Framkvæmdir og viðhald 2018 skv. starfs- og fjárhagsáætlun.

Málsnúmer 201801115

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 854. fundur - 01.02.2018

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, kl. 13:25.

Til umræðu skipulag og framkvæmd á fyrirliggjandi framkvæmdum og viðhaldsverkefnum Eignasjóðs samkvæmt samþykktri starfs- og fjárhagsáætlun 2018.

Viðhaldsáætlun Eignasjóðs 2018 nemur alls kr. 45.747.000.
Framkvæmdir og fjárfestingar Eignasjóðs 2018 á vegum umhverfis- og tæknisviðs og stjórnar Eignasjóðs, sem er byggðaráð, nemur alls kr. 134.200.000. Einnig er gert ráð fyrir á áætlun kr. 3.157.000 í ýmis skilti og merkingar á árinu 2018.

Börkur og Ingvar viku af fundi kl. 13.57.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfisráð - 305. fundur - 11.05.2018

Til umræðu framkvæmdir sumarsins.
Undir þessum lið koma á fund ráðsins Valur Þór Hilmarsson kl. 10:40.
Valur Þór vék af fundi kl. 11:38.
Umhverfisráði líst vel á framlagðar hugmyndir umhverfisstjóra til að draga úr snjósöfnun við Hringtún. Ráðið felur umhverfsisstjóra að kynna þessar hugmyndir fyrir hagsmunaaðilum.
Ráðið leggur til að þeir fjármunir sem áætlaðir eru í viðgerðir á kantsteinum og gangstéttum verði að hluta nýttir til frágangs við Kirkjuveg 1-8, Dalvík.
Ráðið leggur til að vinna við deiliskipulag Laugahlíðarhverfis verði hafin sem fyrst.
Ráðið leggur til að skipulagsráðgjafi verði fenginn á næsta fund ráðsins vegna skipulagslýsingar Fólkvangsins. Í framhaldinu verði síðan haldinn íbúafundur vegna deiliskipulags Fólkvangsins.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.

Umhverfisráð - 307. fundur - 06.07.2018

Til kynningar og umræðu framkvæmdir og viðhald 2018 ásamt starfs- og fjárhagsáætlun 2018.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 889. fundur - 06.12.2018

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.



Á 305. fundi umhverfisráðs þann 11. maí 2018 var eftirfarandi bókað:

"Til umræðu framkvæmdir sumarsins.

Undir þessum lið kom á fund ráðsins Valur Þór Hilmarsson kl. 10:40.

Valur Þór vék af fundi kl. 11:38.

Umhverfisráði líst vel á framlagðar hugmyndir umhverfisstjóra til að draga úr snjósöfnun við Hringtún. Ráðið felur umhverfisstjóra að kynna þessar hugmyndir fyrir hagsmunaaðilum.

Ráðið leggur til að þeir fjármunir sem áætlaðir eru í viðgerðir á kantsteinum og gangstéttum verði að hluta nýttir til frágangs við Kirkjuveg 1-8, Dalvík.

Ráðið leggur til að vinna við deiliskipulag Laugahlíðarhverfis verði hafin sem fyrst.

Ráðið leggur til að skipulagsráðgjafi verði fenginn á næsta fund ráðsins vegna skipulagslýsingar Fólkvangsins. Í framhaldinu verði síðan haldinn íbúafundur vegna deiliskipulags Fólkvangsins.

Samþykkt með fjórum atkvæðum."



Á 303. fundi sveitarstjórnar þann 15. maí 2018 var eftirfarandi bókað:

"Til máls tóku:

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem leggur til að 11. lið a) verði vísað til byggðaráðs.

Guðmundur St. Jónsson.



a) Ráðið leggur til að þeir fjármunir sem áætlaðir eru í viðgerðir á kantsteinum og gangstéttum verði að hluta nýttir til frágangs við

Kirkjuveg 1-8, Dalvík.



Til máls tóku:

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem leggur til að 11. lið a) verði vísað til byggðaráðs.

Guðmundur St. Jónsson.



Afgreiðsla sveitarstjórnar:

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Gunnþórs Eyfjörðs Gunnþórssonar um að vísa þessum lið til byggðaráðs.



b) Ráðið leggur til að vinna við deiliskipulag Laugahlíðarhverfis verði hafin sem fyrst.



Bókun sveitarstjórnar:

Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og tæknisvið þá er deiliskipulagið á starfs- og fjárhagsáætlun 2018. Lagt fram til kynningar.



c) Ráðið leggur til að skipulagsráðgjafi verði fenginn á næsta fund ráðsins vegna skipulagslýsingar Fólkvangsins. Í framhaldinu verði síðan haldin íbúafundur vegna deiliskipulags Fólkvangsins.



Bókun sveitarstjórnar:

Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og tæknisviði þá er deiliskipulagið á starfs- og fjárhagsáætlun 2018. Lagt fram til kynningar."





Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs varðandi stöðu framkvæmda samkvæmt fjárhagsáætlun málaflokks 32, dagsett þann 05.12.2018. Til umræðu ofangreint.



Lagt fram til kynningar.