Fundargerðir stjórnar AFE 2019

Málsnúmer 201904003

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 43. fundur - 03.04.2019

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar nr. 227 og nr. 228.
Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 44. fundur - 08.05.2019

Lagt fram til kynningar fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar nr. 229 og nr. 230.

Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 45. fundur - 05.06.2019

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar nr. 231 og nr. 232.
Lagt fram til kynningar

Atvinnumála- og kynningarráð - 46. fundur - 04.09.2019

Fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar nr. 233-237 kynntar.
Lagt fram til kynningar

Atvinnumála- og kynningarráð - 48. fundur - 08.11.2019

Fundargerðir Atvinnuþróunarfélags Eyjafarðar nr. 238 og 239 lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar

Atvinnumála- og kynningarráð - 49. fundur - 06.12.2019

Lagðar fram til kynningar fundargerð stjórnar AFE nr. 40 og fundargerð aukaaðalfundar AFE
Lagðar fram til kynningar

Atvinnumála- og kynningarráð - 50. fundur - 15.01.2020

Lögð fram til kynningar 241. fundargerð stjórnar AFE frá 13. desember 2019.

Umræður sköpuðust um 1. lið fundargerðar um raforkuflutninga og óveðrið vegna áhrifa langvarandi raforkuleysis á atvinnulífið. Ljóst er að tjón sumra fyrirtækja í Dalvíkurbyggð er mikið.

Á fundinum var einnig kynnt bókun sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps eftir óveðrið í desember. Málin rædd.



Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð tekur undir bókun stjórnar AFE í fyrsta lið fundargerðarinnar vegna óveðursins sem gekk yfir í desember:

Stjórn AFE lítur atburði síðustu sólarhringa grafalvarlegum augum og harmar að opinberir innviðir samfélagsins hafi brugðist í því veðuráhlaupi
sem nú gekk yfir. Þessi staða ætti ekki að koma á óvart, í yfir áratug hefur verið bent á nauðsyn þess að styrkja flutningskerfi raforku. Öryggi íbúa, hvar svo
sem þeir búa, þarf að vera forgangsmál þjóðarinnar. Ótryggt raforkukerfi og innviðir skapa aðstæður sem eru algjörlega óásættanlegar í nútíma samfélagi.

Einnig tekur atvinnumála- og kynningarráð undir bókun sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps frá 6. janúar sl.:

Sveitarstjórn skorar á stjórnvöld að flytja höfuðstöðvar Rarik inn á starfssvæði Rarik, t.d. á Norðurland, enda er það í fullu samræmi við stefnu stjórnvalda að flytja opinber störf út á land.

Sveitarstjórn - 320. fundur - 21.01.2020

Á 50. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs Dalvíkurbyggðar þann 15. janúar 2020 var eftirfarandi bókað:

"Lögð fram til kynningar 241. fundargerð stjórnar AFE frá 13. desember 2019.

Umræður sköpuðust um 1. lið fundargerðar um raforkuflutninga og óveðrið vegna áhrifa langvarandi raforkuleysis á atvinnulífið. Ljóst er að tjón sumra fyrirtækja í Dalvíkurbyggð er mikið.

Á fundinum var einnig kynnt bókun sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps eftir óveðrið í desember. Málin rædd.

Atvinnumála- og kynningarráð tekur undir bókun stjórnar AFE í fyrsta lið fundargerðarinnar vegna óveðursins sem gekk yfir í desember:

Stjórn AFE lítur atburði síðustu sólarhringa grafalvarlegum augum og harmar að opinberir innviðir samfélagsins hafi brugðist í því veðuráhlaupi
sem nú gekk yfir. Þessi staða ætti ekki að koma á óvart, í yfir áratug hefur verið bent á nauðsyn þess að styrkja flutningskerfi raforku. Öryggi íbúa, hvar svo
sem þeir búa, þarf að vera forgangsmál þjóðarinnar. Ótryggt raforkukerfi og innviðir skapa aðstæður sem eru algjörlega óásættanlegar í nútíma samfélagi.

Einnig tekur Atvinnumála- og kynningarráð undir bókun sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps frá 6. janúar sl.:

Sveitarstjórn skorar á stjórnvöld að flytja höfuðstöðvar Rarik inn á starfssvæði Rarik, t.d. á Norðurland, enda er það í fullu samræmi við stefnu stjórnvalda að flytja opinber störf út á land."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar tekur samhljóða undir ofangreindar bókanir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps vegna óveðursins í desember.