Málsnúmer 201405182Vakta málsnúmer
Á 42. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 6. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 309. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 15. janúar 2019 var Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar samþykkt samhljóða.
Á fundinum var til umræðu ofangreind stefna og næstu skref út frá aðgerðaáætlun stefnunnar. Farið var yfir þau verkefni sem tilgreind eru í áætluninni.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að vinna drög að upplýsingasíðu fyrir ferðamenn inn á heimasíðu Dalvíkurbyggðar."