Á 780. fundi byggðaráðs þann 16. júní 2016 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi skýrsla Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar "Greinargerð um húsnæðismál við utanverðan Eyjafjörð" sem unnin var af Valtýr Sigurbjarnarsyni í mars 2016. Skýrslan var kynnt á ársfundi AFE þann 9. júní s.l. Ofangreint skýrsla var til umjöllunar á 20. fundi atvinnumála- og kynningaráðs þann 15. júní s.l. og eftirfarandi var meðal annars bókað: "Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við byggðaráð að óskað verði eftir, til að fá heildaryfirsýn, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga samantekt á því hvaða leiðir eru sveitarfélögum færar til þess að örva húsnæðismarkaðinn og fjölga valkostum á leiguhúsnæði á landsbyggðinni, hvort sem það er sveitarfélögin ein og sér sem standa að málum og/eða í samstarfi við aðra aðila, s.s. ASÍ,Búseta. Í framhaldinu verði skoðað hvort ástæða sé til þess að setja á laggirnar sérstakan vinnuhóp um húsnæðismarkaðinn í Dalvíkurbyggð. "
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs. "
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samantekt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sbr. rafpóstur þann 24. ágúst 2016, er varðar áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum - drög 10.