Málsnúmer 201404067Vakta málsnúmer
Á 19. fundi veitu- og hafnarráðs þann 22. október s.l. var eftirfarandi bókað: "Með vísan til 12. fundar veitu- og hafnaráðs,4. tl., en þar var lagður fram kynningarbæklingur um framangreint mál. Úlfar Eysteinsson,Magnús Garðarsson og Guðjón Steindórsson óskaðu eftir því að koma á fund ráðsins til þess að kynna verkefnið frekar. Veitu- og hafnaráð vísar erindinu til atvinnumála- og kynningarráðs og umhverfisráðs til skoðunar. Ráðið felur hafnastjóra að vinna málið áfram fram að næsta fundi."
Á 257. fundi umhverfisráðs þann 7. nóvember 2014 var ofangreint tekið fyrir og bókað að umhverfisráð hefur kynnt sér verkefnið.