Málsnúmer 201709014Vakta málsnúmer
Á 30. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 17.01.2018 var meðal annars bóka:
,,Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með fjórum atkvæðum að leggja það til við sveitarstjórn að reglur til frumkvöðla og fyrirtækja, og þar af leiðandi styrkir samkvæmt þeim reglum, verði lagðar niður.
Í endurskoðunarferli þessara reglna hefur ráðið aflað sér upplýsinga og gagna sem hafa varpað ljósi á ýmsa annmarka varðandi framkvæmd núgildandi reglna og því hefur ráðið komist að áðurnefndri niðurstöðu."
Á 853. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 25.01.2018 var meðal annars bókað:
,,Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að reglurnar verði lagðar niður í núverandi mynd og að upplýsingafulltrúa sé falið að móta tillögur að stuðningi við frumkvöðla í Dalvíkurbyggð í samræmi við umræður á fundinum."
Til umræðu ofangreint.
Atvinnumála- og kynningarráð óskar eftir því að ráðið komi að og móti tillögur í samvinnu við byggðaráð um stuðning við frumkvöðla í Dalvíkurbyggð.
Ofangreind tillaga var borin upp til afgreiðslu og felld með þremur atkvæðum. Freyr greiðir atkvæði með tillögunni og Jón Steingrímur situr hjá þar sem hann var ekki viðstaddur síðasta fund og tók ekki þátt í þeim umræðum og telur sig því ekki nægilega upplýstan um málið.