Hvatasamningur, umsókn.

Málsnúmer 201602102

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 18. fundur - 06.04.2016

Tekin fyrir umsókn um gerð hvatasamnings milli Þorsteins Más Aðalsteinssonar, fyrir hönd fyrirtækisins Erlent ehf kt. 711008-1950, og Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 17.02.2016.
Atvinnumála- og kynningarráð lýsir yfir ánægju sinni með umsóknina og felur upplýsingafulltrúa að vinna áfram að málinu á milli funda, miðað við umræður á fundinum.

Atvinnumála- og kynningarráð - 19. fundur - 04.05.2016

Á síðsta fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 6. apríl 2016 var eftirfarandi bókað:



"Tekin fyrir umsókn um gerð hvatasamnings milli Þorsteins Más Aðalsteinssonar, fyrir hönd fyrirtækisins Erlent ehf kt. 711008-1950, og Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 17.02.2016.



Atvinnumála- og kynningarráð lýsir yfir ánægju sinni með umsóknina og felur upplýsingafulltrúa að vinna áfram að málinu á milli funda, miðað við umræður á fundinum. "



Upplýsingafulltrúi leggur fram umbeðin gögn frá Erlent ehf. auk þess að leggja fyrir tillögu að hvatasamningi milli Dalvíkurbyggðar og Erlent ehf.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að ráðið muni leggja til við byggðaráð að gerður verði hvatasamningur við Erlent ehf. Atvinnumála- og kynningarráði er ljóst að fjárhæðir vegna hvatasamnings eru ekki á fjárhagsáætlun þessa árs.



Áður en að gengið verður frá samningsdrögum þarf Erlent ehf að leggja fram nánari útlistun á gjöldum til Dalvíkurbyggðar sem til falla á næstu þremur árum.



Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 20. fundur - 15.06.2016

Á 19. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 4. maí síðastliðinn var eftirfarandi bókað:



"Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að ráðið muni leggja til við byggðaráð að gerður verði hvatasamningur við Erlent ehf. Atvinnumála- og kynningarráði er ljóst að fjárhæðir vegna hvatasamnings eru ekki á fjárhagsáætlun þessa árs.



Áður en að gengið verður frá samningsdrögum þarf Erlent ehf að leggja fram nánari útlistun á gjöldum til Dalvíkurbyggðar sem til falla á næstu þremur árum.



Afgreiðslu frestað til næsta fundar."



Með fundarboði atvinnumála- og kynningarráðs fylgdu frekari gögn og upplýsingar í samræmi við ofangreint.
Erlent ehf hefur nú skilað inn umbeðnum gögnum.



Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með þremur atkvæðum að leggja eftirfarandi til við byggðaráð:



Gerður verði þriggja ára samningur við Erlent ehf. þar sem heildarupphæð samnings verði að hámarki 4.143.750, greidd út í þremur greiðslum, í fyrsta skipti í mars 2017 vegna ársins 2016 að því gefnu að Erlent ehf. uppfylli ákvæði samnings milli fyrirtækisins og sveitarfélagsins.

Byggðaráð - 781. fundur - 23.06.2016

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:04 vegna vanhæfis.



Á 20. fundi atvinnumála- og kynningaráðs þann 20. júní s.l. var eftirfarandi bókað:

"Á 19. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 4. maí síðastliðinn var eftirfarandi bókað: "Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að ráðið muni leggja til við byggðaráð að gerður verði hvatasamningur við Erlent ehf. Atvinnumála- og kynningarráði er ljóst að fjárhæðir vegna hvatasamnings eru ekki á fjárhagsáætlun þessa árs. Áður en að gengið verður frá samningsdrögum þarf Erlent ehf að leggja fram nánari útlistun á gjöldum til Dalvíkurbyggðar sem til falla á næstu þremur árum. Afgreiðslu frestað til næsta fundar." Með fundarboði atvinnumála- og kynningarráðs fylgdu frekari gögn og upplýsingar í samræmi við ofangreint.

Erlent ehf hefur nú skilað inn umbeðnum gögnum. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með þremur atkvæðum að leggja eftirfarandi til við byggðaráð: Gerður verði þriggja ára samningur við Erlent ehf. þar sem heildarupphæð samnings verði að hámarki 4.143.750, greidd út í þremur greiðslum, í fyrsta skipti í mars 2017 vegna ársins 2016 að því gefnu að Erlent ehf. uppfylli ákvæði samnings milli fyrirtækisins og sveitarfélagsins."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að hvatasamningi við Erlent ehf.

Til umræðu ofangreint.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu að hvatasamningi og vísar honum til afgreiðslu í sveitarstjórn.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa til gerðar fjárhagsáætlunar 2017-2020 að gert sé ráð fyrir ofangreindum hvatasamningi í fjárhagsáætlun.

c) Byggðaráð lýsir yfir ánægju með frumkvöðlastarf Erlent ehf. og óskar fyrirtækinu velfarnaðar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 23. fundur - 04.01.2017

Á 20. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 15. júní 2016 var eftirfarandi meðal annars bókað:



,,Gerður verði þriggja ára samningur við Erlent ehf. þar sem heildarupphæð samnings verði að hámarki 4.143.750, greidd út í þremur greiðslum, í fyrsta skipti í mars 2017 vegna ársins 2016 að því gefnu að Erlent ehf. uppfylli ákvæði samnings milli fyrirtækisins og sveitarfélagsins."
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 812. fundur - 23.02.2017

Bókað í trúnaðarmálabók.