Málsnúmer 202009090Vakta málsnúmer
Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi fór yfir samskipti sín við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í tengslum við úthlutun byggðakvóta, fiskveiðiárið 2020/2021.
Í tölvupósti frá starfsmanni ráðuneytis, dags. 11.09.20 kemur fram að sú breyting sé gerð á umsóknarferli frá fyrra ári að ekki verði þörf á að sveitarstjórnir sæki sérstaklega um byggðakvóta heldur muni ráðuneytið tilkynna sveitarstjórnum hversu miklar aflaheimildir komi í hlut hvers byggðarlags sem undir þær falla þegar sú skipting liggur fyrir. Reiknað sé með að tilkynning úthlutunar byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2020/2021 verði send til sveitarstjórna fyrir lok októbermánaðar.
Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 15. október 2020. Tillögur sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina. Með vísan til þess að þar sem úthlutun liggur ekki fyrir mun ráðuneytið hafa samband við hluteigandi sveitarstjórnir í þeim tilvikum ef að mati ráðuneytisins þörf verður á verulegum breytingum á tillögum sveitarstjórna í kjölfar tillkynningar um úthlutun. Að óbreyttu er stefnt að því að málsmeðferð ráðuneytisins vegna tillagna sveitarstjórna verði lokið samhliða úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga.