Tékklisti og ferlar vegna verkefna

Málsnúmer 201503058

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 8. fundur - 11.03.2015

Til umfjöllunar drög að tékklista og vinnureglum innanhúss er varða verkefni sem þarfnast aðkomu fleiri en eins sviðs.



Á vinnufundi, sem haldinn var 13. janúar, var unninn tékklisti fyrir slík verkefni en að þeirri vinnu komu sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og upplýsingafulltrúi.



Fjallað hefur verið um málið á 6. fundi atvinnumálanefndar og 723. fundi byggðaráðs.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða mað 5 atkvæðum að óska eftir umsögnum annarra fagráða á vegum Dalvíkurbyggðar og framkvæmdastjórnar.

Félagsmálaráð - 186. fundur - 25.03.2015

Félagsmálastjóri lagði fram erindi frá Atvinnu- og kynningarmálanefnd um tékklista vegna erinda sem þarfnast samvinnu sviða.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 729. fundur - 26.03.2015

Á 8. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 11. mars 2015 var eftirfarandi bókað:

"4. Tékklisti og ferlar vegna verkefna - 201503058

Til umfjöllunar drög að tékklista og vinnureglum innanhúss er varða verkefni sem þarfnast aðkomu fleiri en eins sviðs.



Á vinnufundi, sem haldinn var 13. janúar, var unninn tékklisti fyrir slík verkefni en að þeirri vinnu komu sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og upplýsingafulltrúi.



Fjallað hefur verið um málið á 6. fundi atvinnumálanefndar og 723. fundi byggðaráðs.

Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða mað 5 atkvæðum að óska eftir umsögnum annarra fagráða á vegum Dalvíkurbyggðar og framkvæmdastjórnar."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ofangreindur tékklisti.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við ofangreindan tékklista.

Lagt fram.

Umhverfisráð - 262. fundur - 10.04.2015

Til umfjöllunar drög að tékklista og vinnureglum innanhúss er varða verkefni sem þarfnast aðkomu fleiri en eins sviðs.



Á vinnufundi, sem haldinn var 13. janúar, var unninn tékklisti fyrir slík verkefni en að þeirri vinnu komu sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og upplýsingafulltrúi.
Umhverfisráð fagnar framtakinu.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 67. fundur - 21.04.2015

Með fundarboði fylgdi tékklisti sem kynningar- og atvinnumálaráð óskaði eftir að lagður yrði fram í öllum ráðum sveitarfélagsins.



Lagt fram.

Menningarráð - 51. fundur - 22.04.2015

Með fundarboði fylgdi ferill vegna verkefna og tékklisti sem atvinnu- og kynningarmálaráð óskaði eftir tekið yrði fyrir í öllum ráðum sveitarfélagsins.
Lagt fram.

Veitu- og hafnaráð - 28. fundur - 29.04.2015

Umræða hefur verið innan stjórnsýslu Dalvíkurbyggðar um að nauðsyn sé á að skerpa á ferli erinda sem koma til afgreiðslu og umfjöllunar hjá Dalvíkurbyggð. Því var gerður ofangreindur "Tékklisti" em hér er til kynningar.
Lagður fram til kynningar.

Ungmennaráð - 7. fundur - 30.04.2015

Með fundarboði fylgdi tékklisti sem kynningar- og atvinnumálaráð óskaði eftir að lagður yrði fram í öllum ráðum sveitarfélagsins.
Lagt fram.