Á 858. fundi byggðaráðs þann 24. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Margrét Víkingsdóttir sat fundinn áfram undir þessu máli. Á 34. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað: "Á 33. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað: ,,Í starfs- og fjárhagsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs fyrir árið 2018 er gert ráð fyrir því að gera kynningarmyndband um Dalvíkurbyggð. Upplýsingafulltrúa er falið að útfæra nánar grunn fyrir kynningarmyndbandið ásamt því að leita tilboða hjá auglýsingastofum. Upplýsingafulltrúi kynnir fyrir ráðinu þau tilboð sem bárust vegna gerðar kynningarmyndbands. Upplýsingafulltrúa falið að vinna áfram að verkefninu." Til umræðu. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 3 atkvæðum að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun upp á 1.000.000 vegna þessa verkefnis. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Hype í samræmi við umræður á fundinum. " Með fundarboði byggðaráðs fylgdi beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun, dagsett þann 11. maí 2018, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.000.000 við deild 21500 og lykil 4915. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 13 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 1.000.000 við deild 21500, mætt með lækkun á handbæru fé. "
Enginn tók til máls.