Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201405182

Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd - 37. fundur - 28.05.2014

Til umræðu sú hugmynd sem áður hefur verið rætt um að Dalvíkurbyggð setji sér Atvinnustefnu.

Atvinnumálanefnd telur skynsamlegt að fara í þetta verkefni og vísar því áfram til atvinnumála- og kynningarráðs.

Atvinnumála- og kynningarráð - 1. fundur - 10.07.2014

Á 37. fundi atvinnumálanefndar þann 28. maí 2014 var eftirfarandi bókað:

Til umræðu sú hugmynd sem áður hefur verið rætt um að Dalvíkurbyggð setji sér Atvinnustefnu.

Atvinnumálanefnd telur skynsamlegt að fara í þetta verkefni og vísar því áfram til atvinnumála- og kynningarráðs.

Ofangreint til umræðu.
Atvinnumála- og kynningarráð tekur jákvætt í gerð atvinnustefnu og felur upplýsingarfulltrúa að undirbúa jarðveginn.

Atvinnumála- og kynningarráð - 6. fundur - 07.01.2015

Á 1. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 10. júlí 2014 var eftirfarandi bókað:

Atvinnumála- og kynningarráð tekur jákvætt í gerð atvinnustefnu og felur upplýsingafulltrúa að undirbúa jarðveginn.

Upplýsingafulltrúi leggur fyrir ráðið drög að áætlun um hvernig hægt væri að nálgast verkefnið.

Á fundinum kynnti upplýsingafulltrúi vinnuskjal er inniheldur vegavísir að því hvernig nálgast má þetta verkefni.
Atvinnumála- og kynningarráð mun halda áfram að vinna að þessu verkefni.

Atvinnumála- og kynningarráð - 8. fundur - 11.03.2015

Á 1. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 10. júlí 2014 var eftirfarandi bókað:



Atvinnumála- og kynningarráð tekur jákvætt í gerð atvinnustefnu og felur upplýsingafulltrúa að undirbúa jarðveginn.



Upplýsingafulltrúi leggur fyrir ráðið drög að áætlun um hvernig hægt væri að nálgast verkefnið.



Á 6. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað:

Á fundinum kynnti upplýsingafulltrúi vinnuskjal er inniheldur vegavísir að því hvernig nálgast má þetta verkefni.

Atvinnumála- og kynningarráð mun halda áfram að vinna að þessu verkefni.



Tekinn var fyrir rafpóstur frá Þórli Víkingi Friðgeirssyni, dagsettur þann 26. febrúar 2015.

Innkominn tölvupóstur frá Þórði Víkingi Friðgeirssyni þar sem hann reifar hvort hægt væri að koma á samvinnu við Dalvíkurbyggð um stefnumörkun í ferðaþjónustu.
Atvinnumála- og kynningarráð þakkar Þórði fyrir hans hugmyndir.

Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 9. fundur - 01.04.2015

Á 8. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað:



"Á 1. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 10. júlí 2014 var eftirfarandi bókað:



Atvinnumála- og kynningarráð tekur jákvætt í gerð atvinnustefnu og felur upplýsingafulltrúa að undirbúa jarðveginn.



Upplýsingafulltrúi leggur fyrir ráðið drög að áætlun um hvernig hægt væri að nálgast verkefnið.



Á 6. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað:

Á fundinum kynnti upplýsingafulltrúi vinnuskjal er inniheldur vegavísir að því hvernig nálgast má þetta verkefni.

Atvinnumála- og kynningarráð mun halda áfram að vinna að þessu verkefni.



Til umræðu hugmyndir Atvinnumála- og kynningarráðs um inntak Atvinnustefnu fyrir Dalvíkurbyggð og lagðar línur fyrir hvernig á að vinna að verkefninu.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að vinna að samantekt um hver möguleg aðkoma Dalvíkurbyggðar gæti verið að atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Útgangspunkturinn væri hvað sveitarfélagið má og má ekki í því sambandi. Einnig að taka saman hvað sveitarfélagið er nú þegar að gera varðandi aðkomu að atvinnulífinu.

Atvinnumála- og kynningarráð - 10. fundur - 06.05.2015

Á 9. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað:



Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að vinna að samantekt um hver möguleg aðkoma Dalvíkurbyggðar gæti verið að atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Útgangspunkturinn væri hvað sveitarfélagið má og má ekki í því sambandi. Einnig að taka saman hvað sveitarfélagið er nú þegar að gera varðandi aðkomu að atvinnulífinu.



Upplýsingafulltrúi fór yfir þær upplýsingar sem liggja fyrir.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að leggja fyrir ráðið nákvæmari drög að því hvernig sveitarfélagið getur komið að atvinnulífinu.

Atvinnumála- og kynningarráð - 12. fundur - 07.10.2015

Undanfarið hefur atvinnumála- og kynningarráð rætt um gerð atvinnustefnu fyrir sveitarfélagið en upplýsingafulltrúi hefur unnið að henni í samræmi við umræður í ráðinu. Í henni kemur meðal annars fram hvernig aðkoma sveitarfélagsins að atvinnulífinu getur verið en drög þess efnis hafa verið lögð fyrir ráðið.



Á 10. fundi ráðsins var upplýsingafulltrúa falið að koma með nákvæmari drög að því hvernig sveitarfélagið getur komið að atvinnulífinu og fylgdu þau drög með fundarboði ráðsins.
Upplýsingafulltrúi fór yfir stöðu verkefnisins eins og það liggur fyrir núna.



Atvinnumála- og kynningarráð hefur fjallað um hver aðkoma Dalvíkurbyggðar að atvinnulífinu gæti verið og verður það kynnt samhliða því að lögð verður fram heildarstefna fyrir atvinnulífið.



Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að senda út spurningalista á fyrirtæki í sveitarfélaginu með það að markmiði að kanna núverandi stöðu atvinnumála í Dalvíkurbyggð.



Upplýsingafulltrúi vinnur áfram að verkefninu miðað við umræður á fundinum.

Atvinnumála- og kynningarráð - 13. fundur - 04.11.2015

Á 12. fundi atvinnumála - og kynningarráðs var eftirfarandi bókað:



Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að senda út spurningalista á fyrirtæki í sveitarfélaginu með það að markmiði að kanna núverandi stöðu atvinnumála í Dalvíkurbyggð.



Könnunin var send á fyrirtæki í sveitarfélaginu og gafst þeim tækifæri til að svara henni fram til 1. nóvember. Alls bárust svör frá 89 fyrirtækjum í sveitarfélaginu.



Upplýsingafulltrúi fór yfir fyrstu niðurstöður hennar.
Atvinnumála- og kynningarráð fagnar þeim gagnlegum upplýsingum sem komu fram í niðurstöðum könnunarinnar og þakkar þær góðu undirtektir sem könnunin fékk á meðal fyrirtækja í sveitarfélaginu.



Ráðið mun vinna áfram með niðurstöðurnar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 14. fundur - 02.12.2015

Á síðasta fundi atvinnumála- og kynningarráðs kynnti upplýsingafulltrúi fyrstu niðurstöður atvinnulífsrannsóknar sem fram fór í sveitarfélaginu í lok október og byrjun nóvember.



Búið er að vinna niðurstöðurnar frekar og fór upplýsingafulltrúi yfir þær.
Til umræðu.

Atvinnumála- og kynningarráð - 45. fundur - 05.06.2019

Á 42. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 6. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 309. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 15. janúar 2019 var Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar samþykkt samhljóða.

Á fundinum var til umræðu ofangreind stefna og næstu skref út frá aðgerðaáætlun stefnunnar. Farið var yfir þau verkefni sem tilgreind eru í áætluninni.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að vinna drög að upplýsingasíðu fyrir ferðamenn inn á heimasíðu Dalvíkurbyggðar."


Þjónustu- og upplýsingafulltrúi lagði fram til kynningar stöðu upplýsingasíðu eins og hún lítur út í dag. Verkefnið er komið vel á veg og lofar góðu.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að klára verkefnið sem fyrst og koma því síðan áleiðis til þeirra sem starfa á ferðamannastöðum í Dalvíkurbyggð og nágrenni. Þá mætti einnig koma upplýsingasíðunni áleiðis til fyrirtækja á borð við Markaðstofu Norðurlands sem Dalvíkurbyggð er aðili að.

Atvinnumála- og kynningarráð - 46. fundur - 04.09.2019

Farið yfir aðgerðaráætlun í tengslum við atvinnustefnuna
Þjónustu- og upplýsingafulltrúa falið að byrja vinnu við nýja atvinnulífskönnun og könnun um ímynd Dalvíkurbyggðar og leggja uppkast fyrir ráðið á næsta fundi.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúa einnig falið að funda með Símey varðandi lið 5.1.2 í stefnunni - sérhæfð menntun fyrir starfsemina.

Atvinnumála- og kynningarráð - 48. fundur - 08.11.2019

Á 46. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs þann 4. september 2019 var farið yfir aðgerðaáætlun Atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar og var m.a. eftirfarandi bókað:
"Þjónustu- og upplýsingafulltrúa falið að byrja vinnu við nýja atvinnulífskönnun og könnun um ímynd Dalvíkurbyggðar og leggja uppkast fyrir ráðið á næsta fundi."

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi fór yfir atvinnulífskönnunina 2019 með ráðinu. Stefnt er á að senda hana út til fyrirtækja og félaga í síðasta lagi 8. nóvember.

Þá fór þjónustu- og upplýsingafulltrúi einnig yfir könnun um ímynd Dalvíkurbyggðar sem stefnt er á að senda út seinnipartinn í nóvember.
Þjónustu- og upplýsingafulltrúi fór yfir kannanirnar á fundinum.
Ákveðið var að senda atvinnulífskönnunina út eftir helgi, 11. nóvember. Frestur til að svara könnuninni ákveðinn tvær vikur og síðasti dagur því 25. nóvember.
Könnun um ímynd Dalvíkurbyggðar verður send út 25. nóvember og frestur til að svara henni verður 31. des 2019.

Atvinnumála- og kynningarráð - 56. fundur - 15.09.2020

Farið yfir ýmsar hugmyndir varðandi fyrirtækjaþing 2020. Hvaða áherslur sé best að hafa í ár og hvaða tími sé hentugur. Einnig farið yfir hluta úr atvinnustefnunni sem snýr að því að fá unga fólkið okkar aftur heim.
Atvinnumála- og kynningarráð leggur til að stefnt verði á að hafa fyrirtækjaþing í byrjun næsta árs. Fyrirtækjaþingið yrði þá að þessu sinni með áherslu á nýsköpun, þróun og smáfyrirtækjarekstur í Dalvíkurbyggð. Markmiðið er að hafa hugarflæði um tækifærin í sveitarfélaginu, hópastarf og mynda jafnvel framhaldshópa út frá þinginu.

Taka þarf stöðuna á tímasetningu þingsins þegar nær dregur í ljósi aðstæðna vegna Covid.

Farið yfir leiðir til að ná unga fólkinu aftur heim. Fara í markvissa kynningu á því sem Dalvíkurbyggð hefur upp á að bjóða, mögulega með markaðssetningu.

Atvinnumála- og kynningarráð - 66. fundur - 02.12.2021

Farið yfir Atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar og hvernig ráðinu gengur að vinna þau verkefni sem það setti sér við gerð hennar.
Lagt fram til kynningar

Byggðaráð - 1050. fundur - 01.12.2022

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Móníka Sigurðardóttir, starfandi þjónustu- og upplýsingafulltrúi, Silja Dröfn Jónsdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi og starfandi þjónustu- og innheimtufulltrúi, og Anna Lind Björnsdóttir, verkefnistjóri SSNE á Tröllaskaga, kl. 13:15. Anna Lind tók þátt í fundinum í gegnum TEAMS.

Til umræðu Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar og markaðssetning sveitarfélagsins almennt.

Farið var yfir á fundinum yfir þau verkefni sem hafa verið og er í gangi á árinu 2022 og hvað er framundan.

Anna Lind vék af fundi kl. 13:57.
Móníka og Silja Dröfn viku af fundi kl. 14:15.
Byggðaráð þakkar Móníku, Silju Dröfn og Önnu Lind fyrir komuna og góða yfirferð.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1091. fundur - 14.12.2023

Á fundi byggðaráðs þann 1. desember 2022 var Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar til umræðu og markaðssetning á sveitarfélaginu almennt.
Atvinnustefnan er aðgengileg á heimsíðu sveitarfélagsins ásamt aðgerðaráætlun;

https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Stefnur/2019/atvinnustefna-dalvikurbyggdar-2019.lok.pdf

Á eftirfarandi slóð er hægt að nálgast ýmsar upplýsingar og tölfræði varðandi launagreiðslur eftir atvinnugreinum í sveitarfélögum og fleira, https://utsvar.analytica.is/

Til umræðu staða atvinnumála almennt í sveitarfélaginu.

Friðjón vék af fundi kl. 16:01.

Lagt fram til kynningar.