Umhverfisráð

307. fundur 06. júlí 2018 kl. 08:15 - 12:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, situr fundinn.

1.Gagnagátt 2018-2022, umhverfisráð

Málsnúmer 201806099Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fundinn varamennirnir Friðrik Vilhelmsson, Birta Dís Jónsdóttir, Júlíus Magnússon og Emil Júlíus Einarsson.
Lagðar voru fram reglur umhverfissviðs sem og reglur er lúta að málefnum sviðsins. Farið var yfir starfsáætlun umhverfissviðs fyrir árið 2018.
Undir þessum lið koma inn á fundinn Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármál- og stjórnsýslusviðs kl. 08:15




Guðrún Pálína vék af fundi kl. 09:02

2.Erindisbréf umhverfisráðs, fundartími ráðsins og tímamörk á móttöku innsendara erinda.

Málsnúmer 201807007Vakta málsnúmer

Til kynningar erindisbréf umhverfisráðs 2018-2022 ásamt tillögum um fundartíma ráðsins.
Ráðið leggur til að erindisbréfið verði endurskoðað samkvæmt umræðum á fundinum og lagt fram á næsta fundi ráðsins.
Ráðið leggur til að fundartími ráðsins verði óbreyttur frá fyrra kjörtímabili annar föstudagur í mánuð kl. 08:15
Ráðið minnir jafnframt á að innsend erindi skulu berast eigi síðar en 14:00 miðvikudaginn fyrir fund.

Varamennirnir Friðrik Vilhelmsson, Birta Dís Jónsdóttir, Júlíus Magnússon og Emil Júlíus Einarsson viku af fundi kl. 09:19.

3.Endurskoðun á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020

Málsnúmer 201806118Vakta málsnúmer

Til umræðu endurskoðun á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við endurskoðun Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar snemma árs 2019.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

4.Hugmyndir að hvernig minnka má plastnotkun í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201705124Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 12. maí 2017 óskar Unnur E. Hafstað fyrir hönd arta.is eftir fundi með umhverfisráði Dalvíkurbyggðar til að fara yfir hvernig minnka megi plastnotkun í sveitarfélaginu.
Undir þessum lið koma Unnur E. Hafstað og Snæborg Ragna Jónatansdóttir inn á fundinn kl. 09.30.
Ráðið þakkar þeim Unni E. Hafstað og Snæborgu Rögnu Jónatansdóttur fyrir gagnlegar umræður og ábendingar.
Unnur og Snæborg viku af fundi kl. 09.49

5.Almennir byggingarskilmálar fyrir lóðir sem Dalvíkurbyggð úthlutar

Málsnúmer 201806122Vakta málsnúmer

Til kynningar almennir byggingarskilmálar fyrir lóðir sem Dalvíkurbyggð úthlutar.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagða almenna byggingarskilmála.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

6.Umsókn um stækkun á lóð við Kambhól, Dalvík

Málsnúmer 201807005Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 28.júní 2018 óskar Jökull Bergmann fyrir hönd Klængshóls ehf. eftir stækkun á lóð við Kambhól, Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð samþykkir að veita umsækjanda stækkun á lóð sem nemur svæði B og svæði A að mörkum íbúða 6 og 7 við Kirkjuveg.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

7.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201807008Vakta málsnúmer

Umsókn um takmarkað byggingarleyfi við Sjávarbraut 7, Dalvík.
Umhverfisráð samþykkir að fela sviðsstjóra að veita umsækjanda takmarkað byggingarleyfi.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

8.Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á eign 0201 að Goðabraut 3, Dalvík.

Málsnúmer 201801126Vakta málsnúmer

Á 306. fundi umhverfisráðs var eftirfarandi bókað:
,,Umhverfisráð frestar afgreiðslu til næsta fundar og felur sviðsstjóra að óska eftir teikningum sem sýna núverandi skuggavarp, einnig miðað við umbeðna hækkun hússins frá hönnuði.
Tímabilið frá júní til 15. ágúst."
Til kynninga umbeðin gögn frá umsækjanda.
Ráðið fór yfir innsend gögn sem sýna skuggavarp fyrirhugaðrar stækkunar á Goðabraut 3 ásamt þeim athugasemdum sem fram komu í grenndarkynningu.
Umhverfisráð hafnar erindinu með fimm atkvæðum og byggir skoðun sína á fyrirliggjandi athugasemdum eftir grenndarkynningu og skuggavarps teikningum.

9.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201807018Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu umsókn um byggingarleyfi frá Kötlu ehf. dags. fyrir parhús á lóðinni Öldugata 12, Árskógssandi.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi að undangenginni umsögn slökkviliðsstjóra.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

10.Ósk um lagfæringar á göngustíg

Málsnúmer 201806034Vakta málsnúmer

Tekið fyrir innsent erindi frá Hafþóri Gunnarssyni dags. 7. júní 2018 þar sem óskað er eftir að gengið verði frá göngustíg við Hringtún og frágang á opnu svæði.
Ráðið getur ekki orðið við umbeðnu erindi, en vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2019.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

11.Hreinsunarátak á iðnaðarlóðum í Dalvíkurbyggð.

Málsnúmer 201807010Vakta málsnúmer

Til umræðu áframhaldandi hreinunarátak á iðnaðarlóðum í Dalvíkurbyggð 2018.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra að útbúa drög að bréfi til fyrirtækja í sveitarfélaginu sem lagt verður fyrir næsta fund ráðsins.

12.Framkvæmdir og viðhald 2018 skv. starfs- og fjárhagsáætlun.

Málsnúmer 201801115Vakta málsnúmer

Til kynningar og umræðu framkvæmdir og viðhald 2018 ásamt starfs- og fjárhagsáætlun 2018.
Lagt fram til kynningar.

13.Umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, áningarstaður 2018

Málsnúmer 201710046Vakta málsnúmer

Til kynningar teikningar og gögn vegna áningastaðar við Hrísatjörn.
Lagt fram til kynningar.

14.Erindi frá íbúasamtökum á Árskógssandi

Málsnúmer 201807031Vakta málsnúmer

Til umræðu innsent erindi frá íbúasamtökum á Árskógssandi.
Umhverfisráð þakkar íbúasamtökunum á Árskógssandi fyrir innsent erindi og vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2019. Ráðið felur þó umhverfisstjóra að yfirfara og bæta hraðamerkingar á Árskógssandi og setja upp þrengingu við gatnamót Hafnarbrautar og Ægisgötu í samráði við Vegagerðina.

15.Mánaðarlegar stöðuskýrslur fyrir fagráð og byggðaráð

Málsnúmer 201604102Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar stöðuskýrslur umhverfis- og tæknisviðs.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:45.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs