Málsnúmer 201407048Vakta málsnúmer
Atvinnumála- og kynningarráð hefur það að stefnu sinni að heimsækja fyrirtæki í sveitarfélaginu eða að fá hópa fyrirtækja í heimsókn til sín. Að þessu sinni voru boðnir á fund ráðins iðnaðarmenn úr sveitarfélaginu.
Til umræðu var staðan sem við stöndum frammi fyrir við lokun verslunar Húsasmiðjunnar á Dalvík sem og almenn umræða um stöðuna.
Mættir á fundinn kl. 13:00-14:00 eru: Björn Friðþjófsson Tréverk, Magnús Magnússon Flæðipípulagnir, Sigurgeir Jónsson Híbýlamálun, Ásgeir Páll Matthíasson Elektro, Jón Ingi Sveinsson Kötlu, Júlíus Viðarson múrari, Guðmundur Guðlaugsson smiður. Einnig mætti Jökull Bergmann á fundinn kl. 13:00-13:30 undir umræðu um Húsasmiðjuna.
Atvinnumála- og kynningarráð tekur undir bókun byggðaráðs og harmar þær fregnir að loka eigi útibúi Húsasmiðjunnar á Dalvík. Enn fremur tekur ráðið undir þá áskorun sem borist hefur yfirstjórn Húsasmiðjunnar frá hagsmunaaðilum á Tröllaskaganum, og mun birtast í fjölmiðlum, þar sem skorað er á fyrirtækið að taka til endurskoðunar þá ákvörðun að loka útibúi verslunarinnar á Dalvík.
Atvinnumála- og kynningarráð hvetur íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu til að gera sitt til að styðja við viðskipti og verslun í heimabyggð á jákvæðan og uppbyggilega hátt. Mikilvægt er að allir taki höndum saman og sýni í verki hversu nauðsynlegt er að hafa í sveitarfélaginu gott verslunar- og þjónustustig.