Atvinnumála- og kynningarráð

38. fundur 07. nóvember 2018 kl. 08:15 - 11:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Sigvaldi Gunnlaugsson varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir
  • Margrét Víkingsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir boðaði forföll og hennar varamaður, Sigvaldi Gunnlaugsson, mætti í hennar stað.

1.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019

Málsnúmer 201810001Vakta málsnúmer

Á 883. fundi byggðaráðs var eftirfarandi meðal annars bókað:
,,Tekinn fyrir rafpóstur frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, dagsettur þann 5. október 2018, þar sem kynnt er auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskiveiðiársins 2018/2019. Með auglýsingunni vill ráðuneytið gefa bæjar- og sveitarstjórnum kost á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018/2019 á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2018.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018/2019, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis."

Sveitarstjóri sótti um byggðakvóta fyrir umsóknarfrest.

Til kynningar.

2.Atvinnu- og auðlindastefna

Málsnúmer 201601026Vakta málsnúmer

Á 37. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað:
,,Atvinnumála- og kynningarráð felur upplýsingafulltrúa að fullvinna drög að aðgerðaáætlun atvinnustefnunnar fyrir næsta fund ráðsins. Einnig samþykkir ráðið að halda opinn vinnufund um aðgerðahluta stefnunnar í byrjun nóvember 2018."

Upplýsingafulltrúi kynnir fyrir ráðinu fullunnin drög að aðgerðaáætlun atvinnustefnunnar. Einnig leggur upplýsingafulltrúi fyrir ráðið hugmynd að dagskrá fyrir opinn vinnufund.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir að halda opinn vinnufund um aðgerðahluta stefnunnar þriðjudaginn 27. nóvember kl. 14:00-16:00.

3.Kynningarmyndband um Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201802020Vakta málsnúmer

Upplýsingafulltrúi fór yfir stöðu verkefnsins. Þann 16. og 17. október fóru fram upptökur vegna kynningarmyndbandsins. Alls komu 11 aðilar í upptökur. Stefnt er að því að myndböndin verði tilbúin undir mánaðarmót nóvember/desember.
Til kynningar.

4.20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201801076Vakta málsnúmer

Á 883. fundi byggðaráðs var meðal annars bókað:
,,Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að leggja til að haldið verði upp á 20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar með því að bjóða íbúum sveitarfélagsins í 20 ára afmæliskaffi. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð allt að 450.000.- á deild 21-500. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdið beiðni um viðauka að upphæð kr. 450.000 á deild 21500 vegna afmæliskaffis í tilefni af 20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 36 við fjárhagsáætlun 2018, allt að kr. 450.000 við deild 21500. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að samið verði við Basalt á grundvelli tilboðs."



Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir að stefna að því að halda 20 ára afmæliskaffi Dalvíkurbyggðar sunnudaginn 9. desember kl. 14-16 og upplýsingafulltrúa falið að kanna hvort að salurinn í Bergi sé laus.

Snæþór víkur af fundi kl. 9:28.

5.Stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki, endurskoðun á reglum

Málsnúmer 201709014Vakta málsnúmer

Á 30. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 17. janúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið mætti á fundinn Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson lögmaður Dalvíkurbyggðar. Á 26. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað: ,,Í reglum um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki kemur fram að endurskoða skuli reglurnar á fjögurra ára fresti og var það gert af atvinnumálanefnd Dalvíkurbyggðar síðast í janúar 2012. Með fundarboði fylgdu fyrstu drög upplýsingafulltrúa að breytingum á reglum um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki. Þær hafa einnig verið sendar Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar til yfirferðar. Unnið að breytingum og upplýsingafulltrúa falið að uppfæra reglurnar miðað við þær breytingar sem voru gerðar á fundinum ásamt því að fá umsögn lögfræðings." " Ásgeir Örn yfirgefur fundinn kl. 13:37.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með fjórum atkvæðum að leggja það til við sveitarstjórn að reglur til frumkvöðla og fyrirtækja, og þar af leiðandi styrkir samkvæmt þeim reglum, verði lagðar niður. Í endurskoðunarferli þessara reglna hefur ráðið aflað sér upplýsinga og gagna sem hafa varpað ljósi á ýmsa annmarka varðandi framkvæmd núgildandi reglna og því hefur ráðið komist að áðurnefndri niðurstöðu."

Á 853. fundi byggðaráðs var meðal annars bókað:
,,Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að reglurnar verði lagðar niður í núverandi mynd og að upplýsingafulltrúa sé falið að móta tillögur að stuðningi við frumkvöðla í Dalvíkurbyggð í samræmi við umræður á fundinum."


Á 882. fundi byggðaráðs var meðal annars bókað:
,,Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að nýjum reglum fyrir nýsköpunar- og þróunarsjóð Dalvíkurbyggðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa reglunum eins og þær liggja fyrir til umsagnar í atvinnumála- og kynningarráði."
Snæþór kemur aftur inn á fundinn 9:39.

Atvinnumála- og kynningarráð hefur kynnt sér reglurnar og gerir nokkrar tillögur að breytingum og er upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að koma þeim á framfæri við byggaráð.

6.Endurnýjun á samstarfssamningi

Málsnúmer 201809132Vakta málsnúmer

Á 882. fundi byggðaráðs var meðal annars bókað:
,,Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands (MN), dagsettur þann 21. september 2018, þar sem fram kemur að samningur við MN við sveitarfélagið rennur út nú um áramótin og fer MN þess á leit að samningurinn verði endurnýjaður til þriggja ára eða til ársloka 2021. Framlag sveitarfélagsins er 500 kr. per íbúa á ári. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands óskar einnig eftir að fá að koma á fund hjá sveitarfélaginu til að kynna verkefni og starfsemi Markaðsstofunnar.

Byggðaráð samþykkir samljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gerður verði samningur til eins árs eða út árið 2019 með vísan til tillögu stjórnar Eyþings frá 21. september s.l. hvað varðar viðræður um sameiningu Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna:" Það er sameiginleg sýn aðildarsveitarfélaga Eyþings að heillavænlegt sé til framtíðar litið að samstarfsverkefnin sem sinnt er nái yfir allt starfssvæði landshlutasamtakanna og því mikilvægt að heildarsýn náist í sameiginlegri atvinnuþróun og byggðarmálum á Eyþingssvæðinu. Aðalfundur Eyþings haldinn í Mývatnssveit 21.-22. september 2018 samþykkir að skipa fimm einstaklinga í starfshóp til að hefja viðræður við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar í samræmi við erindi þess til fundarins. Jafnframt er starfshópnum falið að hefja viðræður við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga um form samstarfs og samvinnu þessara þriggja aðila á sviði atvinnu- og byggðamála til framtíðar. Starfshópurinn skal hafa lokið störfum fyrir 1. mars 2019."

Á 306. fundi sveitarstjórnar var meðal annars bókað:
,,Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu byggðaráðs um að gerður verði samningur til eins árs við Markaðsstofu Norðurlands."
Til kynningar.

7.Heimsókn frá Markaðsstofu Norðurlands

Málsnúmer 201811017Vakta málsnúmer

Á fund atvinnumála- og kynningarráðs kom frá Markaðsstofu Norðurlands Björn H. Reynisson til að kynna starfsemi Markaðsstofu Norðurlands.

Björn H. Reynisson og Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri komu inn á fundinn kl. 10:00 og fór út af fundi kl. 11:00.
Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Sigvaldi Gunnlaugsson varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir
  • Margrét Víkingsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi