Heimsóknir í fyrirtæki.

Málsnúmer 201407048

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 3. fundur - 15.10.2014

Atvinnumála- og kynningarráð byrjaði fundinn á því að heimsækja fyrirtækið Tréverk kl. 13:00 en það er stefna ráðsins að hefja fundi á heimsóknum í fyrirtæki í sveitarfélaginu.

Fundi haldið áfram í Upsa kl. 13:55.

Björn Friðþjófsson, framkvæmdastjóri hjá Tréverk, og Kristinn Þór Björnsson tóku á móti ráðinu.
Atvinnumála- og kynningarráð þakkar Birni og Kristni kærlega fyrir móttökuna og fróðlegar upplýsingar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 5. fundur - 03.12.2014

Atvinnumála- og kynningarráð byrjaði fundinn á því að heimsækja fyrirtækið Promens kl. 10:00 en það er stefna ráðsins að heimsækja fyrirtæki í sveitarfélaginu.

Daði Valdimarsson, framkvæmdastjóri Promens, tók á móti ráðinu og kynnti starfsemi fyrirtækisins.

Fundi haldið áfram í Upsa kl. 11:00
Atvinnumála- og kynningarráð þakkar fyrir móttökuna og fróðlegar upplýsingar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 6. fundur - 07.01.2015

Atvinnumála- og kynningarráð hefur það að stefnu sinni að heimasækja fyrirtæki í sveitarfélaginu. Haustið 2014 heimsótti ráðið fyrirtækin Tréverk og Promens.

Upplýsingafulltrúi hefur gert samantekt yfir þau fyrirtæki eða hópa atvinnurekenda sem ráðið mun heimsækja á árinu 2015.

Á fundinum var farið yfir yfirlitið og rætt markmið með heimsóknunum.
Lagt fram.

Atvinnumála- og kynningarráð - 7. fundur - 04.02.2015

Atvinnumála- og kynningarráð hefur það að stefnu sinni að heimsækja fyrirtæki í sveitarfélaginu eða að fá hópa fyrirtækja í heimsókn til sín. Að þessu sinni hefur ferðaþjónustuaðilum í Dalvíkurbyggð verið boðið á fund ráðsins. Mætt á fundinn eru:
Valgerður Stefánsdóttir fyrir Húsabakka , Zophonías Antonsson fyrir Höfða , Júlíus Júlíusson Þula Bistró, Gréta Arngrímsdóttir Berg menningarhús, Kristján Hjartarson gönguferðir og leiðsagnir, Freyja Snorradóttir og Árni Júlíusson Fosshótel Dalvík, Silja Pálsdóttir Arctic Sea Tours, Laufey Eiríksdóttir bóka- og héraðsskjalasafn , Myriam Dalstein Gistiheimilið Skeið og Gísli Rúnar Gylfason, íþróttamiðstöðin og félagsheimilin.
Atvinnumála- og kynningarráð þakkar þeim ferðaþjónustuaðilum sem sáu sér fært að mæta á fundinn fyrir komuna.

Atvinnumála- og kynningarráð - 8. fundur - 11.03.2015

Atvinnumála- og kynningarráð hefur það að stefnu sinni að heimsækja fyrirtæki í sveitarfélaginu eða að fá hópa fyrirtækja í heimsókn til sín.



Að þessu sinni var farið í heimsókn í fyrirtækið Vélvirkja kl. 13:00.
Gunnar Sigursteinsson, einn af eigendum Vélvirkja, tók á móti ráðinu, sýndi þeim fyrirtækið og sagði frá rekstri þess og helstu verkefnum.



Gunnari er þakkað fyrir móttökurnar og fróðlegar upplýsingar um fyrirtækið.

Atvinnumála- og kynningarráð - 9. fundur - 01.04.2015

Atvinnumála- og kynningarráð hefur það að stefnu sinni að heimsækja fyrirtæki í sveitarfélaginu eða að fá hópa fyrirtækja í heimsókn til sín.



Að þessu sinni var farið í heimsókn í fyrirtækið Ekta fisk kl. 13:00.



Elvar Reykjalín, eigandi Ektafisks tók á móti ráðinu, sýndi þeim fyrirtækið og sagði frá rekstri þess og helstu verkefnum.

Atvinnumála- og kynningarráð þakkar Elvari fyrir móttökurnar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 10. fundur - 06.05.2015

Atvinnumála- og kynningarráð hefur það að stefnu sinni að heimsækja fyrirtæki í sveitarfélaginu eða að fá hópa fyrirtækja í heimsókn til sín.



Að þessu sinni var farið í heimsókn í fyrirtækið Dalpay kl. 13:00.
Atvinnumála- og kynningarráð þakkar Dalpay fyrir góðar móttökur.

Atvinnumála- og kynningarráð - 14. fundur - 02.12.2015

Atvinnumála- og kynningarráð hefur það að stefnu sinni að heimsækja fyrirtæki í sveitarfélaginu eða að fá hópa fyrirtækja í heimsókn til sín.



Að þessu sinni fór ráðið í heimsókn á Sölku Fiskmiðlun.



Freyr Antonsson kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 13:30.

Atvinnumála- og kynningarráð þakkar fyrir móttökurnar.

Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 16. fundur - 03.02.2016

Atvinnumála- og kynningarráð hefur það að stefnu sinni að heimsækja fyrirtæki í sveitarfélaginu eða að fá hópa fyrirtækja í heimsókn til sín.



Að þessu sinni fór ráðið í heimsókn í Bruggsmiðjuna.
Atvinnumála- og kynningarráð þakkar móttökurnar.

Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 17. fundur - 02.03.2016

Atvinnumála- og kynningarráð hefur það að stefnu sinni að heimsækja fyrirtæki í sveitarfélaginu eða að fá hópa fyrirtækja í heimsókn til sín.



Að þessu sinni var fyrirtækjum starfandi í landbúnaði boðið í heimsókn ráðsins.



Gestir fundarins voru:

Gunnhildur Gylfadóttir, Guðmundur Jónsson, Karl Ingi Atlason og Kristján Hjartarson.



Til umræðu m.a. sýn sveitarstjórnar, búvörusamningur, tollamál, bændur í ferðaþjónustu, Beint frá býli, sérstaða landbúnaðar í Dalvíkurbyggð, ný reglugerð um aðbúnað, gagnrýni á landbúnað.





Ofangreindir gestir viku af fundi kl. 14:24.



Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að bæta við landbúnaðar/matvælaklasa í fundaröð sína;

"Hey, ég er með frábæra hugmynd, eigum við að vinna saman"

Atvinnumála- og kynningarráð - 19. fundur - 04.05.2016

Atvinnumála- og kynningarráð hefur það að stefnu sinni að heimsækja fyrirtæki í sveitarfélaginu eða að fá hópa fyrirtækja í heimsókn til sín.



Frestað.

Atvinnumála- og kynningarráð - 21. fundur - 14.09.2016

Frá upphafi þessa kjörtímabils hefur ráðið haft það að markmiði sínu að heimsækja fyrirtæki í sveitarfélaginu eða fá til sín í heimsókn fulltrúa ákveðinna atvinnugreina. Ráðið hefur heimsótt sjö fyrirtæki á þessum tíma og fengið til sín á fund fulltrúa tveggja atvinnugreina.



Atvinnumála- og kynningarráð telur að þessar heimsóknir séu að skila því sem lagt var upp með. Upplýsingafulltrúa falið að gera tillögu að fyrirtækjum til að heimsækja og hópum fyrirtækja sem verður boðið að koma í heimsókn.

Atvinnumála- og kynningarráð - 23. fundur - 04.01.2017

Atvinnumála- og kynningarráð hefur það að stefnu sinni að heimsækja fyrirtæki í sveitarfélaginu eða að fá hópa fyrirtækja í heimsókn til sín. Að þessu sinni voru boðnir á fund ráðins iðnaðarmenn úr sveitarfélaginu.



Til umræðu var staðan sem við stöndum frammi fyrir við lokun verslunar Húsasmiðjunnar á Dalvík sem og almenn umræða um stöðuna.



Mættir á fundinn kl. 13:00-14:00 eru: Björn Friðþjófsson Tréverk, Magnús Magnússon Flæðipípulagnir, Sigurgeir Jónsson Híbýlamálun, Ásgeir Páll Matthíasson Elektro, Jón Ingi Sveinsson Kötlu, Júlíus Viðarson múrari, Guðmundur Guðlaugsson smiður. Einnig mætti Jökull Bergmann á fundinn kl. 13:00-13:30 undir umræðu um Húsasmiðjuna.
Atvinnumála- og kynningarráð þakkar ofangreindum aðilum fyrir komuna og góðar umræður.



Atvinnumála- og kynningarráð tekur undir bókun byggðaráðs og harmar þær fregnir að loka eigi útibúi Húsasmiðjunnar á Dalvík. Enn fremur tekur ráðið undir þá áskorun sem borist hefur yfirstjórn Húsasmiðjunnar frá hagsmunaaðilum á Tröllaskaganum, og mun birtast í fjölmiðlum, þar sem skorað er á fyrirtækið að taka til endurskoðunar þá ákvörðun að loka útibúi verslunarinnar á Dalvík.



Atvinnumála- og kynningarráð hvetur íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu til að gera sitt til að styðja við viðskipti og verslun í heimabyggð á jákvæðan og uppbyggilega hátt. Mikilvægt er að allir taki höndum saman og sýni í verki hversu nauðsynlegt er að hafa í sveitarfélaginu gott verslunar- og þjónustustig.



Atvinnumála- og kynningarráð - 26. fundur - 06.06.2017

Atvinnumála- og kynningarráð hefur það að stefnu sinni að heimsækja fyrirtæki í sveitarfélaginu eða að fá hópa fyrirtækja í heimsókn til sín.

Að þessu sinni fór ráðið og heimsótti fyrirtækið Erlent ehf sem er í eigu Þorsteins Más Aðalsteinssonar.
Atvinnumála - og kynningarráð þakkar Þorsteini fyrir móttökuna og kynningu á fyrirtækinu.

Atvinnumála- og kynningarráð - 56. fundur - 15.09.2020

Farið yfir stöðu á heimsóknum ráðsins í fyrirtæki og listi settur saman fyrir næstu mánuði.
Í ljósi þeirra aðstæðna sem ríkt hafa í landinu í tengslum við Covid-19 hefur ráðið ekki verið að fara í fyrirtækjaheimsóknir. Á meðan enn ríkir óvissuástand vegna Covid telur ráðið að meta þurfi stöðuna á hverjum fundi fyrir sig með áframhaldandi heimsóknir.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúa falið að yfirfara heimsóknalista og leggja hann fyrir næsta fund ráðsins.

Atvinnumála- og kynningarráð - 57. fundur - 07.10.2020

Á meðan enn ríkir óvissuástand vegna Covid telur ráðið að meta þurfi stöðuna á hverjum fundi fyrir sig með áframhaldandi heimsóknir í fyrirtæki. Þjónustu- og upplýsingafulltrúa var falið á síðasta fundi ráðsins að yfirfara heimsóknalista og leggja hann fyrir næsta fund ráðsins.

Listinn lagður fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Ráðinu þykir ekki ráðlegt að vera að leggja upp í fyrirtækjaheimsóknir á meðan samkomutakmarkanir vegna tilmæla sóttvarnarlæknis eru í gildi.