Frá Snæþóri Arnþórssyni fyrir hönd Skíðafélags Dalvíkur; Markaðsmál í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201801090

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 31. fundur - 07.02.2018

Tekinn fyrir tölvupóstur, sendur 24. janúar 2018, frá Snæþóri Arnþórssyni fyrir hönd Skíðafélags Dalvíkur. Í bréfinu óskar Skíðafélagið eftir aðkomu sveitarfélagsins að sameiginlegum markaðspakka til þess að auglýsa sveitarfélgið. Óskar Skíðafélagið eftir því að sveitarfélagið hafi frumkvæði að sameiginlegu átaki allra ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu með því að ráða markaðsstofu að verkefninu.

Til umræðu ofangreint.
Atvinnumála- og kynningarráð þakkar Snæþóri fyrir innsent erindi.
Nú þegar er Dalvíkurbyggð þátttakandi í ýmsum verkefnum er snúa að markaðssetningu svo sem Markaðsstofu Norðurlands og vefnum visittrollaskagi.is. Eins hefur sveitarfélagið tekið þátt í sameiginlegum auglýsingum með ferðaþjónustufyrirtækjum á svæðinu. Þá greiðir sveitarfélagið fyrir auglýsingar í ýmsum ferðaþjónustubæklingum svo sem Á ferð um Ísland, Vegahandbókinni og Áningu.

Framundan er vinna við gerð kynningarmyndbands um sveitarfélagið, í samstarfi við fjölmarga aðila, sem og að 28. febrúar næstkomandi verður haldið fyrirtækjaþing um markaðssetningu.