Málsnúmer 201407034Vakta málsnúmer
Á 6. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað:
Ráðið felur upplýsingafulltrúa að ræða við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar um greiningu á almenna húsnæðismarkaðinum í Dalvíkurbyggð.
Ráðið leggur einnig til að byggðaráð skoði hagkvæmni þess að selja íbúðir í eigu Dalvíkurbyggðar inn í sjálfseignastofnun eða leigufélag.
Ráðið beinir því til byggðaráðs að verkefni húsnæðisnefndar samkv. lögum um húsnæðismál nr. 44/1998, 13. og 14. grein, verði fundinn staður innan stjórnkerfis Dalvíkurbyggðar.
Fyrirspurn hefur verið send á Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vegna greiningar á almenna húsnæðismarkaðinum í Dalvíkurbyggð en engin svör borist enn.
Varðandi hina liðina tvo var eftirfarandi bókað á 724. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar:
Á 723. fundi byggðarráðs þann 15. janúar 2015 var tekin fyrir tilvísun frá atvinnumála- og kynningarráði að verkefni húsnæðisnefndar samkvæmt lögum um húsnæðismál nr. 44/1998, 13. og 14. gr. verði fundinn staður innan stjórnkerfis Dalvíkurbyggðar. Byggðarráð samþykkti að vísa þessum lið til umsagnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Á 7. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað:
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að samkvæmt svari Sambands íslenskra sveitarfélaga þá heyrir það til algerra undantekninga að sveitarfélögin séu að skipa og starfrækja sérstakar húsnæðisnefndir samkvæmt upplýsingum sem Sambandið hefur nýlega aflað sér. Lagaramminn gefur sveitarfélögum í raun sjálfdæmi um það hvaða leið er valin í þessu efni og nákvæmlega ekkert við því að segja að þau velji að vista verkefnin hjá öðrum nefndum og ráðum. Fram kom einnig að Sambandið reiknar með að tekin verði umræða um það í tengslum við væntanlega endurskoðun á lögum nr. 44/1998 hvort ákvæðin um lögbundin verkefni sveitarfélaga í húsnæðsmálum verði gerð almennari og tekið út að húsnæðisnefndir starfi. Sveitarfélögum yrði eftir sem áður heimilt að starfrækja slíkar nefndir ef vilji er til og þá á grundvelli 39. gr. sveitarstjórnarlaga.
Lagt fram til kynningar.
Á fundinn kom kl. 14:00 Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnisstjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, til að skoða mögulega aðkomu AFE að greiningu á almenna húsnæðismarkaðinu í Dalvíkurbyggð.
Elva víkur af fundi kl. 14:38.