. ágúst 2018 var til umfjöllunar minnisblað frá forsvarsmönnum UMFS sem mátu það mikla fjárhagslega áhættu að hefja verk við nýjan gervigrasvöll áður en ljóst er hvort að frumvarp til laga um endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda nái fram að ganga. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að gerður verði viðauki nr.18 til lækkunar á heildarframlagi til framkvæmda UMFS vegna gervigrasvallar á árinu 2018 upp á 30 milljónir króna og til hækkunar á handbæru fé. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að vísa heildarfjárfestingu vegna framkvæmda gervigrasvallar UMFS til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.

Byggðaráð - 899. fundur - 07.03.2019

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 8:15.

Ofangreindir skipa vinnuhóp um uppbyggingu á vallarsvæði UMFS á Dalvík ásamt sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, Birni Friðþjófssyni og Kristjáni Ólafssyni fyrir hönd UMFS.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samningsdrög á milli Dalvíkurbyggðar og UMFS um uppbyggingu íþróttasvæðis. Börkur Þór og Þorsteinn gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem fram hefur farið í vinnuhópnum.

Til umræðu ofangreint.

Börkur Þór og Þorsteinn viku af fundi kl. 08:57.
Byggðaráð leggur áherslu á að fyrir liggi frá UMFS endanleg kostnaðaráætlun með fjármögnun ásamt rekstraráætlun fyrir framkvæmdinni áður en gengið verður frá samningi um uppbyggingu á íþróttasvæðinu.

Byggðaráð - 902. fundur - 28.03.2019

Á 899. fundi byggðaráðs þann 7. mars 2019 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð leggur áherslu á að fyrir liggi frá UMFS endanleg kostnaðaráætlun með fjármögnun ásamt rekstraráætlun fyrir framkvæmdinni áður en gengið verður frá samningi um uppbyggingu á íþróttasvæðinu."

Á fundinum var farið yfir drög að eftirtöldum samningum:

a) Gagnkvæmur afnotaréttarsamningur um gervigrasvöll milli Dalvíkurbygðgar og UMFS
b) Samningur um gervigrasvöll milli Dalvíkurbyggðar og UMFS

Á fundinum var farið yfir eftirtalin fylgigögn frá UMFS með samningsdrögum:

a) Kostnaðaráætlun framkvæmdarinnar og fjármögnun.
b) Greiðsluáætlun.
c) Rekstaráætlun fyrir gervigrasvöllinn á ársgrundvelli.



a)Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að útfæra fyrirliggjandi drög að samningum með þeim markmiðum að hægt sé að afgreiða ofangreinda samninga á næsta fundi sveitarstjórnar, Guðmundur St. Jónsson situr hjá þar sem gögn komu inn rétt fyrir fundinn og því ekki svigrúm til að kynna sér þau til hlítar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla upplýsinga frá sviðsstjóra veitu- og hafnasvið um fyrirkomulag framkvæmda veitna við gervigrasvöllinn.

Byggðaráð - 915. fundur - 22.08.2019

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.

Gísli gerði grein fyrir fundi sínum og sveitarstjóra með Birni Friðþjófssyni þriðjudaginn 20. ágúst s.l. þar sem gert var grein fyrir framkvæmdum við nýja gervigrasvöllinn en stefnt er að því að vígja völlinn formlega seinna í ágúst.

Til umræðu ofangreint.

Gísli vék af fundi kl. 13:25.
Lagt fram til kynningar.