Atvinnumála- og kynningarráð

23. fundur 04. janúar 2017 kl. 13:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Sölvi H Hjaltason Varaformaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir aðalmaður
  • Bára Höskuldsdóttir aðalmaður
  • Jón Steingrímur Sæmundsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
  • Margrét Víkingsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Heimsóknir í fyrirtæki.

Málsnúmer 201407048Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð hefur það að stefnu sinni að heimsækja fyrirtæki í sveitarfélaginu eða að fá hópa fyrirtækja í heimsókn til sín. Að þessu sinni voru boðnir á fund ráðins iðnaðarmenn úr sveitarfélaginu.



Til umræðu var staðan sem við stöndum frammi fyrir við lokun verslunar Húsasmiðjunnar á Dalvík sem og almenn umræða um stöðuna.



Mættir á fundinn kl. 13:00-14:00 eru: Björn Friðþjófsson Tréverk, Magnús Magnússon Flæðipípulagnir, Sigurgeir Jónsson Híbýlamálun, Ásgeir Páll Matthíasson Elektro, Jón Ingi Sveinsson Kötlu, Júlíus Viðarson múrari, Guðmundur Guðlaugsson smiður. Einnig mætti Jökull Bergmann á fundinn kl. 13:00-13:30 undir umræðu um Húsasmiðjuna.
Atvinnumála- og kynningarráð þakkar ofangreindum aðilum fyrir komuna og góðar umræður.



Atvinnumála- og kynningarráð tekur undir bókun byggðaráðs og harmar þær fregnir að loka eigi útibúi Húsasmiðjunnar á Dalvík. Enn fremur tekur ráðið undir þá áskorun sem borist hefur yfirstjórn Húsasmiðjunnar frá hagsmunaaðilum á Tröllaskaganum, og mun birtast í fjölmiðlum, þar sem skorað er á fyrirtækið að taka til endurskoðunar þá ákvörðun að loka útibúi verslunarinnar á Dalvík.



Atvinnumála- og kynningarráð hvetur íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu til að gera sitt til að styðja við viðskipti og verslun í heimabyggð á jákvæðan og uppbyggilega hátt. Mikilvægt er að allir taki höndum saman og sýni í verki hversu nauðsynlegt er að hafa í sveitarfélaginu gott verslunar- og þjónustustig.



2.Fyrirtækjaþing 2016

Málsnúmer 201609032Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð hefur síðust ár haldið fyrirtækjaþing í nóvember ár hvert. Umræðuefnin hafa verið fjölbreytt t.d. ferðaþjónusta, nýsköpun, starfsemi á hafnarsvæðum og fleira.



Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir að halda íbúaþing 11. febrúar 2017 þar sem umfjöllunarefnin verða tækifæri, bjartsýni og jákvæð uppbygging samfélagsins.

3.Hvatasamningur, umsókn.

Málsnúmer 201602102Vakta málsnúmer

Á 20. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 15. júní 2016 var eftirfarandi meðal annars bókað:



,,Gerður verði þriggja ára samningur við Erlent ehf. þar sem heildarupphæð samnings verði að hámarki 4.143.750, greidd út í þremur greiðslum, í fyrsta skipti í mars 2017 vegna ársins 2016 að því gefnu að Erlent ehf. uppfylli ákvæði samnings milli fyrirtækisins og sveitarfélagsins."
Lagt fram til kynningar.

4.Ímynd Dalvíkurbyggðar, skv. starfsáætlun 2014

Málsnúmer 201401050Vakta málsnúmer

Verkefnið um Ímynd Dalvíkurbyggðar hefur nú staðið yfir um nokkurn tíma. Búið er að vinna heilmikla vinnu sem snýr að Dalvíkurbyggð sem vinnuveitanda og Dalvíkurbyggð sem þjónustuveitanda og er meðal annars búið að samþykka þjónustustefnu fyrir sveitarfélagið sem unnið hefur verið með í öllum stofunum.



Vinna við síðasta áfanga verkefnisins er hafin en hann er Dalvíkurbyggð sem samfélag.
Atvinnumála- og kynningarráð felur upplýsingafulltrúa að gera könnun á ímynd Dalvíkurbyggðar. Þessi könnun er undanfari íbúaþings sem haldið verður 11. febrúar samanber 2. liður hér að ofan.

5.Ný heimasíða

Málsnúmer 201602037Vakta málsnúmer

Í byrjun desember 2016 var formlega opnuð ný heimasíða fyrir sveitarfélagið í samvinnu við fyrirtækið Stefnu á Akureyri. Ný heimasíða byggir á grunni þeirrar eldri með nokkrum viðbótum eins og liðnum Þátttaka sem er sérstaklega hugsaður sem utanumhald utan um rafræna stjórnsýslu í sveitarfélaginu. Þar er til dæmis að finna þjónustukannanir sem íbúar geta tekið þátt í.
Atvinnumála- og kynningarráð lýsir ánægju sinni með glæsilega heimasíðu Dalvíkurbyggðar.

6.Atvinnu- og auðlindastefna

Málsnúmer 201601026Vakta málsnúmer

Árið 2015 var lögð fyrir fyrirtæki í sveitarfélagið Atvinnulífskönnun með ýmsum spurningum sem snúa að atvinnulífi á svæðinu. Niðurstöður hennar voru áhugaverðar og hafa verið vel nýttar við ýmsa vinnu í framhaldinu.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir að leggja aðra sambærilega könnun fyrir vorið eða haustið 2017.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Sölvi H Hjaltason Varaformaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir aðalmaður
  • Bára Höskuldsdóttir aðalmaður
  • Jón Steingrímur Sæmundsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
  • Margrét Víkingsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi