20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201801076

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 31. fundur - 07.02.2018

Dalvíkurbyggð á 20 ára afmæli á þessu ári en árið 1998 var sveitarfélagið sameinað úr þremur sveitarfélögum: Árskógshreppi, Svarfðardalshreppi og Dalvíkurbæ.
Upplýsingafulltrúa falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

Atvinnumála- og kynningarráð - 32. fundur - 07.03.2018

Á 31. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað: ,,Dalvíkurbyggð á 20 ára afmæli á þessu ári en árið 1998 var sveitarfélagið sameinað úr þremur sveitarfélögum: Árskógshreppi, Svarfðardalshreppi og Dalvíkurbæ. Upplýsingafulltrúa falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum."

Upplýsingafulltrúi fer yfir stöðu mála.

Til umræðu.
Upplýsingafulltrúa falið að vinna áfram að málinu miðað við umræður á fundinum.

Ungmennaráð - 16. fundur - 28.03.2018

Ráðið ræddi um 20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar sem er á þessu ári. Ráðinu langar til að gera eitthvað í tengslum við afmælið. Ákveðið að taka þetta upp á næsta fundi aftur.

Atvinnumála- og kynningarráð - 33. fundur - 04.04.2018

Á 31. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað: ,,Dalvíkurbyggð á 20 ára afmæli á þessu ári en árið 1998 var sveitarfélagið sameinað úr þremur sveitarfélögum: Árskógshreppi, Svarfðardalshreppi og Dalvíkurbæ. Upplýsingafulltrúa falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum."
Til umræðu.

Ungmennaráð - 17. fundur - 25.04.2018

Frestað til næsta fundar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 34. fundur - 02.05.2018

Á 33. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað: ,,Dalvíkurbyggð á 20 ára afmæli á þessu ári en árið 1998 var sveitarfélagið sameinað úr þremur sveitarfélögum: Árskógshreppi, Svarfðardalshreppi og Dalvíkurbæ. Upplýsingafulltrúa falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum."

Upplýsingafulltrúi kynnir þær tillögur sem bárust að afmælismerki Dalvíkurbyggðar.
Upplýsingafulltrúa falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

Umhverfisráð - 305. fundur - 11.05.2018

Umhverfisráð leggur áherslu á að sveitarfélagið sé vel snyrt og felur umhverfisstjóra að vinna að málinu í samráði við upplýsingafulltrúa.

Veitu- og hafnaráð - 74. fundur - 11.05.2018

Á 33. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað: ,,Dalvíkurbyggð á 20 ára afmæli á þessu ári en árið 1998 var sveitarfélagið sameinað úr þremur sveitarfélögum: Árskógshreppi, Svarfaðardalshreppi og Dalvíkurbæ.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 218. fundur - 15.05.2018

Tekið fyrir erindi frá upplýsingarfulltrúa Dalvíkurbyggðar dags. 06.03.2018 þar sem fram kemur að í ár eru 20 ár frá því að Dalvíkurbyggð varð til sem sveitarfélag. Atvinnumála- og kynningarráð hefur fjallað um þann áfanga á fundum sínum og meðal annars kom upp sú umræða að gaman væri ef stofnanir sveitarfélagsins gerðu eitthvað í tilefni afmælisins.
Félagsmálaráð leggur til að haldinn verði vegleg afmælisveisla fyrir íbúa og gesti með veitingum og skemmtiatriðum.

Atvinnumála- og kynningarráð - 35. fundur - 04.07.2018

Á 34. fundi Atvinnumála og kynningarráðs var meðal annars eftirfarandi bókað: ,,Upplýsingafulltrúi kynnir þær tillögur sem bárust að afmælismerki Dalvíkurbyggðar.
Upplýsingafulltrúa falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum."

Upplýsingafulltrúi leggur fyrir ráðið tillögu að 20 ára afmælismerki Dalvíkurbyggðar.

Að auki var tölvupóstur sendur á önnur fagráð Dalvíkurbyggðar þar sem óskað var eftir hugmyndum/tillögum að leiðum til að halda uppá afmæli sveitarfélagsins.

Frá umhverfisráði kom hugmynd um að halda sveitarfélaginu vel snyrtu og umhverfisstjóra falið að vinna að málinu í samráði við upplýsingafulltrúa.

Félagsmálaráð leggur til að haldin verði vegleg afmælisveisla fyrir íbúa og gesti með veitingum og skemmtiatriðum.



Atvinnumála- og kynningarráð samþykktir samhljóða með 4 atkvæðum tillögu að 20 ára afmælismerki Dalvíkurbyggðar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 36. fundur - 12.09.2018

Upplýsingafulltrúi fer yfir þau verkefni sem unnin hafa verið í kringum 20 ára afmæli sveitarfélagsins.

Haldin var samkeppni um 20 ára afmælismerki en þar varð Mjöll Magnúsdóttir hlutskörpust. Merkið er birt á heimasíðu sveitarfélagsins og á öllu bréfsefni.

Búið var til blómabeð með merkinu 20 til að minnast afmælisins.

Leiktæki í kringum 17. júní voru í veglegri kantinum.

Að auki óskaði ráðið eftir hugmyndum frá öðrum fagráðum sveitarfélagsins og komu eftirfarandi hugmyndir fram:

Frá umhverfisráði kom hugmynd um að halda sveitarfélaginu vel snyrtu og umhverfisstjóra falið að vinna að málinu í samráði við upplýsingafulltrúa.

Félagsmálaráð leggur til að haldin verði vegleg afmælisveisla fyrir íbúa og gesti með veitingum og skemmtiatriðum.

Til umræðu.
Atvinnumála- og kynningarráð felur upplýsingafulltrúa að koma með tillögu að frekari hátíðarhöldum ásamt kostnaðaráætlun fyrir næsta fund ráðsins.

Atvinnumála- og kynningarráð - 37. fundur - 03.10.2018

Á 36. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi meðal annars bókað:
,,Atvinnumála- og kynningarráð felur upplýsingafulltrúa að koma með tillögu að frekari hátíðarhöldum ásamt kostnaðaráætlun fyrir næsta fund ráðsins. "

Upplýsingafulltrúi leggur fyrir ráðið tillögu að hátíðarhöldum ásamt kostnaðaráætlun.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að leggja til að haldið verði upp á 20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar með því að bjóða íbúum sveitarfélagsins í 20 ára afmæliskaffi. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð allt að 450.000.- á deild 21-500.

Byggðaráð - 883. fundur - 17.10.2018

Á 37. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 3. október 2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 36. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi meðal annars bókað:
,,Atvinnumála- og kynningarráð felur upplýsingafulltrúa að koma með tillögu að frekari hátíðarhöldum ásamt kostnaðaráætlun fyrir næsta fund ráðsins. "

Upplýsingafulltrúi leggur fyrir ráðið tillögu að hátíðarhöldum ásamt kostnaðaráætlun.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að leggja til að haldið verði upp á 20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar með því að bjóða íbúum sveitarfélagsins í 20 ára afmæliskaffi. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð allt að 450.000.- á deild 21-500. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdið beiðni um viðauka að upphæð kr. 450.000 á deild 21500 vegna afmæliskaffis í tilefni af 20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 36 við fjárhagsáætlun 2018, allt að kr. 450.000 við deild 21500. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að samið verði við Basalt á grundvelli tilboðs.

Sveitarstjórn - 306. fundur - 30.10.2018

Á 883. fundi byggðaráðs þann 17.10.2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 37. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 3. október 2018 var eftirfarandi bókað: "Á 36. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi meðal annars bókað: ,,Atvinnumála- og kynningarráð felur upplýsingafulltrúa að koma með tillögu að frekari hátíðarhöldum ásamt kostnaðaráætlun fyrir næsta fund ráðsins. " Upplýsingafulltrúi leggur fyrir ráðið tillögu að hátíðarhöldum ásamt kostnaðaráætlun. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að leggja til að haldið verði upp á 20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar með því að bjóða íbúum sveitarfélagsins í 20 ára afmæliskaffi. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð allt að 450.000.- á deild 21-500. " Með fundarboði byggðaráðs fylgdið beiðni um viðauka að upphæð kr. 450.000 á deild 21500 vegna afmæliskaffis í tilefni af 20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 36 við fjárhagsáætlun 2018, allt að kr. 450.000 við deild 21500. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að samið verði við Basalt á grundvelli tilboðs. "

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar viðauka nr. 36 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 450.000 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Atvinnumála- og kynningarráð - 38. fundur - 07.11.2018

Á 883. fundi byggðaráðs var meðal annars bókað:
,,Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að leggja til að haldið verði upp á 20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar með því að bjóða íbúum sveitarfélagsins í 20 ára afmæliskaffi. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð allt að 450.000.- á deild 21-500. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdið beiðni um viðauka að upphæð kr. 450.000 á deild 21500 vegna afmæliskaffis í tilefni af 20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 36 við fjárhagsáætlun 2018, allt að kr. 450.000 við deild 21500. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að samið verði við Basalt á grundvelli tilboðs."



Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir að stefna að því að halda 20 ára afmæliskaffi Dalvíkurbyggðar sunnudaginn 9. desember kl. 14-16 og upplýsingafulltrúa falið að kanna hvort að salurinn í Bergi sé laus.

Snæþór víkur af fundi kl. 9:28.

Atvinnumála- og kynningarráð - 39. fundur - 05.12.2018

Á 38. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs þann 7. nóvember 2018 var samþykkt að stefna að því að halda 20 ára afmæliskaffi Dalvíkurbyggðar sunnudaginn 9. desember 2018 kl. 14-16 og upplýsingafulltrúa var falið að kanna hvort að salurinn í Bergi sé laus.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi gerði grein fyrir að niðurstaðan er sunnudagurinn 16. desember n.k. vegna annarra viðburða í sveitarfélaginu frá kl. 14:30 - kl. 16:30.
Lagt fram til kynningar.