Atvinnumála- og kynningarráð

37. fundur 03. október 2018 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir
  • Margrét Víkingsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Snæþór Arnþórsson mætti ekki og boðaði ekki forföll.
Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir mætti kl. 8:35.

1.Yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga

Málsnúmer 201809095Vakta málsnúmer

Á 879. fundi byggðaráðs var meðal annars bókað:
,,Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsettur þann 21. september 2018 þar sem kynnt er frétt um yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga. Fram kemur að Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur tekið saman yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga, skv. 1. mgr. 7. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Yfirlitið er ætlað til leiðbeiningar fyrir sveitarfélög við stefnumótun og áætlanagerð ásamt því að auðvelda umræðu og yfirsýn yfir skyldur og hlutverk sveitarfélaga.
Sjá nánar:
https://www.stjornarradid.is/default.aspx?pageid=e5cf150d-33a7-11e6-80c7-005056bc217f&newsid=6dbf9f74-bdaa-11e8-942c-005056bc530c

Lagt fram til kynningar og vísað á fagráð sveitarfélagsins til yfirferðar."

Til kynningar.

2.Kynningarmyndband um Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201802020Vakta málsnúmer

Á 37. fundi atvinnumála og kynningarráðs var meðal annars bókað:

,,Upplýsingafulltrúa falið að vinna áfram að verkefninu miðað við umræður á fundinum."

Upplýsingafulltrúi upplýsir ráðið um stöðu mála.
Lagt fram til kynningar.

3.Atvinnu- og auðlindastefna

Málsnúmer 201601026Vakta málsnúmer

Á 34. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað: ,,Upplýsingafulltrúi leggur fyrir ráðið tillögu að kaflaskiptingu og uppbyggingu stefnunnar.

Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 3 atkvæðum að ráðið verði stýrihópur atvinnustefnunnar og samþykkir einnig með 3 atkvæðum að haldinn verði opinn vinnufundur um aðgerðaáætlun stefnunnar haustið 2018."

Upplýsingafulltrúi fer yfir atvinnustefnuna og upplýsir ráðið um þá vinnu sem nú þegar hefur farið fram við gerð hennar.

Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir kemur inn á fundinn kl. 8:35.
Atvinnumála- og kynningarráð felur upplýsingafulltrúa að fullvinna drög að aðgerðaáætlun atvinnustefnunnar fyrir næsta fund ráðsins. Einnig samþykkir ráðið að halda opinn vinnufund um aðgerðahluta stefnunnar í byrjun nóvember 2018.

4.20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201801076Vakta málsnúmer

Á 36. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi meðal annars bókað:
,,Atvinnumála- og kynningarráð felur upplýsingafulltrúa að koma með tillögu að frekari hátíðarhöldum ásamt kostnaðaráætlun fyrir næsta fund ráðsins. "

Upplýsingafulltrúi leggur fyrir ráðið tillögu að hátíðarhöldum ásamt kostnaðaráætlun.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að leggja til að haldið verði upp á 20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar með því að bjóða íbúum sveitarfélagsins í 20 ára afmæliskaffi. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð allt að 450.000.- á deild 21-500.

5.Skilti og merkingar í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201209077Vakta málsnúmer

Upplýsingafulltrúi fer yfir stöðu mála hvað varðar þetta verkefni en unnið er samkvæmt 3ja ára áætlun um úrbætur á merkingum í Dalvíkurbyggð.
Til kynningar.

6.Umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, áningarstaður 2018

Málsnúmer 201710046Vakta málsnúmer

Upplýsingafulltrúi fer yfir og kynnir stöðu framkvæmdanna.
Til kynningar.

7.Skýrsla um vefinn www.dalvikurbyggd.is

Málsnúmer 201809150Vakta málsnúmer

Upplýsingafulltrúi leggur fram skýrslu um vef Dalvíkurbyggðar www.dalvikurbyggd.is en mælingar fara fram á vefnum í gegnum google analitics. Ásamt upplýsingum um vefinn eru að finna í skýrslunni upplýsingar um stigafjölda vefsins í úttekt hins opinbera á opinberum vefjum, en sú úttekt fer fram annað hvert ár.



Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir
  • Margrét Víkingsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi