Málsnúmer 201709001Vakta málsnúmer
Á 94. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs var samþykkt tillaga með 4 atkvæðum af 5 að gert verði ráð fyrir uppbyggingu á gervigrasvelli á íþróttasvæði UMFS í fjárhagsáætlun næstu tveggja ára.
Í samþykktri fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 er gert ráð fyrir á málaflokki 32 framlagi Dalvíkurbyggðar í uppbyggingu á heilum gervigrasvelli, alls 170 m.kr. - 40 m.kr. árið 2018 og 130 m.kr. árið 2019.
Þann 24. janúar s.l. var fundur með forsvarmönnum UMFS, Kristjáni Ólafssyni og Birni Friðþjófssyni, en fundinn sátu sveitarstjóri og sviðsstjórar umhverfis- og tæknisviðs, veitu- og hafnasviðs, fjármála- og stjórnsýslusviðs og fræðslu- og menningarsviðs. Ákveðið var að leggja til myndun stýrihóps um verkefnið.
Eftirfarandi tillaga er um fulltrúa Dalvíkurbyggðar í hópnum:
Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.
Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs.
Eftirfarandi tillaga hefur borist frá stjórn UMFS um fulltrúa félagsins í hópnum:
Kristján Ólafsson
Björn Friðþjófsson
Jónína Guðrún Jónsdótir
Til umræðu ofangreint.