Málsnúmer 201908055Vakta málsnúmer
Drög að sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024 er nú kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og verður opið fyrir athugasemdir og ábendingar til og með 10. nóvember næstkomandi. Samráðið við mótun nýrrar sóknaráætlunar átti sér stað í þremur fösum. Fyrst fundaði fulltrúaráð Eyþings um þá framtíðarsýn sem sóknaráætlunin átti að endurspegla. Í september var síðan efnt til stórfundar, sem yfir 100 manns sóttu, og var markmiðum og aðgerðum forgangsraðað og þau tengd við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Í kjölfarið var unnið með helstu stefnuþætti, innan atvinnu- og nýsköpunar, menningarmála og umhverfismála, sem fram komu á fundunum og unnin drög að mælanlegum markmiðum og helstu áherslum. Sú stefna sem sett er fram ásamt tilheyrandi áherslum er grundvöllur að allri vinnu að sóknaráætlun Norðurlands eystra. Þannig mun m.a. starfsemi og áherslur Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra byggja á henni eins og kveðið er á um í samningi um sóknaráætlun. Sömuleiðis byggja áhersluverkefni landshlutans á þessari stefnu.
Ráðið vill ítreka mikilvægi þess að skólar svæðisins bjóði upp á menntun í takt við atvinnulífið. Tækniiðnaði fleytir hratt fram og hefur ráðið áhyggjur af því að brátt verði vöntun á tæknimenntuðum einstaklingum. Á svæðinu eru mörg sóknartækifæri.
Náist að framfylgja markmiðum um nýsköpun og þróun sem nefnd er í áætluninni verður ekki annað séð en að það sé afar jákvætt fyrir svæðið í heild.