Atvinnumála- og kynningarráð

45. fundur 05. júní 2019 kl. 08:15 - 09:25 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir Þjónustu- og upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Tryggvi Kristjánsson, varaformaður, boðaði forföll og Sigvaldi Gunnlaugsson, varamaður, gerði það einnig.

1.Arctic Coast Way - Nýr ferðamannavegur á Norðurlandi

Málsnúmer 201702003Vakta málsnúmer

Á 44. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs samþykkti ráðið samhljóða með 4 atkvæðum aðild að viðburði í tengslum við opnun á ACW á Degi hafsins í samvinnu við Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar. Kostnaði vísað á lið 21500-4915. Norðurstrandarleiðin, Arctic Coast Way verður opnuð við hátíðlega athöfn þann 8. júní nk.
Mikið var rætt um hvort tímasetningin 8. júní henti fyrir viðburð í Dalvíkurbyggð þar sem margt annað á sér stað þessa helgi og því margir uppteknir. Markmiðið var að hreinsa fjörurnar á Dalvík, Árskógssandi og Hauganesi og bjóða uppá lifandi tónlist. Atvinnumála- og kynningaráð fagnar því mjög nýju samstarfsverkefni Fiskidagsins mikla og Arctic Adventures og hvetur til almenningsþátttöku.

2.Atvinnu- og auðlindastefna

Málsnúmer 201601026Vakta málsnúmer

Á 310. fundi sveitarstjórnar þann 19. febrúar 2019 voru reglur Dalvíkurbyggðar um nýsköpunar- og þróunarsjóð staðfestar.
Á 43. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs fól ráðið þjónustu- og upplýsingafulltrúa að auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn í samræmi við gildandi reglur.
Atvinnumála- og kynningaráð auglýsti opið fyrir umsóknir í Nýsköpunar- og þróunarsjóð Dalvíkurbyggðar þann 30. apríl sl. Umsóknarfrestur var auglýstur í einn mánuð og síðasti dagur til umsóknar því 30. maí.
Engar umsóknir bárust í sjóðinn að þessu sinni. Auglýst var á heimasíðu og facebook-síðu Dalvíkurbyggðar.
Niðurstaða lögð fram til kynningar og í framhaldi rætt um möguleikann á að auglýsa sjóðinn á fleiri stöðum á næsta ári.

3.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019

Málsnúmer 201810001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

4.Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201405182Vakta málsnúmer

Á 42. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 6. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 309. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 15. janúar 2019 var Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar samþykkt samhljóða.

Á fundinum var til umræðu ofangreind stefna og næstu skref út frá aðgerðaáætlun stefnunnar. Farið var yfir þau verkefni sem tilgreind eru í áætluninni.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að vinna drög að upplýsingasíðu fyrir ferðamenn inn á heimasíðu Dalvíkurbyggðar."


Þjónustu- og upplýsingafulltrúi lagði fram til kynningar stöðu upplýsingasíðu eins og hún lítur út í dag. Verkefnið er komið vel á veg og lofar góðu.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að klára verkefnið sem fyrst og koma því síðan áleiðis til þeirra sem starfa á ferðamannastöðum í Dalvíkurbyggð og nágrenni. Þá mætti einnig koma upplýsingasíðunni áleiðis til fyrirtækja á borð við Markaðstofu Norðurlands sem Dalvíkurbyggð er aðili að.

5.Fundargerðir stjórnar 2019

Málsnúmer 201904003Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar nr. 231 og nr. 232.
Lagt fram til kynningar

6.Fundagerðir samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2019

Málsnúmer 201902026Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar nr. 51
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:25.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir Þjónustu- og upplýsingafulltrúi