Atvinnumála- og kynningarráð

17. fundur 02. mars 2016 kl. 13:00 - 15:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Sölvi H Hjaltason Varaformaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir aðalmaður
  • Bára Höskuldsdóttir aðalmaður
  • Jón Steingrímur Sæmundsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá

1.Heimsóknir í fyrirtæki; heimsókn fyrirtækja í landbúnaði.

Málsnúmer 201407048Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð hefur það að stefnu sinni að heimsækja fyrirtæki í sveitarfélaginu eða að fá hópa fyrirtækja í heimsókn til sín.



Að þessu sinni var fyrirtækjum starfandi í landbúnaði boðið í heimsókn ráðsins.



Gestir fundarins voru:

Gunnhildur Gylfadóttir, Guðmundur Jónsson, Karl Ingi Atlason og Kristján Hjartarson.



Til umræðu m.a. sýn sveitarstjórnar, búvörusamningur, tollamál, bændur í ferðaþjónustu, Beint frá býli, sérstaða landbúnaðar í Dalvíkurbyggð, ný reglugerð um aðbúnað, gagnrýni á landbúnað.





Ofangreindir gestir viku af fundi kl. 14:24.



Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að bæta við landbúnaðar/matvælaklasa í fundaröð sína;

"Hey, ég er með frábæra hugmynd, eigum við að vinna saman"

2.Starfsáætlun 2016; helstu verkefni.

Málsnúmer 201505134Vakta málsnúmer

Með fundarboði atvinnumála- og kynningaráðs fylgdi starfsáætlun upplýsingafulltrúa fyrir árið 2016, sem er hluti af starfsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs.



Farið var á fundinum yfir helstu verkefni er snúa að atvinnu- og kynningarmálum.
Lagt fram til kynningar.

3.Upplýsingar til nýrra íbúa frá Dalvíkurbyggð.

Málsnúmer 201602005Vakta málsnúmer

Samkvæmt starfsáætlun upplýsingafulltrúa fyrir árið 2016, og sbr. undanfarin ár, þá hefur kynningarbréf verið sent út til nýrra íbúa í sveitarfélaginu þar sem helsta þjónusta sveitarfélagsins er kynnt ásamt íþrótta- og æskulýðsstarfi og fleiru.



Farið yfir möguleika á að koma upplýsingum til nýrra íbúa í sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar.

4.Frá formanni atvinnumála- og kynningaráðs; Flugklasinn Air66 - yfirlit.

Málsnúmer 201509091Vakta málsnúmer

Formaður ráðsins upplýsti um stöðu og þróun mála vegna Flugklasans Air66.
Lagt fram til kynningar.

5.Staða húsnæðismarkaðar; sbr. fyrirtækjaþing 2014.

Málsnúmer 201407034Vakta málsnúmer

Á 10. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað:



"Á 8. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars eftirfarandi bókað:



Á fundinn kom kl. 14:00 Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnisstjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, til að skoða mögulega aðkomu AFE að greiningu á almenna húsnæðismarkaðinu í Dalvíkurbyggð.



Elva víkur af fundi kl. 14:38.



Atvinnumála- og kynningarráð þakkar Elvu fyrir komuna. Elva mun skoða, í samráði við annað starfsfólk Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, hvernig aðkoma AFE að þessu máli gæti verið og senda tillögur á atvinnumála- og kynningarráð.



Upplýsingafulltrúi upplýsti um tölvupóst, sem barst frá Elvu 30. apríl 2015. Þar kemur meðal annars fram að líklega verði myndaður starfshópur um heildar úttekt á húsnæðismarkaðnum í Eyjafirði."



Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti á fundinum að samkvæmt rafpósti dagsettum þann 8. febrúar 2016 frá framkvæmdastjóra AFE þá hefur Valtýr Sigurbjarnarson verið ráðinn í það verkefni hjá AFE að taka saman upplýsingar um stöðu á fasteignamarkaði í Eyjafirði og horfur á næstu misserum. Niðurstaðan á geta gagnast sveitarstjórnarmönnum við að meta stöðuna á fasteignamarkaði gagnvart íbúum og atvinnulífi, bæði á sínum nærsvæðum og í Eyjafirði öllum. Reiknað er með að verkefnið taki mánuð í vinnslu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Sölvi H Hjaltason Varaformaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir aðalmaður
  • Bára Höskuldsdóttir aðalmaður
  • Jón Steingrímur Sæmundsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.