Á 31. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað:
,,Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi:
Gerð atvinnumálastefnu komst á dagskrá í maí 2014, fyrst í atvinnumálanefnd og síðan í atvinnumála- og kynningarráði. Í nóvember 2015 komu upp hugmyndir um að Dalvíkurbyggð myndi setja sér auðlindastefnu og í kjölfarið var tekin ákvörðun um að sameina þessar tvær stefnur og móta atvinnu- og auðlindastefnu Dalvíkurbyggðar.
Á 759. fundi sínum þann 19. nóvember 2015 samþykkti byggðaráð Dalvíkurbyggðar samhljóða með 3 atkvæðum að fela atvinnumála- og kynningaráði að halda utan um ofangreinda vinnu, í samvinnu við önnur fagsvið og fagráð. Byggðaráð lagði einnig til að starfsmenn ráðanna, ásamt sveitarstjóra, myndi vinnuhópinn og vinnan við stefnurnar verði til umfjöllunar í fagráðunum. Þessi tilhögun var svo samþykkt á 274. fundi sveitarstjórnar þann 24. nóvember 2015.
Atvinnuhluti stefnunnar er á lokastigum og áætlað er að ljúka honum í lok apríl 2018. Vinna við auðlindahluta stefnunnar er stutt á veg kominn og því óskar atvinnumála- og kynningarráð eftir því að veitu- og hafnaráð og umhverfisráð taki málið upp og taki afstöðu til þess hvort, og þá með hvað hætti, þau vilji koma að málinu. "
Á 72. fundi veitu- og hafnaráðs og 302. fundi umhverfisráðs var ofangreind bókun tekin fyrir og óskað eftir því að upplýsingafulltrúi komi á fundi ráðanna til að kynna fyrir þeim stöðu við vinnu auðlindahluta stefnunnar.