Lögð fram tillaga dags. 24.10 2017 unnin af teiknistofunni Form að fyrirkomulagi aðkomu og áningarstaðar við Hrísatjörn suðvestan Hrísahöfða. Framkvæmdin felst í vegslóða frá Ólafsfjarðarvegi að áningarstað með bílastæðum, rútustæðum og almenningssalerni með losunarbúnaði. Framkvæmdasvæðið er innan Friðlands Svarfdæla.
Borist hafa umsagnir frá Umhverfisstofnunar, Vegagerðinni og Náttúrufræðistofnun Íslands. Umsagnir eru jákvæðar og hefur við útfærslu tillögunnar verið tekið tillit til þeirra ábendinga, sem þar koma fram.
Óskað hefur verið eftir undanþágu frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti fyrir framkvæmdinni.
Samþykkt með fimm atkvæðum.