Málsnúmer 201407034Vakta málsnúmer
Á 17. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 2. mars síðastliðinn var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti á fundinum að samkvæmt rafpósti dagsettum þann 8. febrúar 2016 frá framkvæmdastjóra AFE þá hefur Valtýr Sigurbjarnarson verið ráðinn í það verkefni hjá AFE að taka saman upplýsingar um stöðu á fasteignamarkaði í Eyjafirði og horfur á næstu misserum. Niðurstaðan á geta gagnast sveitarstjórnarmönnum við að meta stöðuna á fasteignamarkaði gagnvart íbúum og atvinnulífi, bæði á sínum nærsvæðum og í Eyjafirði öllum. Reiknað er með að verkefnið taki mánuð í vinnslu."
Skýrslan er komin út og er meðfylgjandi fundarboði ráðsins. Voru niðurstöður hennar kynntar af Valtý Sigurbjarnasyni á ársfundi AFE þann 9.júní síðastliðinn og verður hún aðgengileg á heimasíðu AFE.
Skýrslan er jafnframt til umfjöllunar á fundi byggðaráðs á morgun.