Atvinnumála- og kynningarráð

32. fundur 07. mars 2018 kl. 13:00 - 14:50 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sölvi H Hjaltason Varaformaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir aðalmaður
  • Bára Höskuldsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
  • Margrét Víkingsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Freyr Antonsson, formaður, boðar forföll. Varamenn hans boða einnig forföll.
Jón Steingrímur Sæmundsson mætti ekki á fundinn og boðaði ekki forföll. Ekki var mætt í hans stað.

1.Atvinnu- og auðlindastefna

Málsnúmer 201601026Vakta málsnúmer

Á 31. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað:

,,Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi:

Gerð atvinnumálastefnu komst á dagskrá í maí 2014, fyrst í atvinnumálanefnd og síðan í atvinnumála- og kynningarráði. Í nóvember 2015 komu upp hugmyndir um að Dalvíkurbyggð myndi setja sér auðlindastefnu og í kjölfarið var tekin ákvörðun um að sameina þessar tvær stefnur og móta atvinnu- og auðlindastefnu Dalvíkurbyggðar.

Á 759. fundi sínum þann 19. nóvember 2015 samþykkti byggðaráð Dalvíkurbyggðar samhljóða með 3 atkvæðum að fela atvinnumála- og kynningaráði að halda utan um ofangreinda vinnu, í samvinnu við önnur fagsvið og fagráð. Byggðaráð lagði einnig til að starfsmenn ráðanna, ásamt sveitarstjóra, myndi vinnuhópinn og vinnan við stefnurnar verði til umfjöllunar í fagráðunum. Þessi tilhögun var svo samþykkt á 274. fundi sveitarstjórnar þann 24. nóvember 2015.

Atvinnuhluti stefnunnar er á lokastigum og áætlað er að ljúka honum í lok apríl 2018. Vinna við auðlindahluta stefnunnar er stutt á veg kominn og því óskar atvinnumála- og kynningarráð eftir því að veitu- og hafnaráð og umhverfisráð taki málið upp og taki afstöðu til þess hvort, og þá með hvað hætti, þau vilji koma að málinu. "

Á 72. fundi veitu- og hafnaráðs og 302. fundi umhverfisráðs var ofangreind bókun tekin fyrir og óskað eftir því að upplýsingafulltrúi komi á fundi ráðanna til að kynna fyrir þeim stöðu við vinnu auðlindahluta stefnunnar.
Með vísan í ofangreindar bókanir veitu- og hafnaráðs og umhverfisráðs leggur atvinnumála- og kynningarráð til við sveitarstjórn að vinnu við auðlindahluta atvinnu- og auðlindastefnu Dalvíkurbyggðar verði hætt og að vinnuhópurinn, sem skipaður var af sveitarstjórn, verði lagður niður.

Atvinnumála- og kynningarráð mun halda áfram að vinna að atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar en hún er langt á veg komin.

2.Fyrirtækjaþing 2017

Málsnúmer 201709015Vakta málsnúmer

Þann 28. febrúar síðastliðinn hélt atvinnumála- og kynningarráð fyrirtækjaþing sitt 2018 undir yfirskriftinni Hvernig á að ná árangri í markaðssetingu? Fyrirlesari var Gunnar Thorberg Sigurðsson markaðsfræðingur og fór hann vítt og breytt yfir áherslur í markaðssetningu, allt frá mikilvægi þess að gera áætlun um markaðssetningu yfir í leiðir í rafrænni markaðssetningu.

Ríflega 40 manns sóttu þingið, úr Dalvíkurbyggð og nærsveitum, og frá ýmsum atvinnugreinum.

Til kynningar.
Atvinnumála- og kynningarráð lýsir yfir ánægju sinni með vel heppnað fyrirtækjaþing og þakkar öllum þeim sem sáu sér fært að mæta og taka þátt.

3.Atvinnulífskönnun 2017

Málsnúmer 201709017Vakta málsnúmer

Á 30. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað ,, Upplýsingafulltrúi fer yfir niðurstöður atvinnulífskönnunar 2017. Atvinnumála- og kynningarráð þakkar fyrirtækjum fyrir góða þátttöku í könnuninni. Niðurstöður hennar verða birtar á heimasíðu Dalvíkurbyggðar þegar skýrsla hefur verið unnin."

Upplýsingafulltrúi kynnti fyrstu drög að skýrslu og framsetningu gagna.

Til umræðu.
Atvinnumála- og kynningarráð þakkar upplýsingafulltrúa fyrir vel unna skýrslu og felur henni að birta niðurstöður atvinnulífskönnunarinnar á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.

4.Nýr ferðamannavegur á Norðurlandi

Málsnúmer 201702003Vakta málsnúmer

Dalvíkurbyggð er þátttakandi í verkefninu Arctic Coast Way en verkefnið er samstarfsverkefni sveitarfélaga og fyrirtækja á Norðurlandi og teygir sig frá Hvammstanga og yfir á Bakkafjörð. Verkefnið nær þannig yfir 17 sveitarfélög og 21 bæ eða þorp á leiðinni.

Markmið verkefnisins Arctic Coast Way er að þróa ferðamannaveg eftir strandlengjunni á þessu svæði en vegurinn verður sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Þannig er markmiðið að búa til nýtt aðdráttarafl á Norðurlandi, auka sýnileika svæðisins á innlendum og erlendum mörkuðum, dreifa ferðamönnum meira um landið, auka dvalartíma ferðamanna á Norðurlandi, innleiða sjálfbærni og lengja ferðamannatímann.

Markaðsstofa Norðurlands heldur utanum verkefnið en það hefur sérstakan stýrihóp sem samanstendur af fulltrúum svæðanna og sérfræðingum í málefnum ferðaþjónustu. Verkefnisstjóri þess er Christiane Stadler.

Til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

5.20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201801076Vakta málsnúmer

Á 31. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað: ,,Dalvíkurbyggð á 20 ára afmæli á þessu ári en árið 1998 var sveitarfélagið sameinað úr þremur sveitarfélögum: Árskógshreppi, Svarfðardalshreppi og Dalvíkurbæ. Upplýsingafulltrúa falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum."

Upplýsingafulltrúi fer yfir stöðu mála.

Til umræðu.
Upplýsingafulltrúa falið að vinna áfram að málinu miðað við umræður á fundinum.

6.Kynningarmyndband um Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201802020Vakta málsnúmer

Á 31. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var bókað: ,,Í starfs- og fjárhagsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs fyrir árið 2018 er gert ráð fyrir því að gera kynningarmyndband um Dalvíkurbyggð. Upplýsingafulltrúa er falið að útfæra nánar grunn fyrir kynningarmyndbandið ásamt því að leita tilboða hjá auglýsingastofum. "

Upplýsingafulltrúi leggur fyrir ráðið grunn að verkefninu sem byggir meðal annars á ímyndarkönnun sem unnin var í sveitarfélaginu árin 2016 og 2017.

Til umræðu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:50.

Nefndarmenn
  • Sölvi H Hjaltason Varaformaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir aðalmaður
  • Bára Höskuldsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
  • Margrét Víkingsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi