Dalvíkurbyggð er þátttakandi í verkefninu Arctic Coast Way en verkefnið er samstarfsverkefni sveitarfélaga og fyrirtækja á Norðurlandi og teygir sig frá Hvammstanga og yfir á Bakkafjörð. Verkefnið nær þannig yfir 17 sveitarfélög og 21 bæ eða þorp á leiðinni.
Markmið verkefnisins Arctic Coast Way er að þróa ferðamannaveg eftir strandlengjunni á þessu svæði en vegurinn verður sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Þannig er markmiðið að búa til nýtt aðdráttarafl á Norðurlandi, auka sýnileika svæðisins á innlendum og erlendum mörkuðum, dreifa ferðamönnum meira um landið, auka dvalartíma ferðamanna á Norðurlandi, innleiða sjálfbærni og lengja ferðamannatímann.
Markaðsstofa Norðurlands heldur utanum verkefnið en það hefur sérstakan stýrihóp sem samanstendur af fulltrúum svæðanna og sérfræðingum í málefnum ferðaþjónustu. Verkefnisstjóri þess er Christiane Stadler.
Til kynningar.